Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvert er hæsta fjall Vesturlands?

EDS

Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt.

Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um myndun móbergsfjalla í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur?

Eiríksjökull, sem hér sést í bakgrunni, er hæsta fjall vestan Kjalar.

Eiríksjökull dregur nafn sitt af Eiríki sem segir frá í Hellismannasögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Söguna má til dæmis lesa á vef Netútgáfunnar með því að smella hér.

Í stuttu máli segir sagan frá hópi útlaga sem héldu til í Surtshelli og fóru þaðan í ránsferðir um Borgarfjörð. Bændur voru að vonum lítt ánægðir og söfnuðu liði til þess að ráða niðurlögum útlaganna. Þeir komu að útlögunum sofandi, hirtu af þeim vopnin og lögðu svo til atlögu. Einn útlaganna hét Eiríkur. Við árásina tók hann á rás í átt að jöklinum og fór á handahlaupum. Ekki tókst bændum að handsama flóttamanninn en náðu að særa hann og höggva annan fótinn af við ökklalið. Eiríkur slapp með því að klifra upp hamar í fjallinu sem síðan er við hann kenndur og nefndur Eiríksgnípa en jökullinn Eiríksjökull.

Hægt er að lesa um þessa nafngift og aðra mögulega skýringu á nafninu í svari við spurningunni Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?

Eiríksjökull kallaðist áður Baldjökull og er þá líklega verið að vísa til kúptrar lögunar jökulhettunnar en orðið böllur merkti í fornu máli ‘hnöttur, kúla’. Mögulega á þó heitið Baldjökull við um norðvesturhluta Langjökuls en um þetta er stuttlega fjallað í svari við spurningunni Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.1.2013

Spyrjandi

2.-3. bekkur Auðarskóla

Tilvísun

EDS. „Hvert er hæsta fjall Vesturlands?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64133.

EDS. (2013, 29. janúar). Hvert er hæsta fjall Vesturlands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64133

EDS. „Hvert er hæsta fjall Vesturlands?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64133>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hæsta fjall Vesturlands?
Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt.

Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um myndun móbergsfjalla í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur?

Eiríksjökull, sem hér sést í bakgrunni, er hæsta fjall vestan Kjalar.

Eiríksjökull dregur nafn sitt af Eiríki sem segir frá í Hellismannasögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Söguna má til dæmis lesa á vef Netútgáfunnar með því að smella hér.

Í stuttu máli segir sagan frá hópi útlaga sem héldu til í Surtshelli og fóru þaðan í ránsferðir um Borgarfjörð. Bændur voru að vonum lítt ánægðir og söfnuðu liði til þess að ráða niðurlögum útlaganna. Þeir komu að útlögunum sofandi, hirtu af þeim vopnin og lögðu svo til atlögu. Einn útlaganna hét Eiríkur. Við árásina tók hann á rás í átt að jöklinum og fór á handahlaupum. Ekki tókst bændum að handsama flóttamanninn en náðu að særa hann og höggva annan fótinn af við ökklalið. Eiríkur slapp með því að klifra upp hamar í fjallinu sem síðan er við hann kenndur og nefndur Eiríksgnípa en jökullinn Eiríksjökull.

Hægt er að lesa um þessa nafngift og aðra mögulega skýringu á nafninu í svari við spurningunni Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?

Eiríksjökull kallaðist áður Baldjökull og er þá líklega verið að vísa til kúptrar lögunar jökulhettunnar en orðið böllur merkti í fornu máli ‘hnöttur, kúla’. Mögulega á þó heitið Baldjökull við um norðvesturhluta Langjökuls en um þetta er stuttlega fjallað í svari við spurningunni Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Heimildir og mynd:

...