Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hér heima starfaði hann við Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hann er nú vísindamaður á eftirlaunum.

Helgi hefur unnið að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, öflun grunngagna um þá með kortlagningu af yfirborði þeirra og landslagi undir þeim, hreyfingu jökla (meðal annars framhlaupum) og afrennsli jökulvatns til einstakra fallvatna. Ennfremur að mælingum á afkomu íslenskra jökla (snjósöfnun og leysingu), og veðurþáttum sem ráða vexti þeirra og rýrnun. Hann hefur kannað jökullón á jarðhitasvæðum undir jöklum og jökulhlaup frá þeim.

Helgi hefur meðal annars unnið að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, öflun grunngagna um þá með kortlagningu af yfirborði þeirra og landslagi undir þeim, hreyfingu jökla (meðal annars framhlaupum) og afrennsli jökulvatns til einstakra fallvatna. Á myndinni sést hann svara spurningum nemenda úr Melaskóla um jökla og loftslagsbreytingar.

Helgi hefur tekið þátt í líkanreikningum við mat á viðbrögðum jökla við loftslagsbreytingum fyrr á tíð og á komandi árum. Auk rannsókna á Íslandi hefur hann unnið á Svalbarða, í Noregi og Svíþjóð og í Himalaja. Hann var um árabil ritstjóri tímaritsins Jökuls og formaður Jöklarannsóknafélags Íslands, og varaformaður Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins. Helga hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar: verðlaun Menningarsjóðs VISA fyrir vísindastörf árið 1999, heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla árið 2002, viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum árið 2003 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008, fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs og loks Ásuverðlaun Vísindafélags Íslendinga 2013. Helgi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir bók sína Jöklar á Íslandi, en það verk var síðar gefið út á ensku af Springer-Atlantis Press, 2017. Í samvinnu við Vísindavefinn skrifaði hann árið 2015 bókina Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni. Skrá yfir vísindagreinar og rit Helga má finna á heimasíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

16.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2019, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77472.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 16. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77472

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2019. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77472>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?
Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hér heima starfaði hann við Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hann er nú vísindamaður á eftirlaunum.

Helgi hefur unnið að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, öflun grunngagna um þá með kortlagningu af yfirborði þeirra og landslagi undir þeim, hreyfingu jökla (meðal annars framhlaupum) og afrennsli jökulvatns til einstakra fallvatna. Ennfremur að mælingum á afkomu íslenskra jökla (snjósöfnun og leysingu), og veðurþáttum sem ráða vexti þeirra og rýrnun. Hann hefur kannað jökullón á jarðhitasvæðum undir jöklum og jökulhlaup frá þeim.

Helgi hefur meðal annars unnið að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, öflun grunngagna um þá með kortlagningu af yfirborði þeirra og landslagi undir þeim, hreyfingu jökla (meðal annars framhlaupum) og afrennsli jökulvatns til einstakra fallvatna. Á myndinni sést hann svara spurningum nemenda úr Melaskóla um jökla og loftslagsbreytingar.

Helgi hefur tekið þátt í líkanreikningum við mat á viðbrögðum jökla við loftslagsbreytingum fyrr á tíð og á komandi árum. Auk rannsókna á Íslandi hefur hann unnið á Svalbarða, í Noregi og Svíþjóð og í Himalaja. Hann var um árabil ritstjóri tímaritsins Jökuls og formaður Jöklarannsóknafélags Íslands, og varaformaður Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins. Helga hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar: verðlaun Menningarsjóðs VISA fyrir vísindastörf árið 1999, heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla árið 2002, viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum árið 2003 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008, fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs og loks Ásuverðlaun Vísindafélags Íslendinga 2013. Helgi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir bók sína Jöklar á Íslandi, en það verk var síðar gefið út á ensku af Springer-Atlantis Press, 2017. Í samvinnu við Vísindavefinn skrifaði hann árið 2015 bókina Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni. Skrá yfir vísindagreinar og rit Helga má finna á heimasíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Mynd:...