Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?

EDS

Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum landsins en hæsta bunga hans, Jökulbunga, rís aðeins 925 m yfir sjávarmál.

JökullHæð (m)
1.Vatnajökull2110
2.Hofsjökull1800
3.Eiríksjökull1675
4. Eyjafjallajökull1666
5.Tungnafellsjökull1520
6.Tindfjallajökull1462
7.Mýrdalsjökull1450
8.Snæfellsjökull1446
9.Langjökull1420
10.Þórisjökull1350
11.Þrándarjökull1248
12.Torfajökull1190
13.Drangajökull925

Snæfellsjökull er hins vegar neðar á listanum þegar flatarmál helstu jökla Íslands er skoðað. Þá lendir hann í 13. sæti enda aðeins um 11 km2 að stærð. Snæfellsjökull var um helmingi stærri að flatarmáli um aldamótin 1900 en hefur minnkað mikið á 20. öldinni sökum hlýnandi veðurfars.

JökullFlatarmál (km2)
1.Vatnajökull8300
2.Langjökull953
3.Hofsjökull925
4. Mýrdalsjökull596
5.Drangajökull160
6.Eyjafjallajökull78
7.Tungnafellsjökull48
8.Þórisjökull32
9.Eiríksjökull22
10.Þrándarjökull22
11.Tindfjallajökull19
12.Torfajökull15
13.Snæfellsjökull11

Eins og fjallað eru um í svari við spurningunni Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum? þekja jöklar um 10% af þurrlendi Íslands. Vatnajökull ber höfuð og herðar yfir aðra jökla og er tæplega þrisvar sinnum stærri en samanlagt flatarmál allra hinna jöklanna sem nefndir eru í töflunni hér að ofan.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um jökla, til dæmis:

Um Snæfellsjökul er til dæmis fjallað í svörunum:

Víða á netinu má finna upplýsingar um Snæfellsjökul, til dæmis á:

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.1.2005

Síðast uppfært

29.4.2019

Spyrjandi

Einar Már, f. 1987

Tilvísun

EDS. „Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2005, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4704.

EDS. (2005, 7. janúar). Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4704

EDS. „Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2005. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4704>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?
Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum landsins en hæsta bunga hans, Jökulbunga, rís aðeins 925 m yfir sjávarmál.

JökullHæð (m)
1.Vatnajökull2110
2.Hofsjökull1800
3.Eiríksjökull1675
4. Eyjafjallajökull1666
5.Tungnafellsjökull1520
6.Tindfjallajökull1462
7.Mýrdalsjökull1450
8.Snæfellsjökull1446
9.Langjökull1420
10.Þórisjökull1350
11.Þrándarjökull1248
12.Torfajökull1190
13.Drangajökull925

Snæfellsjökull er hins vegar neðar á listanum þegar flatarmál helstu jökla Íslands er skoðað. Þá lendir hann í 13. sæti enda aðeins um 11 km2 að stærð. Snæfellsjökull var um helmingi stærri að flatarmáli um aldamótin 1900 en hefur minnkað mikið á 20. öldinni sökum hlýnandi veðurfars.

JökullFlatarmál (km2)
1.Vatnajökull8300
2.Langjökull953
3.Hofsjökull925
4. Mýrdalsjökull596
5.Drangajökull160
6.Eyjafjallajökull78
7.Tungnafellsjökull48
8.Þórisjökull32
9.Eiríksjökull22
10.Þrándarjökull22
11.Tindfjallajökull19
12.Torfajökull15
13.Snæfellsjökull11

Eins og fjallað eru um í svari við spurningunni Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum? þekja jöklar um 10% af þurrlendi Íslands. Vatnajökull ber höfuð og herðar yfir aðra jökla og er tæplega þrisvar sinnum stærri en samanlagt flatarmál allra hinna jöklanna sem nefndir eru í töflunni hér að ofan.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um jökla, til dæmis:

Um Snæfellsjökul er til dæmis fjallað í svörunum:

Víða á netinu má finna upplýsingar um Snæfellsjökul, til dæmis á:

Heimildir:...