Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru fornaldarsögur?

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu Norðurlanda, konunga, höfðingja og hetjur. Eitt af því sem einkennir sögurnar er hið norðlæga sögusvið og að sama skapi norrænn sagnaheimur. Í mörgum tilfellum koma söguhetjur fram í fleiri en einni sögu (innra samhengi) og að auki ber þeim víða saman við eldri heimildir á borð við ættartölur og önnur forn sagnarit. Annað sem einkennir fornaldarsögur eru sameiginleg minni (mótíf), innlendur sagnastíll og breiður áheyrendahópur. Fornaldarsögum var flestum hverjum snúið í rímur og með þeim hætti lifðu þær „tvöföldu“ lífi um margra alda skeið og voru vinsælt viðfangsefni skapandi skrifara og skálda.

Málverk af fornaldarsöguhetjunni Örvar-Oddi.

Þótt eiginleg ritun fornaldarsagna hafi að mestu leyti farið fram um tveggja alda skeið, teygir efniviður sagnanna sig langt út fyrir þau mörk – og í báðar áttir, ef við teljum það æskilegt að líta á heildarvarðveislumynd sagnanna í tímalegu samhengi. Í fyrsta lagi ber að nefna tengingu efnisins við ævafornt norrænt og samgermanskt sagnaefni, og í öðru lagi áframhaldandi vinsældir þess í gegnum breytilega strauma og stefnur í íslenskri sagna- og bókmenningu, í þeirri endursköpun sem átti sér stað langt fram eftir öldum í formi nýrra gerða og rímna. Með nýjum uppskriftum litu æ fleiri afbrigði hinna eldri sagna dagsins ljós, auk þess sem nýjar sögur, sem kalla mætti fornaldarsögur síðari tíma, urðu til og nutu vinsælda. Það er því allt annað en auðvelt að ná utan um efnivið fornaldarsagna og skipa völdum sögum á afmarkaðan bekk bókmenntagreinar eða -tegundar; ekki einungis þar sem tímaramminn er í víðara samhengi óræður, heldur geta tegundamörk verið ógreinileg, söguefnið fljótandi og samsetning áheyrendahópsins – viðtakenda sagnanna í gegnum aldirnar – misjöfn.

Tengsl fornaldarsagna við aðrar greinar íslenskra miðaldabókmennta eru flókin og augljóst að sögurnar hafa orðið fyrir áhrifum annarra frásagnarbókmennta, lærðra rita og munnmæla. Að sumu leyti lúta þær, og þó sér í lagi yngri sögurnar, sams konar frásagnarlögmálum og innlendar riddarasögur, enda hefur verið á það bent að heppilegt sé að steypa þessum tveimur greinum sagna undir sama hatt og fella undir það sem kalla mætti íslensku rómönsuna (Torfi H. Tulinius 1993: 218–244). Þótt það sé vissulega ágæt leið til að skilja og undirstrika samhengi íslenskra miðaldabókmennta, getur einnig verið gagnlegt að skoða fornaldarsögur sérstaklega sem vitnisburð um arfgenga, norræna fortíðarsýn. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um tegundamörk fornaldarsagna, og sýnist sitt hverjum (Quinn et al: 2006).

Í leit að hugmynd um „heildarsafn“ fornaldarsagna hafa menn oftast nær litið til danska útgefandans Carls Christians Rafn, sem gaf 31 texta (auk tveggja kvæða) út á íslensku í Fornaldar sögur Nordrlanda árin 1829–30.[1] Þótt ýmsar sagnanna hefðu verið gefnar út áður varð útgáfa Rafns þekktari meðal Íslendinga en útgáfur forvera hans. Ljóst er að hlutverk Rafns hefur fyrst og fremst falist í að safna saman svipuðum sögum og gefa út undir einum hatti, en þrátt fyrir það hafa margir hverjir talið að útgáfa hans marki einhvers konar ramma utan um bókmenntagreinina og sé mælikvarði á þá texta sem megi með réttu kalla fornaldarsögur, að minnsta kosti „fornaldarsögur Norðurlanda“. Það er hins vegar ástæðulaust að eigna Rafn heiðurinn að tilurð bókmenntagreinarinnar, auk þess sem það er vafasamt að tala um fasta stærð í þessu sambandi. Sú tilhneiging að flokka saman sögur af norrænum höfðingjum og köppum fyrir landnám Íslands hafði einfaldlega legið í loftinu og eðlilegt er að setja útgáfu Rafns í samhengi við þá fornmenntastefnu sem setti mjög svo mark sitt á fræðastarf Svía og Dana á 17. öld og fram á þá nítjándu.

Í leit að hugmynd um „heildarsafn“ fornaldarsagna hafa menn oftast nær litið til danska útgefandans Carls Christians Rafn, sem gaf 31 texta (auk tveggja kvæða) út á íslensku í Fornaldar sögur Nordrlanda árin 1829–30.

Sú hugmynd að safna saman sögum af norrænum fornköppum átti sér ekki einungis stað meðal skandinavískra útgefenda, heldur einnig íslenskra skrifara og alþýðufræðimanna, enda gömul hefð fyrir því að velja saman sögur af svipuðu tagi og raða saman innan um annars konar texta í sagnahandritum. Svo snemma sem árið 1756 gáfu Íslendingar út Agiætar Fornmanna Søgur. Þótt titillinn nái yfir efni af ólíku tagi, einkum Íslendingasögur, hlýtur hann að mega teljast fyrirmynd að samheiti sagnasafna, þar sem sögur af fornum hetjum eru sóttar í íslensk handrit. Af svipuðum toga er safnrit Rafns og engin ástæða til að líta á þær sögur sem þar voru prentaðar sem endanlegt safn fornaldarsagna, enda hafa síðari tíma útgefendur og fræðimenn sumir hverjir reynt að fækka hinum „eiginlegu“ fornaldarsögum eða bæta nýjum sögum í hópinn.

Í dag eru varðveitt á áttunda hundrað handrita sem fela í sér eina eða fleiri fornaldarsögu (Driscoll 2009: 7) en óhætt er að gera ráð fyrir ennþá fleiri handritum sem hafa glatast í aldanna rás. Vinsælustu sögurnar hafa lengi verið Göngu-Hrólfs saga, Ragnars saga loðbrókar, Völsunga saga og Örvar-Odds saga, en ýmsar fleiri sögur nutu þó mikilla vinsælda í margar aldir. Rannsóknir á sögunum hafa farið vaxandi hina síðustu áratugi og með sífellt nýju sjónarhorni hafa þær orðið viðfangsefni æ fjölbreytilegri rannsókna. Meðal þess sem fræðimenn hafa lagt áherslu á eru þemu á borð við samfélag, lög og kynbundin hlutverk eða aðferðir eins og nýja textafræði, formúlu- og orðræðugreiningu (sjá til dæmis Lassen, Ney og Ármann Jakobsson 2012; sjá enn fremur verkefnið Stories for all time: The Icelandic fornaldarsögur).

Tilvísun:
 1. ^ Titlar Rafns eru 31 að tölu, en að baki fyrirsögninni Frá Fornjóti og hans ættmönnum liggja þó í raun tveir textar, Hversu Noregur byggðist og Fundinn Noregur. Það er því er álitamál hvort textarnir séu 31 eða 32 að tölu.

Heimildir:

 • Driscoll, Matthew James. 2009. A new edition of the fornaldarsögur Norðurlanda: Some basic questions. On editing Old Scandinavian texts: Problems and perspectives. Ritstj. Massimiliano Bampi og Fulvio Ferrari. Trento: Univeresità degli studi di Trento. Bls. 71–84.
 • Fornaldar sögur Nordrlanda eptir gömlum handritum I–III. 1829–30. Útg. C.C. Rafn. Kaupmannahöfn.
 • Lassen, Annette, Agneta Ney og Ármann Jakobsson, ritstj. The Legendary Sagas: Origins and Development. Reykjavík: University of Iceland Press.
 • Quinn, Judy, ritstj. 2006. Interrogating Genre in the fornaldarsögur: Round-Table Discussion. Viking and Medieval Scandinavia 2: 275–96.
 • Torfi H. Tulinius. 1993. Kynjasögur úr fortíð og framandi löndum. Íslensk bókmenntasaga II. Ritstj. Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning. Bls. 165–245.

Myndir:

Spurningu Alexöndru er hér svarað að hluta.

Höfundur

Aðalheiður Guðmundsdóttir

prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda

Útgáfudagur

9.1.2019

Spyrjandi

Alexandra Chernyshova

Tilvísun

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hvað eru fornaldarsögur?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2019, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76885.

Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2019, 9. janúar). Hvað eru fornaldarsögur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76885

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hvað eru fornaldarsögur?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2019. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76885>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru fornaldarsögur?
Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu Norðurlanda, konunga, höfðingja og hetjur. Eitt af því sem einkennir sögurnar er hið norðlæga sögusvið og að sama skapi norrænn sagnaheimur. Í mörgum tilfellum koma söguhetjur fram í fleiri en einni sögu (innra samhengi) og að auki ber þeim víða saman við eldri heimildir á borð við ættartölur og önnur forn sagnarit. Annað sem einkennir fornaldarsögur eru sameiginleg minni (mótíf), innlendur sagnastíll og breiður áheyrendahópur. Fornaldarsögum var flestum hverjum snúið í rímur og með þeim hætti lifðu þær „tvöföldu“ lífi um margra alda skeið og voru vinsælt viðfangsefni skapandi skrifara og skálda.

Málverk af fornaldarsöguhetjunni Örvar-Oddi.

Þótt eiginleg ritun fornaldarsagna hafi að mestu leyti farið fram um tveggja alda skeið, teygir efniviður sagnanna sig langt út fyrir þau mörk – og í báðar áttir, ef við teljum það æskilegt að líta á heildarvarðveislumynd sagnanna í tímalegu samhengi. Í fyrsta lagi ber að nefna tengingu efnisins við ævafornt norrænt og samgermanskt sagnaefni, og í öðru lagi áframhaldandi vinsældir þess í gegnum breytilega strauma og stefnur í íslenskri sagna- og bókmenningu, í þeirri endursköpun sem átti sér stað langt fram eftir öldum í formi nýrra gerða og rímna. Með nýjum uppskriftum litu æ fleiri afbrigði hinna eldri sagna dagsins ljós, auk þess sem nýjar sögur, sem kalla mætti fornaldarsögur síðari tíma, urðu til og nutu vinsælda. Það er því allt annað en auðvelt að ná utan um efnivið fornaldarsagna og skipa völdum sögum á afmarkaðan bekk bókmenntagreinar eða -tegundar; ekki einungis þar sem tímaramminn er í víðara samhengi óræður, heldur geta tegundamörk verið ógreinileg, söguefnið fljótandi og samsetning áheyrendahópsins – viðtakenda sagnanna í gegnum aldirnar – misjöfn.

Tengsl fornaldarsagna við aðrar greinar íslenskra miðaldabókmennta eru flókin og augljóst að sögurnar hafa orðið fyrir áhrifum annarra frásagnarbókmennta, lærðra rita og munnmæla. Að sumu leyti lúta þær, og þó sér í lagi yngri sögurnar, sams konar frásagnarlögmálum og innlendar riddarasögur, enda hefur verið á það bent að heppilegt sé að steypa þessum tveimur greinum sagna undir sama hatt og fella undir það sem kalla mætti íslensku rómönsuna (Torfi H. Tulinius 1993: 218–244). Þótt það sé vissulega ágæt leið til að skilja og undirstrika samhengi íslenskra miðaldabókmennta, getur einnig verið gagnlegt að skoða fornaldarsögur sérstaklega sem vitnisburð um arfgenga, norræna fortíðarsýn. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um tegundamörk fornaldarsagna, og sýnist sitt hverjum (Quinn et al: 2006).

Í leit að hugmynd um „heildarsafn“ fornaldarsagna hafa menn oftast nær litið til danska útgefandans Carls Christians Rafn, sem gaf 31 texta (auk tveggja kvæða) út á íslensku í Fornaldar sögur Nordrlanda árin 1829–30.[1] Þótt ýmsar sagnanna hefðu verið gefnar út áður varð útgáfa Rafns þekktari meðal Íslendinga en útgáfur forvera hans. Ljóst er að hlutverk Rafns hefur fyrst og fremst falist í að safna saman svipuðum sögum og gefa út undir einum hatti, en þrátt fyrir það hafa margir hverjir talið að útgáfa hans marki einhvers konar ramma utan um bókmenntagreinina og sé mælikvarði á þá texta sem megi með réttu kalla fornaldarsögur, að minnsta kosti „fornaldarsögur Norðurlanda“. Það er hins vegar ástæðulaust að eigna Rafn heiðurinn að tilurð bókmenntagreinarinnar, auk þess sem það er vafasamt að tala um fasta stærð í þessu sambandi. Sú tilhneiging að flokka saman sögur af norrænum höfðingjum og köppum fyrir landnám Íslands hafði einfaldlega legið í loftinu og eðlilegt er að setja útgáfu Rafns í samhengi við þá fornmenntastefnu sem setti mjög svo mark sitt á fræðastarf Svía og Dana á 17. öld og fram á þá nítjándu.

Í leit að hugmynd um „heildarsafn“ fornaldarsagna hafa menn oftast nær litið til danska útgefandans Carls Christians Rafn, sem gaf 31 texta (auk tveggja kvæða) út á íslensku í Fornaldar sögur Nordrlanda árin 1829–30.

Sú hugmynd að safna saman sögum af norrænum fornköppum átti sér ekki einungis stað meðal skandinavískra útgefenda, heldur einnig íslenskra skrifara og alþýðufræðimanna, enda gömul hefð fyrir því að velja saman sögur af svipuðu tagi og raða saman innan um annars konar texta í sagnahandritum. Svo snemma sem árið 1756 gáfu Íslendingar út Agiætar Fornmanna Søgur. Þótt titillinn nái yfir efni af ólíku tagi, einkum Íslendingasögur, hlýtur hann að mega teljast fyrirmynd að samheiti sagnasafna, þar sem sögur af fornum hetjum eru sóttar í íslensk handrit. Af svipuðum toga er safnrit Rafns og engin ástæða til að líta á þær sögur sem þar voru prentaðar sem endanlegt safn fornaldarsagna, enda hafa síðari tíma útgefendur og fræðimenn sumir hverjir reynt að fækka hinum „eiginlegu“ fornaldarsögum eða bæta nýjum sögum í hópinn.

Í dag eru varðveitt á áttunda hundrað handrita sem fela í sér eina eða fleiri fornaldarsögu (Driscoll 2009: 7) en óhætt er að gera ráð fyrir ennþá fleiri handritum sem hafa glatast í aldanna rás. Vinsælustu sögurnar hafa lengi verið Göngu-Hrólfs saga, Ragnars saga loðbrókar, Völsunga saga og Örvar-Odds saga, en ýmsar fleiri sögur nutu þó mikilla vinsælda í margar aldir. Rannsóknir á sögunum hafa farið vaxandi hina síðustu áratugi og með sífellt nýju sjónarhorni hafa þær orðið viðfangsefni æ fjölbreytilegri rannsókna. Meðal þess sem fræðimenn hafa lagt áherslu á eru þemu á borð við samfélag, lög og kynbundin hlutverk eða aðferðir eins og nýja textafræði, formúlu- og orðræðugreiningu (sjá til dæmis Lassen, Ney og Ármann Jakobsson 2012; sjá enn fremur verkefnið Stories for all time: The Icelandic fornaldarsögur).

Tilvísun:
 1. ^ Titlar Rafns eru 31 að tölu, en að baki fyrirsögninni Frá Fornjóti og hans ættmönnum liggja þó í raun tveir textar, Hversu Noregur byggðist og Fundinn Noregur. Það er því er álitamál hvort textarnir séu 31 eða 32 að tölu.

Heimildir:

 • Driscoll, Matthew James. 2009. A new edition of the fornaldarsögur Norðurlanda: Some basic questions. On editing Old Scandinavian texts: Problems and perspectives. Ritstj. Massimiliano Bampi og Fulvio Ferrari. Trento: Univeresità degli studi di Trento. Bls. 71–84.
 • Fornaldar sögur Nordrlanda eptir gömlum handritum I–III. 1829–30. Útg. C.C. Rafn. Kaupmannahöfn.
 • Lassen, Annette, Agneta Ney og Ármann Jakobsson, ritstj. The Legendary Sagas: Origins and Development. Reykjavík: University of Iceland Press.
 • Quinn, Judy, ritstj. 2006. Interrogating Genre in the fornaldarsögur: Round-Table Discussion. Viking and Medieval Scandinavia 2: 275–96.
 • Torfi H. Tulinius. 1993. Kynjasögur úr fortíð og framandi löndum. Íslensk bókmenntasaga II. Ritstj. Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning. Bls. 165–245.

Myndir:

Spurningu Alexöndru er hér svarað að hluta.

...