Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?

Gunnar H. Kristinsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið?

Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er þessi munur þó lítill, sérstaklega ef mælingamenn kunna vel til verka. Þegar fjöll eru mæld og mælingar bornar saman koma fleiri breytur til. Í fyrsta lagi er ekki alltaf verið að mæla sama punktinn, það er ekki er endilega víst að eldri mælingar hafi verið á hæstu punktum fjalla heldur á punktum sem gott var að mæla. Í öðru lagi þá eru margir af hæstu punktum Íslands snævi þaktir og hefur snjóþekja mikil áhrif á niðurstöðu hæðarmælinga.

Landmælingamaður við störf.

Margir af þeim hæðarpunktum sem verið hafa á kortum landsmanna um árabil eru upprunnir frá landmælingu Dana á Íslandi frá því skömmu eftir 1900. Þessar mælingar eru nokkuð nákvæmar miðað við þeirra tíma tækni, þá sérstaklega þær grunnmælingar sem gerðar voru. Hins vegar er spurning hvort leiðrétt hafi verið fyrir ljósbroti við hæðarákvörðun vegna kortagerðarinnar.

Eyjafjallajökull rís hæst í snævi þöktum hnúk sem nefnist Hámundur og er á suðurbarmi eldfjallsins. Hæð Eyjafjallajökuls var mæld af dönskum mælingamönnum árið 1906 og reyndist hæðin á Hámundi þá vera 1666 m eða 1667 m (misræmi milli kortablaða 58 SV og 59 NV). Í þessum mælingum var sett niður þríhyrningamælistöð nr. 1063 sem er á klöpp um 1600 m vestan Hámundar. Hæð þeirrar stöðvar var mæld 1617 m.

Árið 1990 var gefið út DMA-kort (Defence Mapping Agency) (1812 III) af Eyjafjallajökli og þar er hæðin á Hámundi 1651 metri.

Stuttu eftir eldgosið 2010 fóru fram tvær mælingar á hæð jökulsins. Í annarri þeirra, sem byggðist á loftmyndum frá 16. júlí, mældist hæð Hámundar 1639,6 m. Hin mælingin, sem byggðist á lidar-gögnum (lidar-gögn byggjast á leysimælingum á yfirborði lands og jökla), gaf hæðina 1638,2 m og var hún mæld 10. ágúst. Eftir því sem líða tekur á sumarið lækkar hæð jökulsins vegna bráðnunar þannig að lækkun milli þessara mælinga, sem nam 1,4 m, skýrist líklega að hluta vegna bráðnunar íss og að hluta vegna mæliskekkju.

Eyjafjallajökull, mynd frá 2008.

Hæð Hámundar, og þar með hæsta hluta jökulsins, mun því hafa verið nálægt 1639 m árið 2010. Taka verður tillit til þess að hæð jökulsins sveiflast aðeins á milli ára vegna mismikillar ofankomu og einnig er árstíðabundin sveifla sem orsakast af bráðnun yfir sumarið. Því er varla hægt að segja að Eyjafjallajökull hafi eina fasta hæð eins og um íslaust landsvæði væri að ræða. Þó er margt sem bendir til þess að jökullinn hafi lækkað síðan mælingarnar frá 1906 voru gerðar.

Til samanburðar þá er hæð þríhyrningamælistöðvarinnar sem áður var nefnd 1612,5 m samkvæmt lidar-mælingu frá 2010 og munar því 4,5 m miðið við mælinguna frá 1906.

Ekki liggja fyrir hæðargögn sem sýna fram á lækkun jökulsins í kjölfar eldgossins árið 2010.

Myndir:

Höfundur

Gunnar H. Kristinsson

forstöðumaður sviðs mælinga og landupplýsinga hjá Landmælingum Íslands

Útgáfudagur

3.5.2019

Spyrjandi

Bessi Egilsson

Tilvísun

Gunnar H. Kristinsson. „Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? “ Vísindavefurinn, 3. maí 2019. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77035.

Gunnar H. Kristinsson. (2019, 3. maí). Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77035

Gunnar H. Kristinsson. „Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? “ Vísindavefurinn. 3. maí. 2019. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77035>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið?

Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er þessi munur þó lítill, sérstaklega ef mælingamenn kunna vel til verka. Þegar fjöll eru mæld og mælingar bornar saman koma fleiri breytur til. Í fyrsta lagi er ekki alltaf verið að mæla sama punktinn, það er ekki er endilega víst að eldri mælingar hafi verið á hæstu punktum fjalla heldur á punktum sem gott var að mæla. Í öðru lagi þá eru margir af hæstu punktum Íslands snævi þaktir og hefur snjóþekja mikil áhrif á niðurstöðu hæðarmælinga.

Landmælingamaður við störf.

Margir af þeim hæðarpunktum sem verið hafa á kortum landsmanna um árabil eru upprunnir frá landmælingu Dana á Íslandi frá því skömmu eftir 1900. Þessar mælingar eru nokkuð nákvæmar miðað við þeirra tíma tækni, þá sérstaklega þær grunnmælingar sem gerðar voru. Hins vegar er spurning hvort leiðrétt hafi verið fyrir ljósbroti við hæðarákvörðun vegna kortagerðarinnar.

Eyjafjallajökull rís hæst í snævi þöktum hnúk sem nefnist Hámundur og er á suðurbarmi eldfjallsins. Hæð Eyjafjallajökuls var mæld af dönskum mælingamönnum árið 1906 og reyndist hæðin á Hámundi þá vera 1666 m eða 1667 m (misræmi milli kortablaða 58 SV og 59 NV). Í þessum mælingum var sett niður þríhyrningamælistöð nr. 1063 sem er á klöpp um 1600 m vestan Hámundar. Hæð þeirrar stöðvar var mæld 1617 m.

Árið 1990 var gefið út DMA-kort (Defence Mapping Agency) (1812 III) af Eyjafjallajökli og þar er hæðin á Hámundi 1651 metri.

Stuttu eftir eldgosið 2010 fóru fram tvær mælingar á hæð jökulsins. Í annarri þeirra, sem byggðist á loftmyndum frá 16. júlí, mældist hæð Hámundar 1639,6 m. Hin mælingin, sem byggðist á lidar-gögnum (lidar-gögn byggjast á leysimælingum á yfirborði lands og jökla), gaf hæðina 1638,2 m og var hún mæld 10. ágúst. Eftir því sem líða tekur á sumarið lækkar hæð jökulsins vegna bráðnunar þannig að lækkun milli þessara mælinga, sem nam 1,4 m, skýrist líklega að hluta vegna bráðnunar íss og að hluta vegna mæliskekkju.

Eyjafjallajökull, mynd frá 2008.

Hæð Hámundar, og þar með hæsta hluta jökulsins, mun því hafa verið nálægt 1639 m árið 2010. Taka verður tillit til þess að hæð jökulsins sveiflast aðeins á milli ára vegna mismikillar ofankomu og einnig er árstíðabundin sveifla sem orsakast af bráðnun yfir sumarið. Því er varla hægt að segja að Eyjafjallajökull hafi eina fasta hæð eins og um íslaust landsvæði væri að ræða. Þó er margt sem bendir til þess að jökullinn hafi lækkað síðan mælingarnar frá 1906 voru gerðar.

Til samanburðar þá er hæð þríhyrningamælistöðvarinnar sem áður var nefnd 1612,5 m samkvæmt lidar-mælingu frá 2010 og munar því 4,5 m miðið við mælinguna frá 1906.

Ekki liggja fyrir hæðargögn sem sýna fram á lækkun jökulsins í kjölfar eldgossins árið 2010.

Myndir:

...