Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög.

Þorvaldur hefur starfað að rannsóknum, ráðgjöf og kennslu víða um lönd, meðal annars á vegum Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins, Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir hans spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði (verðbólga, vextir, gengi, skuldir, atvinnuleysi, skipulagsmál atvinnuvega og fleira), hagþróun (Afríka, Asía, Austur-Evrópa og fleira), náttúruauðlindir og auðlindastjórn (Ísland, Noregur, Rússland, hlýnun loftslags og fleira) og stjórnskipun og stjórnarskrár (Ísland, Danmörk, Noregur, lýðræði og fleira).

Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.

Bók Þorvalds Understanding the Market Economy ásamt Arne Jon Isachsen og Carl B. Hamilton kom út hjá Oxford University Press 1992 og birtist á 17 tungumálum, meðal annars rússnesku og kínversku. Sama forlag gaf einnig út bók hans Principles of Economic Growth 1999. Sjónvarpsþáttaröð hans ásamt Jóni Agli Bergþórssyni, Að byggja land, sem fjallar um Jón Sigurðsson, Einar Benediktsson og Halldór Laxness, var frumsýnd í Sjónvarpinu 1998 og síðan í færeyska sjónvarpinu 2005 og á Hringbraut 2017 og er til á bók og bandi og DVD-diski.

Síðustu ár hafa rannsóknir Þorvalds einkum fjallað um náttúruauðlindastjórn og stjórnarskrár.

Síðustu ár hafa rannsóknir Þorvalds einkum fjallað um náttúruauðlindastjórn og stjórnarskrár. Sú ritgerð Þorvalds sem oftast er vísað til (Natural Resources, Education, and Economic Development, European Economic Review 2001) lýsir því hversu þeim þjóðum sem eiga gnægð náttúruauðlinda hættir til að vanrækja menntamál þar eð stjórnvöld og fleiri freistast til að halda að þeim séu allir vegir færir í krafti dauðra auðlinda frekar en lifandi fólks. Meðal nýlegra ritgerða Þorvalds má nefna Chain of Legitimacy: Constitution Making in Iceland sem Cambridge University Press birti í bók 2018. Þar er meðal annars lýst þeirri ógn sem lýðræði stafar af stjórnvöldum sem ganga erinda sérhagsmunahópa gegn almannahag.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson. Myndir. (Sótt 3.12.2018).
  • © Þorfinnur Sigurgeirsson. Myndir. (Sótt 3.12.2018).

Útgáfudagur

5.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2018. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76799.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76799

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2018. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76799>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?
Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög.

Þorvaldur hefur starfað að rannsóknum, ráðgjöf og kennslu víða um lönd, meðal annars á vegum Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins, Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir hans spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði (verðbólga, vextir, gengi, skuldir, atvinnuleysi, skipulagsmál atvinnuvega og fleira), hagþróun (Afríka, Asía, Austur-Evrópa og fleira), náttúruauðlindir og auðlindastjórn (Ísland, Noregur, Rússland, hlýnun loftslags og fleira) og stjórnskipun og stjórnarskrár (Ísland, Danmörk, Noregur, lýðræði og fleira).

Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.

Bók Þorvalds Understanding the Market Economy ásamt Arne Jon Isachsen og Carl B. Hamilton kom út hjá Oxford University Press 1992 og birtist á 17 tungumálum, meðal annars rússnesku og kínversku. Sama forlag gaf einnig út bók hans Principles of Economic Growth 1999. Sjónvarpsþáttaröð hans ásamt Jóni Agli Bergþórssyni, Að byggja land, sem fjallar um Jón Sigurðsson, Einar Benediktsson og Halldór Laxness, var frumsýnd í Sjónvarpinu 1998 og síðan í færeyska sjónvarpinu 2005 og á Hringbraut 2017 og er til á bók og bandi og DVD-diski.

Síðustu ár hafa rannsóknir Þorvalds einkum fjallað um náttúruauðlindastjórn og stjórnarskrár.

Síðustu ár hafa rannsóknir Þorvalds einkum fjallað um náttúruauðlindastjórn og stjórnarskrár. Sú ritgerð Þorvalds sem oftast er vísað til (Natural Resources, Education, and Economic Development, European Economic Review 2001) lýsir því hversu þeim þjóðum sem eiga gnægð náttúruauðlinda hættir til að vanrækja menntamál þar eð stjórnvöld og fleiri freistast til að halda að þeim séu allir vegir færir í krafti dauðra auðlinda frekar en lifandi fólks. Meðal nýlegra ritgerða Þorvalds má nefna Chain of Legitimacy: Constitution Making in Iceland sem Cambridge University Press birti í bók 2018. Þar er meðal annars lýst þeirri ógn sem lýðræði stafar af stjórnvöldum sem ganga erinda sérhagsmunahópa gegn almannahag.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson. Myndir. (Sótt 3.12.2018).
  • © Þorfinnur Sigurgeirsson. Myndir. (Sótt 3.12.2018).

...