Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er allt önnur Ella?

Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég minnist þess að hafa lesið skýringu á seðli í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Þá skýringu hefur Jón G. Friðjónsson einnig fundið í safninu og birtir í ritinu Mergur málsins (2006:167) og vitna ég í þá bók í því sem hér fer á eftir:

Það [orðatiltækið] á rætur sínar að rekja til Eyrarbakka. Kaupmenn þar voru tregir til að lána mönnum fyrr dropa ef þeir voru skuldugir en létu menn þó alltaf hafa í erfidrykkjur. Þetta notfærðu sér ýmsir, þ. á m. karl nokkur frá Álftarhól í Landeyjum en konan hans hét Elín. Eitt sinn vildi hann fá dreitil og sagði að hún Ella væri dauð og því yrði hann að fá vín í erfidrykkjuna. Kaupmaður sér strax að hann er að skrökva og spyr hvort það sé konan hans sem sé dáin. Karlinn svarar: „Nei, nei, það er allt önnur Ella, það er hún eldgamla Álftarhóls-Ella.“

Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Á myndinni sést söngkonan Ella Fitzgerald.

Önnur afbrigði eru til af þessari sögu sem öll eru rakin til orðaskipta kaupmanna og karla sem vildu næla sér í brennivínsdreitil og láta skrifa hjá sér.

Heimild:

  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

Útgáfudagur

10.1.2019

Spyrjandi

Kristján Friðjónsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er allt önnur Ella?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2019. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=76710.

Guðrún Kvaran. (2019, 10. janúar). Hver er allt önnur Ella? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76710

Guðrún Kvaran. „Hver er allt önnur Ella?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2019. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76710>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.