Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi.

Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. Samsætur í ískjörnunum gefa upplýsingar um hitastig fyrri tíma, auk margs annars sem gagnast til að draga upp mynd af fornumhverfi jarðarinnar og samsetningu veðrahvolfsins fyrr á tíð.

Ískjarnasamsæturnar úr Grænlandsjökli gefa til kynna að rétt fyrir eiginlegt landnám Íslands hafi ríkt hér kuldaskeið. Það fer saman við frásagnir fornrita af komu Hrafna-Flóka til landsins, sem gaf því nafnið Ísland vegna kaldrar vetursetu. Um það leyti sem landnámslagið myndaðist 877±1, hafði staðan hins vegar breyst og hér heppnaðist landnám. Líklegt er að batnandi veðurfar hafi þar haft sitt að segja.

Þetta sést vel á myndinni sem hér fylgir á eftir, en hún sýnir hita á norðurhveli frá upphafi Íslandsbyggðar langt fram eftir 20. öld. Hitinn fer vaxandi um það leyti sem landnám hefst á Íslandi og uppsveiflan helst fram til miðrar 11. aldar. Á myndinni sést einnig að sextánda öldin var sú kaldasta frá landnámi en skömmu fyrir aldamótin 1700 tók aftur að hlýna. Greinilegt er að 20. öldin er sú hlýjasta frá landnámi og fátt bendir til annars en að hlýnun á þeirri 21. verði enn meiri. Skýringin á því tengist auknum gróðurhúsaáhrifum sem hægt er að lesa um í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum.

Hiti á norðurhveli frá upphafi Íslandsbyggðar, áætlaður með svonefndri fjölvitnagreiningu. Myndin er fengin úr grein Trausta Jónssonar á vef Veðurstofu Íslands.

Við landnám var norðurhvelshiti svipaður og um aldamótin 1900. Síðan þá hefur hitastig haldið áfram að hækka meira og einnig mun hraðar en frá þeim tíma sem liðinn er frá upphafi byggðar á Íslandi. Þannig er ljóst að hiti hér á landi er nú nokkuð hærri en við upphaf landnáms.

Enn fremur er vert að hafa í huga hversu örar breytingar á hitasigi eru nú. Frá landnámi liðu um 170 ár þangað til hitastigið náði hámarki um 1150 en aðeins liðu um 50 ár frá upphafi 20. aldar þangað til sama hækkun hafði náðst. Þetta sést vel á seinni myndinni sem sýnir 7-árakeðjur ársmeðaltalhita í Stykkishólmi á 19. og 20. öld og jafnframt fyrstu tvo áratugi 21. aldar.

Ársmeðalhiti í Stykkishólmi. Bláu súlurnar sýna hitafar á 19. öld, rauða línan á þeirri 20. og sú græna hita fyrstu 20 ára 21. aldar. Frá byrjun 19. aldar hefur hlýnað um 1,7 stig í Stykkishólmi. Myndin er fengin af bloggsíðu Trausta Jónssonar.

Frekara lesefni og myndir:

Höfundur þakkar Trausta Jónssyni veðurfræðingi fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar við gerð svarsins.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.9.2023

Síðast uppfært

19.12.2023

Spyrjandi

Brynjólfur Páll Schram

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?“ Vísindavefurinn, 29. september 2023, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85560.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 29. september). Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85560

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2023. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85560>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi.

Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. Samsætur í ískjörnunum gefa upplýsingar um hitastig fyrri tíma, auk margs annars sem gagnast til að draga upp mynd af fornumhverfi jarðarinnar og samsetningu veðrahvolfsins fyrr á tíð.

Ískjarnasamsæturnar úr Grænlandsjökli gefa til kynna að rétt fyrir eiginlegt landnám Íslands hafi ríkt hér kuldaskeið. Það fer saman við frásagnir fornrita af komu Hrafna-Flóka til landsins, sem gaf því nafnið Ísland vegna kaldrar vetursetu. Um það leyti sem landnámslagið myndaðist 877±1, hafði staðan hins vegar breyst og hér heppnaðist landnám. Líklegt er að batnandi veðurfar hafi þar haft sitt að segja.

Þetta sést vel á myndinni sem hér fylgir á eftir, en hún sýnir hita á norðurhveli frá upphafi Íslandsbyggðar langt fram eftir 20. öld. Hitinn fer vaxandi um það leyti sem landnám hefst á Íslandi og uppsveiflan helst fram til miðrar 11. aldar. Á myndinni sést einnig að sextánda öldin var sú kaldasta frá landnámi en skömmu fyrir aldamótin 1700 tók aftur að hlýna. Greinilegt er að 20. öldin er sú hlýjasta frá landnámi og fátt bendir til annars en að hlýnun á þeirri 21. verði enn meiri. Skýringin á því tengist auknum gróðurhúsaáhrifum sem hægt er að lesa um í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum.

Hiti á norðurhveli frá upphafi Íslandsbyggðar, áætlaður með svonefndri fjölvitnagreiningu. Myndin er fengin úr grein Trausta Jónssonar á vef Veðurstofu Íslands.

Við landnám var norðurhvelshiti svipaður og um aldamótin 1900. Síðan þá hefur hitastig haldið áfram að hækka meira og einnig mun hraðar en frá þeim tíma sem liðinn er frá upphafi byggðar á Íslandi. Þannig er ljóst að hiti hér á landi er nú nokkuð hærri en við upphaf landnáms.

Enn fremur er vert að hafa í huga hversu örar breytingar á hitasigi eru nú. Frá landnámi liðu um 170 ár þangað til hitastigið náði hámarki um 1150 en aðeins liðu um 50 ár frá upphafi 20. aldar þangað til sama hækkun hafði náðst. Þetta sést vel á seinni myndinni sem sýnir 7-árakeðjur ársmeðaltalhita í Stykkishólmi á 19. og 20. öld og jafnframt fyrstu tvo áratugi 21. aldar.

Ársmeðalhiti í Stykkishólmi. Bláu súlurnar sýna hitafar á 19. öld, rauða línan á þeirri 20. og sú græna hita fyrstu 20 ára 21. aldar. Frá byrjun 19. aldar hefur hlýnað um 1,7 stig í Stykkishólmi. Myndin er fengin af bloggsíðu Trausta Jónssonar.

Frekara lesefni og myndir:

Höfundur þakkar Trausta Jónssyni veðurfræðingi fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar við gerð svarsins....