Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Gæti rafsegulgeislun frá 5G farsímasendum hugsanlega skaðað lífverur?

Jónína Guðjónsdóttir

5G er ný tækni í þráðlausum samskiptum sem reyndar er ekki fullkomlega búið að skilgreina þegar þetta svar er skrifað. Gengið er út frá því að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort þessi nýja tækni sé hættulegri heilsu manna heldur en fyrri kynslóðir tækni til sömu nota. Hvað varðar rafsegulgeislunina, þá liggur munurinn á 5G og eldri kynslóðum einungis í tíðninni sem notuð er. Áætlað er að 5G farsímasendar muni senda á tíðni allt upp í 26 gígarið (GHz) en núverandi kynslóð farsímasenda notar 0,7-2,6 GHz tíðnisvið.

Áður hefur spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? verið svarað ágætlega af Viðari Guðmundssyni.

Þar er útskýrt hvernig rafsegulbylgjur flytja orkuskammta, en stærð orkuskammtanna er í hlutfalli við tíðni geislunarinnar. Orkuskammtar í rafsegulgeislun sem notuð er til þráðlausra samskipta eru mjög litlir, jafnvel þó tíðnin hækki með tilkomu 5G farsímasenda. Til samanburðar er tíðni útfjólublás ljóss mæld í petariðum (PHz), en eitt petarið er milljón gígarið.

Ekki hefur verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif af geislun rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum. Munurinn á 5G og eldri kynslóðum sömu tækni er eiginlega enginn hvað varðar líffræðileg áhrif.

Áhrif rafsegulgeislunar á lífverur fara einmitt eftir tíðninni og viðmiðunarmörk um mesta leyfilega styrk eru háð tíðni geislunarinnar. Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif af geislun rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum. Munurinn á 5G og eldri kynslóðum sömu tækni er eiginlega enginn hvað varðar líffræðileg áhrif.

Hæg er að lesa meira um rafsegulsvið og farsímageislun á vef Geislavarna ríkisins.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:

Gætu 5G örbylgjur hugsanlega skaðað lífverur?

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

19.2.2019

Spyrjandi

Þórir Jónsson

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Gæti rafsegulgeislun frá 5G farsímasendum hugsanlega skaðað lífverur?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2019. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77060.

Jónína Guðjónsdóttir. (2019, 19. febrúar). Gæti rafsegulgeislun frá 5G farsímasendum hugsanlega skaðað lífverur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77060

Jónína Guðjónsdóttir. „Gæti rafsegulgeislun frá 5G farsímasendum hugsanlega skaðað lífverur?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2019. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77060>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti rafsegulgeislun frá 5G farsímasendum hugsanlega skaðað lífverur?
5G er ný tækni í þráðlausum samskiptum sem reyndar er ekki fullkomlega búið að skilgreina þegar þetta svar er skrifað. Gengið er út frá því að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort þessi nýja tækni sé hættulegri heilsu manna heldur en fyrri kynslóðir tækni til sömu nota. Hvað varðar rafsegulgeislunina, þá liggur munurinn á 5G og eldri kynslóðum einungis í tíðninni sem notuð er. Áætlað er að 5G farsímasendar muni senda á tíðni allt upp í 26 gígarið (GHz) en núverandi kynslóð farsímasenda notar 0,7-2,6 GHz tíðnisvið.

Áður hefur spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? verið svarað ágætlega af Viðari Guðmundssyni.

Þar er útskýrt hvernig rafsegulbylgjur flytja orkuskammta, en stærð orkuskammtanna er í hlutfalli við tíðni geislunarinnar. Orkuskammtar í rafsegulgeislun sem notuð er til þráðlausra samskipta eru mjög litlir, jafnvel þó tíðnin hækki með tilkomu 5G farsímasenda. Til samanburðar er tíðni útfjólublás ljóss mæld í petariðum (PHz), en eitt petarið er milljón gígarið.

Ekki hefur verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif af geislun rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum. Munurinn á 5G og eldri kynslóðum sömu tækni er eiginlega enginn hvað varðar líffræðileg áhrif.

Áhrif rafsegulgeislunar á lífverur fara einmitt eftir tíðninni og viðmiðunarmörk um mesta leyfilega styrk eru háð tíðni geislunarinnar. Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif af geislun rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum. Munurinn á 5G og eldri kynslóðum sömu tækni er eiginlega enginn hvað varðar líffræðileg áhrif.

Hæg er að lesa meira um rafsegulsvið og farsímageislun á vef Geislavarna ríkisins.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:

Gætu 5G örbylgjur hugsanlega skaðað lífverur?

...