Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?

Þórólfur Matthíasson

Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem snerta ekki fjárhag hans sjálfs. Í 11. grein laganna er kveðið á um að eiginmaðurinn þurfi ekki samþykki eiginkonu til að ráðstafa sameign þeirra ef þær ráðstafanir rýra ekki eignina.

Samþykki eiginkonu þarf ef eign er afsalað og eins ef ráðstafa á eignum eða eignaskjölum (þar með töldum sparisjóðsbókum) sem bera nafn eiginkonunnar. Einnig er sett hámark um hversu miklar fjárhagslegar skuldbindingar eiginmaður getur undirgengist án samþykkis eiginkonu (hámarkið er 5% af eignum félagsbús árlega).

Giftar konur gátu átt bankabók á eigin nafni fyrir 1900, en þær gátu ekki ráðstafað þeirri eign án atbeina eiginmanns fyrr en 1. júní 1900. Á myndinni sést íslensk fjölskylda í byrjun 20. aldar. Myndin var tekin af dönskum landmælingamönnum.

Í 1. tölublaði 1. árgangs tímaritsins Framsókn sem út kom 8. janúar 1895 er fjallað um frumvarp til laga um fjárráð giftra kvenna. Frumvarpið var lagt fram 1891 og 1895 af Skúla Thoroddsen. Í umfjöllun Framsóknar kemur fram að þá (1895) hafi giftar konur verið með öllu ómyndugar. Í því felst að þær gátu þá því aðeins ráðstafað eignum og eignaskjölum sem báru þeirra nafn fyrir atbeina og tilstilli fjárhaldsmanns síns (eiginmannsins).

Með hliðsjón af þeim heimildum sem hér eru tilgreindar má álykta að giftar konur hafi getað átt bankabók á eigin nafni fyrir 1900, en ekki getað ráðstafað þeirri eign án atbeina eiginmanns fyrr en 1. júní 1900. Eftir þann tíma þarf að tilgreina slíkar takmarkanir á ráðstöfunarrétti eiginkonu á séreign sinni í kaupmála (sbr. 20. gr. l.nr.3/1900).

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2019

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76977.

Þórólfur Matthíasson. (2019, 22. janúar). Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76977

Þórólfur Matthíasson. „Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76977>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem snerta ekki fjárhag hans sjálfs. Í 11. grein laganna er kveðið á um að eiginmaðurinn þurfi ekki samþykki eiginkonu til að ráðstafa sameign þeirra ef þær ráðstafanir rýra ekki eignina.

Samþykki eiginkonu þarf ef eign er afsalað og eins ef ráðstafa á eignum eða eignaskjölum (þar með töldum sparisjóðsbókum) sem bera nafn eiginkonunnar. Einnig er sett hámark um hversu miklar fjárhagslegar skuldbindingar eiginmaður getur undirgengist án samþykkis eiginkonu (hámarkið er 5% af eignum félagsbús árlega).

Giftar konur gátu átt bankabók á eigin nafni fyrir 1900, en þær gátu ekki ráðstafað þeirri eign án atbeina eiginmanns fyrr en 1. júní 1900. Á myndinni sést íslensk fjölskylda í byrjun 20. aldar. Myndin var tekin af dönskum landmælingamönnum.

Í 1. tölublaði 1. árgangs tímaritsins Framsókn sem út kom 8. janúar 1895 er fjallað um frumvarp til laga um fjárráð giftra kvenna. Frumvarpið var lagt fram 1891 og 1895 af Skúla Thoroddsen. Í umfjöllun Framsóknar kemur fram að þá (1895) hafi giftar konur verið með öllu ómyndugar. Í því felst að þær gátu þá því aðeins ráðstafað eignum og eignaskjölum sem báru þeirra nafn fyrir atbeina og tilstilli fjárhaldsmanns síns (eiginmannsins).

Með hliðsjón af þeim heimildum sem hér eru tilgreindar má álykta að giftar konur hafi getað átt bankabók á eigin nafni fyrir 1900, en ekki getað ráðstafað þeirri eign án atbeina eiginmanns fyrr en 1. júní 1900. Eftir þann tíma þarf að tilgreina slíkar takmarkanir á ráðstöfunarrétti eiginkonu á séreign sinni í kaupmála (sbr. 20. gr. l.nr.3/1900).

Frekara lesefni:

Mynd:

...