Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Af og til fæ ég sjónvarpsköku að maula og finnst mér hún ósköp góð. En alltaf verður mér hugsað til nafnsins og hvaðan það kemur. Veit einhver hvaðan nafnið sjónvarpskaka kemur?

Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966 og sendi út tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Í Alþýðublaðinu 25. október 1966 birtist eftirfarandi klausa í þættinum Kökur og brauð:

Og af því að nú sitja allir og horfa á sjónvarpið að minnsta kosti tvisvar í viku, er ekki úr vegi að koma hér með uppskrift að sjónvarpsköku, sem er gott að narta í, meðan horft er á sjónvarpið.[1]

Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966. Elsta dæmi um orðið sjónvarpskaka er frá sama ári.

Þetta er elsta dæmið sem ég hef fundið um orðið sjónvarpskaka en nafn höfundar dálksins fann ég ekki. Næstelstu dæmi á Timarit.is eru frá 1994 í auglýsingum og er oftast verið að auglýsa Samsölusjónvarpsköku. Á vefmiðlum má nú finna fjöldann allan af uppskriftum af kökum sem á vefsíðum eru kallaðar sjónvarpskökur.

Tilvísun:
  1. ^ Alþýðublaðið, 25.10.1966 - Timarit.is. (Sótt 4.03.2019).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.3.2019

Spyrjandi

Ragnar Kristinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2019. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76894.

Guðrún Kvaran. (2019, 4. mars). Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76894

Guðrún Kvaran. „Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2019. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76894>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Af og til fæ ég sjónvarpsköku að maula og finnst mér hún ósköp góð. En alltaf verður mér hugsað til nafnsins og hvaðan það kemur. Veit einhver hvaðan nafnið sjónvarpskaka kemur?

Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966 og sendi út tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Í Alþýðublaðinu 25. október 1966 birtist eftirfarandi klausa í þættinum Kökur og brauð:

Og af því að nú sitja allir og horfa á sjónvarpið að minnsta kosti tvisvar í viku, er ekki úr vegi að koma hér með uppskrift að sjónvarpsköku, sem er gott að narta í, meðan horft er á sjónvarpið.[1]

Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966. Elsta dæmi um orðið sjónvarpskaka er frá sama ári.

Þetta er elsta dæmið sem ég hef fundið um orðið sjónvarpskaka en nafn höfundar dálksins fann ég ekki. Næstelstu dæmi á Timarit.is eru frá 1994 í auglýsingum og er oftast verið að auglýsa Samsölusjónvarpsköku. Á vefmiðlum má nú finna fjöldann allan af uppskriftum af kökum sem á vefsíðum eru kallaðar sjónvarpskökur.

Tilvísun:
  1. ^ Alþýðublaðið, 25.10.1966 - Timarit.is. (Sótt 4.03.2019).

Mynd:

...