Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?

Helgi Björnsson

Hitastig andrúmslofts má lesa tugþúsundir ára aftur í tímann með efnamælingum í jökulís frá borkjörnum úr jöklunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu.

Súrefni í ísnum sýnir hitastigið í lofti þegar vatnsgufan þéttist og varð að snjó. Í náttúrunni er örlítill hluti súrefnisatóma þyngri en öll önnur súrefnisatóm. Þegar vatnsgufa þéttist fer fjöldi þessara þungu atóma í vatninu eftir hitastigi. Því kaldara sem loftið er þegar vatnið myndast, þeim mun færri þung súrefnisatóm eru í því. Hlutfall þungra atóma af heildinni í vatni er því hitamælir sem skráir bæði snöggar og langvarandi loftslagsbreytingar. Á veturna fellur súrefnisléttari úrkoma en á sumrin og það sama á við um kuldaskeið og hlýskeið.

Ískjarnar úr jöklum geyma loftslagssögu.

Sams konar mælingar á súrefni í kalkskeljum sjávardýra í setlögum á sjávarbotni sýna hitastigið þegar skeljarnar mynduðust. Þegar dýrin dóu féllu skeljarnar niður á sjávarbotn, grófust í leðju og geyma þar loftslagssöguna. Í loftbólum í jökulís má einnig sjá samsetningu andrúmslofts þegar snjór varð að jökulís og lokaði loft inni í bólum. Þess vegna vitum við að áður fyrr var styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti miklu minni en nú er.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

9.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2018, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72445.

Helgi Björnsson. (2018, 9. janúar). Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72445

Helgi Björnsson. „Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2018. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72445>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?
Hitastig andrúmslofts má lesa tugþúsundir ára aftur í tímann með efnamælingum í jökulís frá borkjörnum úr jöklunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu.

Súrefni í ísnum sýnir hitastigið í lofti þegar vatnsgufan þéttist og varð að snjó. Í náttúrunni er örlítill hluti súrefnisatóma þyngri en öll önnur súrefnisatóm. Þegar vatnsgufa þéttist fer fjöldi þessara þungu atóma í vatninu eftir hitastigi. Því kaldara sem loftið er þegar vatnið myndast, þeim mun færri þung súrefnisatóm eru í því. Hlutfall þungra atóma af heildinni í vatni er því hitamælir sem skráir bæði snöggar og langvarandi loftslagsbreytingar. Á veturna fellur súrefnisléttari úrkoma en á sumrin og það sama á við um kuldaskeið og hlýskeið.

Ískjarnar úr jöklum geyma loftslagssögu.

Sams konar mælingar á súrefni í kalkskeljum sjávardýra í setlögum á sjávarbotni sýna hitastigið þegar skeljarnar mynduðust. Þegar dýrin dóu féllu skeljarnar niður á sjávarbotn, grófust í leðju og geyma þar loftslagssöguna. Í loftbólum í jökulís má einnig sjá samsetningu andrúmslofts þegar snjór varð að jökulís og lokaði loft inni í bólum. Þess vegna vitum við að áður fyrr var styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti miklu minni en nú er.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda....