Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?

FGJ og JGÞ

Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig anker og uxahöfuð.

Metrakerfið var innleitt á Íslandi 1. janúar 1910 en langt fram eftir 20. öld héldu menn þó áfram að nota gömlu lagareiningarnar þótt farið væri að nota lítramál. Lítrinn var þá einfaldlega líka kallaður pottur og fjórðungur úr lítra var peli. Reyndar er það algengt enn í dag og margir tala um pela af rjóma þegar átt við við 250 ml. umbúðir af rjóma. Um þetta og innleiðingu metrakerfisins má lesa meira í fróðlegu svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni Hvenær barst metrakerfið til Íslands?.

Í krem þessarar girnilegu bananatertu fer meðal annars einn peli af rjóma, en peli er gömul mælieining fyrir vökva, um 1/4 úr lítra.

Samkvæmt vef Búnaðarsambands Suðurlands er rétt mál pottsins 0,966 lítrar. Nákvæmt mál pelans er því 241,5 ml.

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

22.1.2019

Síðast uppfært

12.2.2019

Spyrjandi

Óskar Helgi Þorleifsson

Tilvísun

FGJ og JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2019, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76987.

FGJ og JGÞ. (2019, 22. janúar). Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76987

FGJ og JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2019. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76987>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?
Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig anker og uxahöfuð.

Metrakerfið var innleitt á Íslandi 1. janúar 1910 en langt fram eftir 20. öld héldu menn þó áfram að nota gömlu lagareiningarnar þótt farið væri að nota lítramál. Lítrinn var þá einfaldlega líka kallaður pottur og fjórðungur úr lítra var peli. Reyndar er það algengt enn í dag og margir tala um pela af rjóma þegar átt við við 250 ml. umbúðir af rjóma. Um þetta og innleiðingu metrakerfisins má lesa meira í fróðlegu svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni Hvenær barst metrakerfið til Íslands?.

Í krem þessarar girnilegu bananatertu fer meðal annars einn peli af rjóma, en peli er gömul mælieining fyrir vökva, um 1/4 úr lítra.

Samkvæmt vef Búnaðarsambands Suðurlands er rétt mál pottsins 0,966 lítrar. Nákvæmt mál pelans er því 241,5 ml.

Heimildir:

Mynd:

...