Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?

EDS

Fjöll eru ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Holland er til umræðu, enda er landið afar láglent og flatt. Í raun er um 25% landsvæðis í Hollandi undir sjávarmáli og um helmingur landsins er undir einum metra yfir sjávarmáli. Landið er þó ekki alveg marflatt, í suður- og austurhluta þess rís land aðeins hærra. Það er þó ekki nema allra syðst í Hollandi sem hægt er að tala um alvöruhæðir og -hóla og jafnvel fjöll á þeirra mælikvarða.

Hæsti punktur Hollands kallast Vaalserberg og er í 322 m hæð yfir sjó. Hæð þessi eða fjall er í Limburg-héraði syðst í landinu. Staðurinn gengur líka undir heitinu "Drielandenpunt" í Hollandi þar sem þrjú lönd koma þar saman, Holland, Þýskaland og Belgía.

Vaalserberg, hæsti staður í Hollandi, 322 m yfir sjávarmáli.

Þess má til gamans geta að Vaalserberg er ekki hæsti staðurinn í Konungsríkinu Hollandi. Í Karíbahafi eru nokkrar eyjur, gamlar nýlendur Hollendinga, sem eru hluti af Konungsríkinu Hollandi. Þar er að finna hæsta punkt ríkisins, eldfjallið Mount Scenery á eyjunni Saba sem er ýmist sagt 862 eða 877 metrar yfir sjávarmáli (misjafnt eftir heimildum). Talið er að síðast hafi gosið í þessu fjalli um eða fyrir árið 1640.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.1.2012

Spyrjandi

Þorsteinn Magnússon, f. 2000

Tilvísun

EDS. „Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2012, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61542.

EDS. (2012, 12. janúar). Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61542

EDS. „Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2012. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61542>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?
Fjöll eru ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Holland er til umræðu, enda er landið afar láglent og flatt. Í raun er um 25% landsvæðis í Hollandi undir sjávarmáli og um helmingur landsins er undir einum metra yfir sjávarmáli. Landið er þó ekki alveg marflatt, í suður- og austurhluta þess rís land aðeins hærra. Það er þó ekki nema allra syðst í Hollandi sem hægt er að tala um alvöruhæðir og -hóla og jafnvel fjöll á þeirra mælikvarða.

Hæsti punktur Hollands kallast Vaalserberg og er í 322 m hæð yfir sjó. Hæð þessi eða fjall er í Limburg-héraði syðst í landinu. Staðurinn gengur líka undir heitinu "Drielandenpunt" í Hollandi þar sem þrjú lönd koma þar saman, Holland, Þýskaland og Belgía.

Vaalserberg, hæsti staður í Hollandi, 322 m yfir sjávarmáli.

Þess má til gamans geta að Vaalserberg er ekki hæsti staðurinn í Konungsríkinu Hollandi. Í Karíbahafi eru nokkrar eyjur, gamlar nýlendur Hollendinga, sem eru hluti af Konungsríkinu Hollandi. Þar er að finna hæsta punkt ríkisins, eldfjallið Mount Scenery á eyjunni Saba sem er ýmist sagt 862 eða 877 metrar yfir sjávarmáli (misjafnt eftir heimildum). Talið er að síðast hafi gosið í þessu fjalli um eða fyrir árið 1640.

Heimildir og mynd:...