Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hver var Jósef Stalín?

Jón Ólafsson

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið.

Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba meðal baráttufélaga, og raunar ýmsum öðrum nöfnum líka. Nafnið Stalín tók hann upp 1912 og lét skrá það sem ættarnafn eftir 1920.

Foreldrar hans voru alþýðufólk, faðir hans, Besarion eða Beso (Vissarion er rússnesk útgáfa þess nafns) starfaði lengst af við skósmíðar en móðir hans Ketevan eða Keke (rússnesk útgáfa þess nafns er Ekaterina) við þjónustustörf og saumaskap. Hún ól son sinn að mestu upp án afskipta föðurins, sem var drykkjumaður og lést í einsemd í Tbilisi árið 1909. Keke lést seint á fjórða áratugnum og fylgdist því með frama sonar síns.

Jósef Stalín árið 1894, um það bil 15 ára gamall.

Stalín komst tólf ára gamall í skóla sem kirkjan starfrækti í Gori. Síðar stundaði hann nám við prestaskóla rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi. Hann var rekinn úr skólanum vorið 1899 – ástæðurnar hafa aldrei verið ljósar en þátttaka hans í neðanjarðarhreyfingum kommúnista var vafalaust hluti þeirra.

Ólíkt mörgum öðrum leiðtogum bolsévíka sem leiddu byltinguna 1917 og léku lykilhlutverk í stjórnkerfi Sovétríkjanna fyrstu árin, var Stalín aldrei í útlegð erlendis. Hann tók þátt í ólöglegu starfi byltingarmanna í Tbilisi og víðar um og eftir aldamótin 1900, var um skeið í útlegð í Síberíu, síðast í þorpinu Kurejka þar sem hann dvaldi frá 1913 og þangað til hann sneri til Sankti Pétursborgar í mars 1917.

Ævisöguritarar hafa margir gert lítið úr hlut Stalíns byltingarárið 1917 ásamt því að tengja stjórnarhætti hans við erfiða æsku og takmarkaða vitsmuni. Tvær nýlegar ævisögur Stalíns breyta þessari sýn á hann. Stephen Kotkin heldur því fram að þótt hann hafi alist upp við fátækt og slæmar fjölskylduaðstæður, þá hafi hann búið við gott atlæti og notið velvilja fólks sem kostaði skólagöngu hans að hluta. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að hann var góður námsmaður og fljótur að skilja hugmyndastrauma samtímans og öðlast yfirsýn. Simon Montefiore segir í ævisögu sinni að Stalín hafi alla ævi lesið óhemjumikið. Þótt Stalín hafi ekki verið neinn heimsborgari og enginn menntamaður fer því fjarri að hann hafi verið þröngsýnn eða menntunarsnauður.

Það má segja að áhrif Stalíns innan rússneska kommúnistaflokksins hafi styrkst verulega sumarið 1917 þegar hann í raun stýrir flokknum í fjarveru Leníns. Upp frá því var hann í lykilstöðu, sat í æðstu ráðum flokksins og í fyrstu ríkisstjórninni sem bolsévíkar skipuðu eftir októberbyltinguna. Hann var aðalritari kommúnistaflokksins frá 1922 og til dauðadags 1953. Eftir að heilsu Leníns fór að hraka verulega og einkum eftir andlát hans í janúar 1924, styrkist staða Stalíns enn frekar. Hann stjórnaði flokknum í bandalagi við aðra fram eftir þriðja áratugnum, en frá 1929 má segja að hann hafi verið einráður – þurfti ekki að treysta á bandalög innan forystunnar til að ná sínum málum fram.

Stalín og Lenín í Gorki í september 1922.

Eftir októberbyltinguna 1917 geisaði blóðugt borgarastríð í þeim löndum sem tilheyrt höfðu rússneska heimsveldinu. Það tók bolsévíka nærri fjögur ár að ná tökum á stjórn landsins. Sovétríkin voru stofnuð í árslok 1922, en þau höfðu misst stór svæði á vesturjaðri gamla keisaraveldisins því Pólland, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen höfðu öll öðlast sjálfstæði. Lenín hafði lagt drög að skipulagi efnahagsmála í Sovétríkjunum sem gekk undir nafninu Nýja efnahagsstefnan, en samkvæmt henni var nokkurt svigrúm til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi.

Stalín studdi þessa stefnu framan af, en 1928 urðu umskipti þegar mótuð var ný og herská stefna sem miðaði að því að fella alla framleiðslu, atvinnu- og menningarstarfsemi undir stjórn ríkisins. Þannig leiddi Stalín samyrkjuvæðingu Sovétríkjanna þegar bændum var gert að gangast samyrkjubúum á hönd, en þeir sem stunduðu sjálfstæða starfsemi eða höfðu fólk í vinnu sættu ofsóknum. Á sama tíma fór fram einhver stórtækasta iðnvæðing sögunnar. Á örfáum árum margfaldaðist stál- og kolaframleiðsla og þungaiðnaður varð algjört forgangsmál stjórnvalda ásamt þeirri uppbyggingu á samgöngum og innviðum sem slíkt krafðist.

Vaxandi umsvif ríkisins höfðu einnig í för með sér pólitíska harðstjórn sem tæplega á sér hliðstæður. Sovésk stjórnvöld höfðu aldrei hikað við að láta fangelsa pólitíska andstæðinga, senda þá í útlegð eða jafnvel taka þá af lífi. Á fjórða áratugnum hófust hins vegar kerfisbundnar ofsóknir gegn ákveðnum hópum innan kommúnistaflokksins sjálfs. Ofsóknunum má lýsa sem tveimur bylgjum.

Fyrri bylgjan reis eftir morð á leiðtoga flokksdeildarinnar í Leníngrad (nú Péturborg), Sergei Kírov, sem var skotinn til bana 1. desember 1934. Stalín og nánustu samstarfsmenn hans töldu að morðið gæfi til kynna víðtækt samsæri gegn flokksforystunni og á næstu mánuðum voru tugir þúsunda manna handteknir og margir líflátnir. Seinni bylgjan reis á fyrri árshelmingi ársins 1937 en þá hófust handtökur og aftökur fólks eftir áætlun sem miðaði að því að eyða allri pólitískri andstöðu í flokknum og stjórnkerfinu. Síðari bylgjan hefur verið nefnd Hreinsanirnar miklu. Þegar þeim fór að linna í árslok 1938 höfðu tæplega 700 þúsund manns verið dæmd til dauða og tekin af lífi og hálf önnur milljón verið dæmd til vistar í fangabúðum.

Sergei Kírov, leiðtogi flokksdeildar kommúnistaflokksins í Leníngrad, ásamt Stalín og Svetlönu dóttur hans. Fyrri bylgja ofsókna gegn meðlimum kommúnistaflokksins sem Stalín taldi sér standa ógn af hófst eftir að Kírov var myrtur árið 1934.

Allar rannsóknir benda til þess að Stalín hafi verið potturinn og pannan í hreinsununum miklu þótt allir helstu samstarfsmenn hans hafi líka átt hlut að máli. Þess vegna hefur tilhneiging margra sagnfræðinga líka verið sú að leita skýringa á þessu ofsóknaræði í persónuleika eða ævisögu Stalíns. Í nýrri rannsóknum hefur sjónum hins vegar meira verið beint að því andrúmslofti og þeirri samfélagsgerð sem einkenndi Sovétríkin á fjórða áratugnum. Vænisýki stjórnvalda voru engin takmörk sett og völdum þeirra ekki heldur.

Í alþjóðamálum skorti líka traust á milli ríkja sem varð til þess að sovésk stjórnvöld töldu sig berskjölduð. Í stað þess að mynda bandalög við lýðræðisríki Evrópu og Bandaríkjanna sem Stalín treysti ekki – og sem sjálf voru full vantrausts á Sovétríkjunum – gerði hann griðasamning við Hitler sumarið 1939, þar sem ríkin hétu því að efna ekki til hernaðarátaka sín á milli. Samningurinn er gjarnan kenndur við utanríkisráðherra ríkjanna, Vjatseslav Molotov og Joachim von Ribbentrop.

Við sama tækifæri skiptu Sovétríkin og Þýskaland á milli sín ríkjunum sem á milli þeirra lágu. Eystrasaltslöndin töldust sovéskt áhrifasvæði, sömuleiðis hálft Pólland, en Þjóðverjar gátu hernumið það sem eftir var af Póllandi án þess að Sovétstjórnin gerði athugasemdir við það, enda tók hún sinn hluta Póllands við sama tækifæri. Yfirráðasvæði því sem griðasamningur Molotovs og Ribbentrops kvað á um, héldu Sovétríkin að mestu eftir seinni heimstyrjöldina.

Vyacheslav Molotov, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, skrifar undir griðasamning milli Sovétmanna og Þjóðverja í ágúst 1939. Beint fyrir aftan Molotov er Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Þýskalands, sem skrifaði undir fyrir hönd síns ríkis.

Þjóðverjar rufu griðasamninginn þegar þeir gerðu innrás í Sovétríkin í júní 1941, en allt bendir til þess að innrásin hafi komið Stalín í opna skjöldu. Þrátt fyrir að allar upplýsingar njósnastofnana sýndu að Þjóðverjar undirbyggju innrás virðist hann einfaldlega hafa neitað að horfast í augu við það. Stalín varð því ekki fyrstur til að ávarpa sovéskan almenning til að stappa í fólk stálinu eftir innrásina heldur féll það í hlut næstráðanda hans, Vjatseslavs Molotovs.

En þegar Stalín birtist að nýju, næstum tveimur vikum síðar, var komið annað hljóð í strokkinn: Öll styrjaldarárin byggðu stjórnvöld samtal sitt við almenning á þjóðernishyggju sem átti lítið sameiginlegt með hugmyndafræði kommúnismans. Stalín var yfirmaður alls herafla í stríðinu og þótt hann hafi stundum gengið í berhögg við álit æðstu foringja Rauða hersins, reyndist Stalín sveigjanlegri og úrræðabetri sem herstjóri en sem ríkisleiðtogi.

Að stríðinu loknu töldu margir að tækifæri væri til að milda stjórnarhætti í Sovétríkjunum og auka pólitískan sveigjanleika. Sú varð þó ekki raunin. Á árunum sem Stalín átti ólifuð var refsikerfinu beitt hömlulaust í samfélagslegum tilgangi. Harðar refsingar voru teknar upp fyrir minni háttar agabrot í starfi og straumurinn í fangabúðir jókst. Aldrei voru fleiri í fangavist eða útlegð en þegar harðstjórinn gaf upp öndina 1953.

Í kringum 1950 virðist Stalín hafa ætlað sér að hefja nýja ofsóknarhrinu, sem að þessu sinni hafði yfirbragð gyðingahaturs. Hún rann út í sandinn þegar hann lést, en þá höfðu allmargir þekktir gyðingar verið dæmdir til refsivistar, margir þeirra læknar.

Þrjátíu ára valdatími Stalíns var tímabil samfelldrar og vaxandi harðstjórnar. Þegar alræðishyggja tuttugustu aldar er til umræðu, eða harðstjórnartilburðir til hægri og vinstri, fer því ekki hjá því að fólki finnist eðlilegt að leita skýringa í persónuleika harðstjórans. Eitt sem einkenndi Stalín er hversu nálægt honum mörg fórnarlömbin voru. Tugir eða hundruð þeirra sem teknir voru af lífi fyrir uppspunnar sakir á fjórða áratugnum voru, eða höfðu verið, nánir samstarfsmenn Stalíns til lengri eða skemmri tíma. Hann hlífði ekki heldur venslafólki sínu.

Viðhorf til Stalíns eru blendin innan Rússlands í dag. Hér prýðir mynd hans strætisvagn í Pétursborg.

Viðhorf til Stalíns eru blendin innan Rússlands í dag. Verulegur hópur fólks – og hann virðist stækka frekar en hitt – leggur áherslu á uppbyggingu nútímaatvinnu- og framleiðsluhátta á valdatíma Stalíns. Bent er á sigurinn yfir Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari og alþjóðlega stöðu Sovétríkjanna til marks um að Stalín hafi að einhverju leyti unnið gott verk. Jafnvel forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hikar ekki við að lýsa bæði kostum og göllum Stalíns þegar söguleg efni eru til umræðu.

En líklegast er að persónuleiki Stalíns hafi mótast af því ástandi sem ríkti innanlands og utan á millistríðsárunum, ekki síður en að skýra megi ástandið með persónuleika hans. Þessi ár voru tími harðstjóranna og tímabil skilyrðislausrar upphafningar leiðtogans. Vald þeirra var ótakmarkað og því var öll áróðursmaskína ríkisvaldsins nýtt til þess að skýra hvernig allar yfirlýsingar þeirra og ákvarðanir séu hinar einu réttu. Stjórnkerfið snerist um að þjóna og þóknast leiðtoganum sem fyrir bragðið túlkaði allt sem fór öðruvísi en ætlað var eins og það bæri vott um skemmdarverk og samsæri.

Aðgengilegt lesefni:

 • Stephen Kotkin. Stalin, 1. bindi. Paradoxes of Power 1878-1928 (2. og 3. bindi eru væntanleg). New York: Penguin Press, 2014.
 • Simon Sebag Montefiore. Stalin The Court of the Red Tsar. London: Weidenfeld & Nicholson, 2003.
 • Simon Sebag Montefiore. Young Stalin. London: Weidenfeld & Nicholson, 2007. Sjá íslenska þýðingu Elínar Guðmundsdóttur: Stalín ungi. Reykjavík: Skrudda, 2009.

Myndir:


Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið þónokkrar spurningar um Stalín. Þeirra á meðal eru:

 • Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um Jósep Stalín?
 • Hver var Jósep Stalín? Hvað gerði hann? Og fyrir hvað var hann frægur?
 • Getið þið frætt mig um Stalín?
 • Hvernig dó Jósef Stalín og hvar, hvenær?
 • Hver var Stalín? Hvar fæddist hann og dó og hvaða merku hluti gerði hann?
 • Hvar var Stalín fæddur?
 • Hver var Stalín?
 • Þekktur Georgíumaður að nafni Jósef Stalín hét áður Jósef Dzhúgashvílí, af hverju breytti hann eftirnafninu úr Dzhúgashvílí í Stalín?
 • Getið þið sagt mér allt um Jósef Stalín? Það er að segja frá því að hann fæddist og þangað til að hann dó.
 • Hvernig var æska Jósefs Stalíns áður en hann fór í stjórnmál?

Aðrir spyrjendur eru: Skarphéðinn Magnússon, Maria Biglio, Daníel Magnússon, Kristinn Gylfason, Sigurlaug Lísa Sigurðardóttir, Hávarður Jónsson, Erla Guðjónsdóttir, Helga Garðarsdóttir, Elín Inga Lárusdóttir, Jón Reginbaldur Ívarsson, Kristín Lind Magnúsdóttir.

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Útgáfudagur

19.9.2016

Spyrjandi

Anna Margrét o.fl.

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hver var Jósef Stalín?“ Vísindavefurinn, 19. september 2016. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11257.

Jón Ólafsson. (2016, 19. september). Hver var Jósef Stalín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11257

Jón Ólafsson. „Hver var Jósef Stalín?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2016. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11257>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Jósef Stalín?
Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið.

Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba meðal baráttufélaga, og raunar ýmsum öðrum nöfnum líka. Nafnið Stalín tók hann upp 1912 og lét skrá það sem ættarnafn eftir 1920.

Foreldrar hans voru alþýðufólk, faðir hans, Besarion eða Beso (Vissarion er rússnesk útgáfa þess nafns) starfaði lengst af við skósmíðar en móðir hans Ketevan eða Keke (rússnesk útgáfa þess nafns er Ekaterina) við þjónustustörf og saumaskap. Hún ól son sinn að mestu upp án afskipta föðurins, sem var drykkjumaður og lést í einsemd í Tbilisi árið 1909. Keke lést seint á fjórða áratugnum og fylgdist því með frama sonar síns.

Jósef Stalín árið 1894, um það bil 15 ára gamall.

Stalín komst tólf ára gamall í skóla sem kirkjan starfrækti í Gori. Síðar stundaði hann nám við prestaskóla rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi. Hann var rekinn úr skólanum vorið 1899 – ástæðurnar hafa aldrei verið ljósar en þátttaka hans í neðanjarðarhreyfingum kommúnista var vafalaust hluti þeirra.

Ólíkt mörgum öðrum leiðtogum bolsévíka sem leiddu byltinguna 1917 og léku lykilhlutverk í stjórnkerfi Sovétríkjanna fyrstu árin, var Stalín aldrei í útlegð erlendis. Hann tók þátt í ólöglegu starfi byltingarmanna í Tbilisi og víðar um og eftir aldamótin 1900, var um skeið í útlegð í Síberíu, síðast í þorpinu Kurejka þar sem hann dvaldi frá 1913 og þangað til hann sneri til Sankti Pétursborgar í mars 1917.

Ævisöguritarar hafa margir gert lítið úr hlut Stalíns byltingarárið 1917 ásamt því að tengja stjórnarhætti hans við erfiða æsku og takmarkaða vitsmuni. Tvær nýlegar ævisögur Stalíns breyta þessari sýn á hann. Stephen Kotkin heldur því fram að þótt hann hafi alist upp við fátækt og slæmar fjölskylduaðstæður, þá hafi hann búið við gott atlæti og notið velvilja fólks sem kostaði skólagöngu hans að hluta. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að hann var góður námsmaður og fljótur að skilja hugmyndastrauma samtímans og öðlast yfirsýn. Simon Montefiore segir í ævisögu sinni að Stalín hafi alla ævi lesið óhemjumikið. Þótt Stalín hafi ekki verið neinn heimsborgari og enginn menntamaður fer því fjarri að hann hafi verið þröngsýnn eða menntunarsnauður.

Það má segja að áhrif Stalíns innan rússneska kommúnistaflokksins hafi styrkst verulega sumarið 1917 þegar hann í raun stýrir flokknum í fjarveru Leníns. Upp frá því var hann í lykilstöðu, sat í æðstu ráðum flokksins og í fyrstu ríkisstjórninni sem bolsévíkar skipuðu eftir októberbyltinguna. Hann var aðalritari kommúnistaflokksins frá 1922 og til dauðadags 1953. Eftir að heilsu Leníns fór að hraka verulega og einkum eftir andlát hans í janúar 1924, styrkist staða Stalíns enn frekar. Hann stjórnaði flokknum í bandalagi við aðra fram eftir þriðja áratugnum, en frá 1929 má segja að hann hafi verið einráður – þurfti ekki að treysta á bandalög innan forystunnar til að ná sínum málum fram.

Stalín og Lenín í Gorki í september 1922.

Eftir októberbyltinguna 1917 geisaði blóðugt borgarastríð í þeim löndum sem tilheyrt höfðu rússneska heimsveldinu. Það tók bolsévíka nærri fjögur ár að ná tökum á stjórn landsins. Sovétríkin voru stofnuð í árslok 1922, en þau höfðu misst stór svæði á vesturjaðri gamla keisaraveldisins því Pólland, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen höfðu öll öðlast sjálfstæði. Lenín hafði lagt drög að skipulagi efnahagsmála í Sovétríkjunum sem gekk undir nafninu Nýja efnahagsstefnan, en samkvæmt henni var nokkurt svigrúm til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi.

Stalín studdi þessa stefnu framan af, en 1928 urðu umskipti þegar mótuð var ný og herská stefna sem miðaði að því að fella alla framleiðslu, atvinnu- og menningarstarfsemi undir stjórn ríkisins. Þannig leiddi Stalín samyrkjuvæðingu Sovétríkjanna þegar bændum var gert að gangast samyrkjubúum á hönd, en þeir sem stunduðu sjálfstæða starfsemi eða höfðu fólk í vinnu sættu ofsóknum. Á sama tíma fór fram einhver stórtækasta iðnvæðing sögunnar. Á örfáum árum margfaldaðist stál- og kolaframleiðsla og þungaiðnaður varð algjört forgangsmál stjórnvalda ásamt þeirri uppbyggingu á samgöngum og innviðum sem slíkt krafðist.

Vaxandi umsvif ríkisins höfðu einnig í för með sér pólitíska harðstjórn sem tæplega á sér hliðstæður. Sovésk stjórnvöld höfðu aldrei hikað við að láta fangelsa pólitíska andstæðinga, senda þá í útlegð eða jafnvel taka þá af lífi. Á fjórða áratugnum hófust hins vegar kerfisbundnar ofsóknir gegn ákveðnum hópum innan kommúnistaflokksins sjálfs. Ofsóknunum má lýsa sem tveimur bylgjum.

Fyrri bylgjan reis eftir morð á leiðtoga flokksdeildarinnar í Leníngrad (nú Péturborg), Sergei Kírov, sem var skotinn til bana 1. desember 1934. Stalín og nánustu samstarfsmenn hans töldu að morðið gæfi til kynna víðtækt samsæri gegn flokksforystunni og á næstu mánuðum voru tugir þúsunda manna handteknir og margir líflátnir. Seinni bylgjan reis á fyrri árshelmingi ársins 1937 en þá hófust handtökur og aftökur fólks eftir áætlun sem miðaði að því að eyða allri pólitískri andstöðu í flokknum og stjórnkerfinu. Síðari bylgjan hefur verið nefnd Hreinsanirnar miklu. Þegar þeim fór að linna í árslok 1938 höfðu tæplega 700 þúsund manns verið dæmd til dauða og tekin af lífi og hálf önnur milljón verið dæmd til vistar í fangabúðum.

Sergei Kírov, leiðtogi flokksdeildar kommúnistaflokksins í Leníngrad, ásamt Stalín og Svetlönu dóttur hans. Fyrri bylgja ofsókna gegn meðlimum kommúnistaflokksins sem Stalín taldi sér standa ógn af hófst eftir að Kírov var myrtur árið 1934.

Allar rannsóknir benda til þess að Stalín hafi verið potturinn og pannan í hreinsununum miklu þótt allir helstu samstarfsmenn hans hafi líka átt hlut að máli. Þess vegna hefur tilhneiging margra sagnfræðinga líka verið sú að leita skýringa á þessu ofsóknaræði í persónuleika eða ævisögu Stalíns. Í nýrri rannsóknum hefur sjónum hins vegar meira verið beint að því andrúmslofti og þeirri samfélagsgerð sem einkenndi Sovétríkin á fjórða áratugnum. Vænisýki stjórnvalda voru engin takmörk sett og völdum þeirra ekki heldur.

Í alþjóðamálum skorti líka traust á milli ríkja sem varð til þess að sovésk stjórnvöld töldu sig berskjölduð. Í stað þess að mynda bandalög við lýðræðisríki Evrópu og Bandaríkjanna sem Stalín treysti ekki – og sem sjálf voru full vantrausts á Sovétríkjunum – gerði hann griðasamning við Hitler sumarið 1939, þar sem ríkin hétu því að efna ekki til hernaðarátaka sín á milli. Samningurinn er gjarnan kenndur við utanríkisráðherra ríkjanna, Vjatseslav Molotov og Joachim von Ribbentrop.

Við sama tækifæri skiptu Sovétríkin og Þýskaland á milli sín ríkjunum sem á milli þeirra lágu. Eystrasaltslöndin töldust sovéskt áhrifasvæði, sömuleiðis hálft Pólland, en Þjóðverjar gátu hernumið það sem eftir var af Póllandi án þess að Sovétstjórnin gerði athugasemdir við það, enda tók hún sinn hluta Póllands við sama tækifæri. Yfirráðasvæði því sem griðasamningur Molotovs og Ribbentrops kvað á um, héldu Sovétríkin að mestu eftir seinni heimstyrjöldina.

Vyacheslav Molotov, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, skrifar undir griðasamning milli Sovétmanna og Þjóðverja í ágúst 1939. Beint fyrir aftan Molotov er Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Þýskalands, sem skrifaði undir fyrir hönd síns ríkis.

Þjóðverjar rufu griðasamninginn þegar þeir gerðu innrás í Sovétríkin í júní 1941, en allt bendir til þess að innrásin hafi komið Stalín í opna skjöldu. Þrátt fyrir að allar upplýsingar njósnastofnana sýndu að Þjóðverjar undirbyggju innrás virðist hann einfaldlega hafa neitað að horfast í augu við það. Stalín varð því ekki fyrstur til að ávarpa sovéskan almenning til að stappa í fólk stálinu eftir innrásina heldur féll það í hlut næstráðanda hans, Vjatseslavs Molotovs.

En þegar Stalín birtist að nýju, næstum tveimur vikum síðar, var komið annað hljóð í strokkinn: Öll styrjaldarárin byggðu stjórnvöld samtal sitt við almenning á þjóðernishyggju sem átti lítið sameiginlegt með hugmyndafræði kommúnismans. Stalín var yfirmaður alls herafla í stríðinu og þótt hann hafi stundum gengið í berhögg við álit æðstu foringja Rauða hersins, reyndist Stalín sveigjanlegri og úrræðabetri sem herstjóri en sem ríkisleiðtogi.

Að stríðinu loknu töldu margir að tækifæri væri til að milda stjórnarhætti í Sovétríkjunum og auka pólitískan sveigjanleika. Sú varð þó ekki raunin. Á árunum sem Stalín átti ólifuð var refsikerfinu beitt hömlulaust í samfélagslegum tilgangi. Harðar refsingar voru teknar upp fyrir minni háttar agabrot í starfi og straumurinn í fangabúðir jókst. Aldrei voru fleiri í fangavist eða útlegð en þegar harðstjórinn gaf upp öndina 1953.

Í kringum 1950 virðist Stalín hafa ætlað sér að hefja nýja ofsóknarhrinu, sem að þessu sinni hafði yfirbragð gyðingahaturs. Hún rann út í sandinn þegar hann lést, en þá höfðu allmargir þekktir gyðingar verið dæmdir til refsivistar, margir þeirra læknar.

Þrjátíu ára valdatími Stalíns var tímabil samfelldrar og vaxandi harðstjórnar. Þegar alræðishyggja tuttugustu aldar er til umræðu, eða harðstjórnartilburðir til hægri og vinstri, fer því ekki hjá því að fólki finnist eðlilegt að leita skýringa í persónuleika harðstjórans. Eitt sem einkenndi Stalín er hversu nálægt honum mörg fórnarlömbin voru. Tugir eða hundruð þeirra sem teknir voru af lífi fyrir uppspunnar sakir á fjórða áratugnum voru, eða höfðu verið, nánir samstarfsmenn Stalíns til lengri eða skemmri tíma. Hann hlífði ekki heldur venslafólki sínu.

Viðhorf til Stalíns eru blendin innan Rússlands í dag. Hér prýðir mynd hans strætisvagn í Pétursborg.

Viðhorf til Stalíns eru blendin innan Rússlands í dag. Verulegur hópur fólks – og hann virðist stækka frekar en hitt – leggur áherslu á uppbyggingu nútímaatvinnu- og framleiðsluhátta á valdatíma Stalíns. Bent er á sigurinn yfir Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari og alþjóðlega stöðu Sovétríkjanna til marks um að Stalín hafi að einhverju leyti unnið gott verk. Jafnvel forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hikar ekki við að lýsa bæði kostum og göllum Stalíns þegar söguleg efni eru til umræðu.

En líklegast er að persónuleiki Stalíns hafi mótast af því ástandi sem ríkti innanlands og utan á millistríðsárunum, ekki síður en að skýra megi ástandið með persónuleika hans. Þessi ár voru tími harðstjóranna og tímabil skilyrðislausrar upphafningar leiðtogans. Vald þeirra var ótakmarkað og því var öll áróðursmaskína ríkisvaldsins nýtt til þess að skýra hvernig allar yfirlýsingar þeirra og ákvarðanir séu hinar einu réttu. Stjórnkerfið snerist um að þjóna og þóknast leiðtoganum sem fyrir bragðið túlkaði allt sem fór öðruvísi en ætlað var eins og það bæri vott um skemmdarverk og samsæri.

Aðgengilegt lesefni:

 • Stephen Kotkin. Stalin, 1. bindi. Paradoxes of Power 1878-1928 (2. og 3. bindi eru væntanleg). New York: Penguin Press, 2014.
 • Simon Sebag Montefiore. Stalin The Court of the Red Tsar. London: Weidenfeld & Nicholson, 2003.
 • Simon Sebag Montefiore. Young Stalin. London: Weidenfeld & Nicholson, 2007. Sjá íslenska þýðingu Elínar Guðmundsdóttur: Stalín ungi. Reykjavík: Skrudda, 2009.

Myndir:


Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið þónokkrar spurningar um Stalín. Þeirra á meðal eru:

 • Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um Jósep Stalín?
 • Hver var Jósep Stalín? Hvað gerði hann? Og fyrir hvað var hann frægur?
 • Getið þið frætt mig um Stalín?
 • Hvernig dó Jósef Stalín og hvar, hvenær?
 • Hver var Stalín? Hvar fæddist hann og dó og hvaða merku hluti gerði hann?
 • Hvar var Stalín fæddur?
 • Hver var Stalín?
 • Þekktur Georgíumaður að nafni Jósef Stalín hét áður Jósef Dzhúgashvílí, af hverju breytti hann eftirnafninu úr Dzhúgashvílí í Stalín?
 • Getið þið sagt mér allt um Jósef Stalín? Það er að segja frá því að hann fæddist og þangað til að hann dó.
 • Hvernig var æska Jósefs Stalíns áður en hann fór í stjórnmál?

Aðrir spyrjendur eru: Skarphéðinn Magnússon, Maria Biglio, Daníel Magnússon, Kristinn Gylfason, Sigurlaug Lísa Sigurðardóttir, Hávarður Jónsson, Erla Guðjónsdóttir, Helga Garðarsdóttir, Elín Inga Lárusdóttir, Jón Reginbaldur Ívarsson, Kristín Lind Magnúsdóttir.

...