Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?

Kristín Ingvarsdóttir

Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði frá upphafi 17. aldar til miðrar 19. aldar. Á þessum tíma voru allar ferðir til og frá landinu undir ströngu eftirliti. Japanir máttu ekki ferðast til annarra landa nema með sérstöku leyfi og Hollendingar fengu einir Vesturlandabúa að stunda viðskipti í Japan og það í gegnum eina tiltekna verslunarhöfn í Suður-Japan. Fáir útlendingar höfðu því tækifæri til að heimsækja Japan og þeir sem áttu þess kost fengu einungis takmarkaða sýn á landið.

Þess ber einnig að geta að Ísland og Japan komu seint inn á svið alþjóðastjórnmála og -samskipta, þótt ástæðurnar séu ólíkar. Íslendingar eignuðust ekki sjálfstæða utanríkisþjónustu fyrr en árið 1940 og höfðu takmarkað bolmagn til að reka utanríkisþjónustu framan af. Japan hóf ekki að gera samninga um opinber samskipti við vestræn ríki fyrr en eftir að sakoku-tímabilinu lauk um miðja nítjándu öld og voru samningarnir undirritaðir með semingi undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum og síðar öðrum stórveldum þess tíma. Þegar Japanir settu sér það markmið að ná Vesturlöndum í tækni- og herstyrk skiptu stjórnvöld aftur á móti um stefnu og hófu að byggja upp tengsl við erlend ríki. Enginn grundvöllur var þó fyrir opinberum samskiptum Íslands og Japans fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld og er fjallað um upphaf þeirra í svari við spurningunni Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist? Tengslin framan af voru því fyrst og fremst í gegnum einstaklinga, sem komu til Íslands eða Japans af ólíkum ástæðum á fyrri hluta 20. aldar og það vill til happs að sumir þeirra gerðu reynslu sinni afar góð skil.

Hið svonefnda sakoku-tímabil í Japan spannar fyrri hluta 17. aldar til miðrar 19. aldar. Á þeim tíma var landið að miklu leyti lokað fyrir umheiminum. Myndin sýnir japanskt heimskort frá 1848 en á þeim tíma er landið að opnast.

Fyrsti Íslendingurinn sem vitað er fyrir víst að hafi heimsótt Japan er Steingrímur Matthíasson læknir, en hann hafði skamma viðdvöl í Suður-Japan árið 1904. Steingrímur, sem var sonur þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, hafði nýlokið námi í læknisfræði í Kaupmannahöfn og dreymdi um að ferðast til Asíu. Hann réði sig sem skipslæknir til danska Austur-Asíufélagsins (Det Østasisatiske Kompagni) og ferðaðist til nokkurra landa í Asíu, meðal annars Japans. Steingrímur skrifaði reglulega ferðapistla og sendi heim meðan á ferðalaginu stóð en ferðasagan kom einnig út í bókarformi árið 1939 undir titlinum Frá Kína og Japan. Steingrímur dvaldi ekki nema einn sólarhring í Japan, en hann var áhugasamur um allt sem fyrir augu bar og lýsti upplifun sinni í ferðapistlunum. Steingrímur ferðaðist um Austur-Asíu rétt áður en stríðið milli Rússa og Japana braust út (varði 1904-1905) og upplifði því spennuhlaðið andrúmsloft og jafnvel ótta um að skip hans, Kronprins Valdemar, yrði kyrrsett eða skotið niður af Japönum.

Íslendingar fengu betri tækifæri til að kynnast japönsku samfélagi á komandi áratugum, sér í lagi í gegnum trúboða og kirkjunnar menn sem dvöldust í Japan og víðar í Austur-Asíu. Vestur-Íslendingurinn Séra Steingrímur Octavíus Thorláksson bjó í Japan ásamt eiginkonu sinni, Carolínu Kristínu Thomas á árunum 1916-1941 þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki í trúboðsstarfi á vegum lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Octavíus dvaldist víða í Japan og hjónin eignuðust og ólu börn sín upp í Japan þannig að þau fengu óvenju djúpa innsýn í japanskt samfélag, sem þau miðluðu af meðal annars þegar þau heimsóttu Ísland árið 1931. Íslenski rithöfundurinn og jesúítinn Jón Sveinsson, eða Nonni, dvaldist við Sophia-háskólann í Tókýó á árunum 1937-1938 og vakti heimsókn hans mikla athygli í Japan. Jón var vinsæll fyrirlesari í japönskum skólum, greinar eftir hann birtust í þekktustu dagblöðum Japans og nokkrar af bókum hans komu út á japönsku. Jón skrifaði einnig bók um dvöl sína, Nonni í Japan, sem kom út á íslensku árið 1956. Óhætt er að fullyrða að Jón sé einn af þeim Íslendingum sem þekktastur hefur orðið í Japan. Trúboðinn Ólafur Ólafsson er oftast kenndur við Kína, en hann heimsótti Japan einnig tvívegis (1921 og 1927) og skrifaði í báðum tilfellum ferðapistla um reynslu sína.

Rithöfundurinn Jón Sveinsson, betur þekktur sem Nonni, ásamt forseta Sophia-háskólans og japönskum vinum.

Fáar íslenskar heimildir eru til um ferðir Japana til Íslands, en árið 1938 birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Fyrsti Japani á Íslandi“. Um var að ræða þýðingu á blaðagrein úr japönsku dagblaði þar sem japanski skátaforinginn Seiichiro Furuda segir frá heimsókn sinni til Íslands. Furuda hafði að eigin sögn kynnst Jóni Sveinssyni í Japan, sem hafði hvatt hann mjög til Íslandsferðar. Aðrar heimildir benda til að Fukuda sé mögulega ekki fyrsti Japaninn sem kom til landsins.

Samkvæmt opinberum útflutningstölum Hagstofunnar hófst útflutningur til Japans árið 1923 með sölu á fiskafurðum (síldarlýsi og síldarmjöli), en útflutningurinn stóð stutt og ekki er ljóst hver stóð fyrir viðskiptunum. Innflutningur beint frá Japan hófst árið 1930, og var Jóhann Ólafsson kaupmaður þar í fararbroddi. Jóhann fór tvær ferðir til Japans árin 1931 og 1933. Innflutningurinn var fjölbreyttur, allt frá strigaskóm til fágæts postulíns. Jóhann lét einnig framleiða sérstök Íslands-stell í Japan sem voru handmáluð með myndum af meðal annars Þingvöllum og Kötlu.

Umfjöllun um meðal annars handmáluðu sparistellin sem Jóhann Ólafsson lét framleiða í Japan á fjórða áratug síðustu aldar.

Vegna stríðsreksturs Japans í Asíu, sem síðar þróaðist út í allsherjarstríð við Bandaríkin eftir árásina á Pearl Harbor 1941, lögðust þessi fyrstu tengsl við Japan af. Séra Octavíus flutti til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína skömmu fyrir árásina á Pearl Harbor og innflutningur Jóhanns Ólafssonar frá Japan lagðist einnig af um svipað leyti. Ný tengsl mynduðust eftir seinni heimsstyrjöld og er fjallað sérstaklega um þau í svari við spurningunni Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?

Tengsl ríkja geta verið margvísleg en hér er fyrst og fremst horft til samskipta og reynslu einstaklinga. Fjallað er um tengsl landanna á breiðari grundvelli í greininni „Frá Sóleyjum: Upphaf samskipta Íslendinga og Japana 1904-1942“ sem birtist í Skírni (Kristín Ingvarsdóttir, 2017a). Nánar er fjallað um myndun stjórnmálasambands landanna í greininni „Samskipti Íslands og Japans eftir síðari heimsstyrjöld: Stjórnmálasamband í 60 ár“, sem birtist í Skírni sama ár (Kristín Ingvarsdóttir, 2017b).

Heimildir:
 • Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon og Hallgrímur Snorrason (ritstjórar). 1997. Hagskinna: sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands.
 • Gunnar F. Guðmundsson. 2012. Pater Jón Sveinsson: Nonni. Reykjavík: Opna.
 • Hjalti Einarsson, Ólafur Hannibalsson, Jón Hjaltason og Gísli Jónsson. 1996. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í 50 ár. Reykjavík: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
 • Jansen, Marius B. 2000. The Making of Modern Japan. Cambridge, Mass.: Belknap Press of Harvard University Press.
 • Jón Sveinsson. 1971. Ferð Nonna umhverfis Jörðina, Síðari hluti: Nonni í Japan. Freysteinn Gunnarsson þýddi. [2. útg.]. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
 • Kristín Ingvarsdóttir. 2017a. „„Frá Sóleyjum“: Upphaf samskipta Íslendinga og Japana 1904–1942.“ Skírnir 191 (1): 80–114.
 • Kristín Ingvarsdóttir. 2017b. „Samskipti Íslands og Japans eftir síðari heimsstyrjöld: Stjórnmálasamband í 60 ár.“ Skírnir 191 (2): 501-544.
 • Pétur J. Thorsteinsson. 1992. Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál: sögulegt yfirlit. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
 • Steingrímur Matthíasson. 1939. Frá Japan og Kína. Akureyri: Edda.
 • Þórarinn Björnsson, ritstj. 1989. Lifandi steinar: afmælisrit gefið út í tilefni sextíu ára afmælis Sambands íslenskra kristniboðsfélaga 27. september. Reykjavík: Samband íslenskra kristniboðsfélaga.

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Góðan daginn, ég er núna að vinna að ritgerð um tengsl Íslands og Japans og hef reynt að finna mögulegar upplýsingar á netinu um það hver elstu tengslin eru milli þessara tveggja landa. Það sem ég hef bara séð hingað til eru tengsl þegar Ísland var orðið sjálfstætt ríki eða tengsl þegar Ísland var undir Danmörku. Er mögulegt að það hafi verið einhver tengsl fyrir þann tíma, þ.e.a.s. frá landnámi og að 19. öld? Ég hefði getað sent inn venjulega spurningu á Vísindavefnum en ég var ekki viss hversu lengi ég myndi fá svar þar sem ég á að skila þessu fyrir næsta miðvikudag. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar þá væri það frábært.

Höfundur

Kristín Ingvarsdóttir

lektor í japönskum fræðum

Útgáfudagur

22.10.2019

Spyrjandi

Garðar Friðrik Harðarson

Tilvísun

Kristín Ingvarsdóttir. „Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?“ Vísindavefurinn, 22. október 2019. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77562.

Kristín Ingvarsdóttir. (2019, 22. október). Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77562

Kristín Ingvarsdóttir. „Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2019. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77562>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?
Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði frá upphafi 17. aldar til miðrar 19. aldar. Á þessum tíma voru allar ferðir til og frá landinu undir ströngu eftirliti. Japanir máttu ekki ferðast til annarra landa nema með sérstöku leyfi og Hollendingar fengu einir Vesturlandabúa að stunda viðskipti í Japan og það í gegnum eina tiltekna verslunarhöfn í Suður-Japan. Fáir útlendingar höfðu því tækifæri til að heimsækja Japan og þeir sem áttu þess kost fengu einungis takmarkaða sýn á landið.

Þess ber einnig að geta að Ísland og Japan komu seint inn á svið alþjóðastjórnmála og -samskipta, þótt ástæðurnar séu ólíkar. Íslendingar eignuðust ekki sjálfstæða utanríkisþjónustu fyrr en árið 1940 og höfðu takmarkað bolmagn til að reka utanríkisþjónustu framan af. Japan hóf ekki að gera samninga um opinber samskipti við vestræn ríki fyrr en eftir að sakoku-tímabilinu lauk um miðja nítjándu öld og voru samningarnir undirritaðir með semingi undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum og síðar öðrum stórveldum þess tíma. Þegar Japanir settu sér það markmið að ná Vesturlöndum í tækni- og herstyrk skiptu stjórnvöld aftur á móti um stefnu og hófu að byggja upp tengsl við erlend ríki. Enginn grundvöllur var þó fyrir opinberum samskiptum Íslands og Japans fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld og er fjallað um upphaf þeirra í svari við spurningunni Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist? Tengslin framan af voru því fyrst og fremst í gegnum einstaklinga, sem komu til Íslands eða Japans af ólíkum ástæðum á fyrri hluta 20. aldar og það vill til happs að sumir þeirra gerðu reynslu sinni afar góð skil.

Hið svonefnda sakoku-tímabil í Japan spannar fyrri hluta 17. aldar til miðrar 19. aldar. Á þeim tíma var landið að miklu leyti lokað fyrir umheiminum. Myndin sýnir japanskt heimskort frá 1848 en á þeim tíma er landið að opnast.

Fyrsti Íslendingurinn sem vitað er fyrir víst að hafi heimsótt Japan er Steingrímur Matthíasson læknir, en hann hafði skamma viðdvöl í Suður-Japan árið 1904. Steingrímur, sem var sonur þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, hafði nýlokið námi í læknisfræði í Kaupmannahöfn og dreymdi um að ferðast til Asíu. Hann réði sig sem skipslæknir til danska Austur-Asíufélagsins (Det Østasisatiske Kompagni) og ferðaðist til nokkurra landa í Asíu, meðal annars Japans. Steingrímur skrifaði reglulega ferðapistla og sendi heim meðan á ferðalaginu stóð en ferðasagan kom einnig út í bókarformi árið 1939 undir titlinum Frá Kína og Japan. Steingrímur dvaldi ekki nema einn sólarhring í Japan, en hann var áhugasamur um allt sem fyrir augu bar og lýsti upplifun sinni í ferðapistlunum. Steingrímur ferðaðist um Austur-Asíu rétt áður en stríðið milli Rússa og Japana braust út (varði 1904-1905) og upplifði því spennuhlaðið andrúmsloft og jafnvel ótta um að skip hans, Kronprins Valdemar, yrði kyrrsett eða skotið niður af Japönum.

Íslendingar fengu betri tækifæri til að kynnast japönsku samfélagi á komandi áratugum, sér í lagi í gegnum trúboða og kirkjunnar menn sem dvöldust í Japan og víðar í Austur-Asíu. Vestur-Íslendingurinn Séra Steingrímur Octavíus Thorláksson bjó í Japan ásamt eiginkonu sinni, Carolínu Kristínu Thomas á árunum 1916-1941 þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki í trúboðsstarfi á vegum lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Octavíus dvaldist víða í Japan og hjónin eignuðust og ólu börn sín upp í Japan þannig að þau fengu óvenju djúpa innsýn í japanskt samfélag, sem þau miðluðu af meðal annars þegar þau heimsóttu Ísland árið 1931. Íslenski rithöfundurinn og jesúítinn Jón Sveinsson, eða Nonni, dvaldist við Sophia-háskólann í Tókýó á árunum 1937-1938 og vakti heimsókn hans mikla athygli í Japan. Jón var vinsæll fyrirlesari í japönskum skólum, greinar eftir hann birtust í þekktustu dagblöðum Japans og nokkrar af bókum hans komu út á japönsku. Jón skrifaði einnig bók um dvöl sína, Nonni í Japan, sem kom út á íslensku árið 1956. Óhætt er að fullyrða að Jón sé einn af þeim Íslendingum sem þekktastur hefur orðið í Japan. Trúboðinn Ólafur Ólafsson er oftast kenndur við Kína, en hann heimsótti Japan einnig tvívegis (1921 og 1927) og skrifaði í báðum tilfellum ferðapistla um reynslu sína.

Rithöfundurinn Jón Sveinsson, betur þekktur sem Nonni, ásamt forseta Sophia-háskólans og japönskum vinum.

Fáar íslenskar heimildir eru til um ferðir Japana til Íslands, en árið 1938 birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Fyrsti Japani á Íslandi“. Um var að ræða þýðingu á blaðagrein úr japönsku dagblaði þar sem japanski skátaforinginn Seiichiro Furuda segir frá heimsókn sinni til Íslands. Furuda hafði að eigin sögn kynnst Jóni Sveinssyni í Japan, sem hafði hvatt hann mjög til Íslandsferðar. Aðrar heimildir benda til að Fukuda sé mögulega ekki fyrsti Japaninn sem kom til landsins.

Samkvæmt opinberum útflutningstölum Hagstofunnar hófst útflutningur til Japans árið 1923 með sölu á fiskafurðum (síldarlýsi og síldarmjöli), en útflutningurinn stóð stutt og ekki er ljóst hver stóð fyrir viðskiptunum. Innflutningur beint frá Japan hófst árið 1930, og var Jóhann Ólafsson kaupmaður þar í fararbroddi. Jóhann fór tvær ferðir til Japans árin 1931 og 1933. Innflutningurinn var fjölbreyttur, allt frá strigaskóm til fágæts postulíns. Jóhann lét einnig framleiða sérstök Íslands-stell í Japan sem voru handmáluð með myndum af meðal annars Þingvöllum og Kötlu.

Umfjöllun um meðal annars handmáluðu sparistellin sem Jóhann Ólafsson lét framleiða í Japan á fjórða áratug síðustu aldar.

Vegna stríðsreksturs Japans í Asíu, sem síðar þróaðist út í allsherjarstríð við Bandaríkin eftir árásina á Pearl Harbor 1941, lögðust þessi fyrstu tengsl við Japan af. Séra Octavíus flutti til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína skömmu fyrir árásina á Pearl Harbor og innflutningur Jóhanns Ólafssonar frá Japan lagðist einnig af um svipað leyti. Ný tengsl mynduðust eftir seinni heimsstyrjöld og er fjallað sérstaklega um þau í svari við spurningunni Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?

Tengsl ríkja geta verið margvísleg en hér er fyrst og fremst horft til samskipta og reynslu einstaklinga. Fjallað er um tengsl landanna á breiðari grundvelli í greininni „Frá Sóleyjum: Upphaf samskipta Íslendinga og Japana 1904-1942“ sem birtist í Skírni (Kristín Ingvarsdóttir, 2017a). Nánar er fjallað um myndun stjórnmálasambands landanna í greininni „Samskipti Íslands og Japans eftir síðari heimsstyrjöld: Stjórnmálasamband í 60 ár“, sem birtist í Skírni sama ár (Kristín Ingvarsdóttir, 2017b).

Heimildir:
 • Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon og Hallgrímur Snorrason (ritstjórar). 1997. Hagskinna: sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands.
 • Gunnar F. Guðmundsson. 2012. Pater Jón Sveinsson: Nonni. Reykjavík: Opna.
 • Hjalti Einarsson, Ólafur Hannibalsson, Jón Hjaltason og Gísli Jónsson. 1996. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í 50 ár. Reykjavík: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
 • Jansen, Marius B. 2000. The Making of Modern Japan. Cambridge, Mass.: Belknap Press of Harvard University Press.
 • Jón Sveinsson. 1971. Ferð Nonna umhverfis Jörðina, Síðari hluti: Nonni í Japan. Freysteinn Gunnarsson þýddi. [2. útg.]. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
 • Kristín Ingvarsdóttir. 2017a. „„Frá Sóleyjum“: Upphaf samskipta Íslendinga og Japana 1904–1942.“ Skírnir 191 (1): 80–114.
 • Kristín Ingvarsdóttir. 2017b. „Samskipti Íslands og Japans eftir síðari heimsstyrjöld: Stjórnmálasamband í 60 ár.“ Skírnir 191 (2): 501-544.
 • Pétur J. Thorsteinsson. 1992. Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál: sögulegt yfirlit. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
 • Steingrímur Matthíasson. 1939. Frá Japan og Kína. Akureyri: Edda.
 • Þórarinn Björnsson, ritstj. 1989. Lifandi steinar: afmælisrit gefið út í tilefni sextíu ára afmælis Sambands íslenskra kristniboðsfélaga 27. september. Reykjavík: Samband íslenskra kristniboðsfélaga.

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Góðan daginn, ég er núna að vinna að ritgerð um tengsl Íslands og Japans og hef reynt að finna mögulegar upplýsingar á netinu um það hver elstu tengslin eru milli þessara tveggja landa. Það sem ég hef bara séð hingað til eru tengsl þegar Ísland var orðið sjálfstætt ríki eða tengsl þegar Ísland var undir Danmörku. Er mögulegt að það hafi verið einhver tengsl fyrir þann tíma, þ.e.a.s. frá landnámi og að 19. öld? Ég hefði getað sent inn venjulega spurningu á Vísindavefnum en ég var ekki viss hversu lengi ég myndi fá svar þar sem ég á að skila þessu fyrir næsta miðvikudag. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar þá væri það frábært.

...