Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp orðið lýðveldi?

Jóhannes B. Sigtryggsson

1944
Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu.

„átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)
„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226)

Aðeins eldra orð yfir ríki sem aðhyllast slíkt stjórnarfar er lýðstjórnarríki. Elsta dæmið um það er í Nýjum félagsritum 1841 en allmörg dæmi eru um það í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans fram á byrjun 20. aldar.

Orðið lýður merkir ‚fólk, alþýða‘. Myndin sýnir fólk á gangi í Austurstræti 1924 eða 1925.

Orðið lýður merkir ‚fólk, alþýða‘ og kemur fyrir í allmörgum samsetningum að fornu, til að mynda orðunum lýðskylda ‚þegnskylda‘ og lýðmaðr. Frá 19. og 20. öld kemur það fyrir í samsettum orðum eins og lýðfrelsi, lýðháskóli, lýðhollur, lýðréttindi og lýðræði.

Síðari liðurinn -veldi (skylt vald) er algengur í ýmsum orðum um stjórnarfar, til að mynda einveldi, höfðingjaveldi og skyldum orðum eins og feðraveldi.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Ný félagsrit gefin út af nokkrum Íslendingum. 1841–1873.
  • Páll Melsteð. 1866. Miðaldarsaga. Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Skoðað 19.06.2019).

Mynd:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

1.7.2019

Spyrjandi

Dýrleif

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hver fann upp orðið lýðveldi?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2019, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77633.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2019, 1. júlí). Hver fann upp orðið lýðveldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77633

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hver fann upp orðið lýðveldi?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2019. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77633>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp orðið lýðveldi?
Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu.

„átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)
„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226)

Aðeins eldra orð yfir ríki sem aðhyllast slíkt stjórnarfar er lýðstjórnarríki. Elsta dæmið um það er í Nýjum félagsritum 1841 en allmörg dæmi eru um það í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans fram á byrjun 20. aldar.

Orðið lýður merkir ‚fólk, alþýða‘. Myndin sýnir fólk á gangi í Austurstræti 1924 eða 1925.

Orðið lýður merkir ‚fólk, alþýða‘ og kemur fyrir í allmörgum samsetningum að fornu, til að mynda orðunum lýðskylda ‚þegnskylda‘ og lýðmaðr. Frá 19. og 20. öld kemur það fyrir í samsettum orðum eins og lýðfrelsi, lýðháskóli, lýðhollur, lýðréttindi og lýðræði.

Síðari liðurinn -veldi (skylt vald) er algengur í ýmsum orðum um stjórnarfar, til að mynda einveldi, höfðingjaveldi og skyldum orðum eins og feðraveldi.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Ný félagsrit gefin út af nokkrum Íslendingum. 1841–1873.
  • Páll Melsteð. 1866. Miðaldarsaga. Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Skoðað 19.06.2019).

Mynd:

...