Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Eru hornsíli æt? Ef svo, eru einhverjar þekktar eldunaraðferðir eða uppskriftir? Sent inn fyrir eina 8 ára.

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) eru sjálfsagt vel æt en eru þó fullsmá til þess að við getum flakað þau og nýtt vöðva þeirra líkt og gert er með ýsu, þorsk eða aðra stærri fiska. Eins eru hornsíli miklu minni en sardínur, sem eru í raun margar fisktegundir, og oft grillaðar eða steiktar heilar. Á hornsílum er því miklu minna hold en á sardínum.

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus).

Hornsíli eru smáir fiskar, venjulega frá 4 til 8 cm á lengd en einstaka fiskar geta orðið rúmlega 10 cm langir. Þau eru því líklega lítt spennandi valkostur fyrir matreiðslumenn að spreyta sig á nema kannski í hakkbollur. Fíngerð beinin gætu þó mögulega angrað þá sem prófa þann rétt.

Við gerð þessa svars tókst ekki að finna neinar upplýsingar um að hornsíli hafi verið nýtt til matar og engar uppskriftir af hornsílaréttum. Það er ekki skrýtið, sérstaklega hér á landi þar sem úr nægu öðru fiskmeti er að velja.

Ástæða þess að við borðum ekki hornsíli er líklega smæð þeirra frekar en að þau séu óæt.

Þess ber að geta að þrátt fyrir að við mannfólkið borðum ekki hornsíli þá eru þau mjög mikilvæg fæða fyrir aðra fiska og fugla.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.9.2019

Spyrjandi

Kári Gunnar Stefánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir?“ Vísindavefurinn, 9. september 2019, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77925.

Jón Már Halldórsson. (2019, 9. september). Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77925

Jón Már Halldórsson. „Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2019. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77925>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Eru hornsíli æt? Ef svo, eru einhverjar þekktar eldunaraðferðir eða uppskriftir? Sent inn fyrir eina 8 ára.

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) eru sjálfsagt vel æt en eru þó fullsmá til þess að við getum flakað þau og nýtt vöðva þeirra líkt og gert er með ýsu, þorsk eða aðra stærri fiska. Eins eru hornsíli miklu minni en sardínur, sem eru í raun margar fisktegundir, og oft grillaðar eða steiktar heilar. Á hornsílum er því miklu minna hold en á sardínum.

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus).

Hornsíli eru smáir fiskar, venjulega frá 4 til 8 cm á lengd en einstaka fiskar geta orðið rúmlega 10 cm langir. Þau eru því líklega lítt spennandi valkostur fyrir matreiðslumenn að spreyta sig á nema kannski í hakkbollur. Fíngerð beinin gætu þó mögulega angrað þá sem prófa þann rétt.

Við gerð þessa svars tókst ekki að finna neinar upplýsingar um að hornsíli hafi verið nýtt til matar og engar uppskriftir af hornsílaréttum. Það er ekki skrýtið, sérstaklega hér á landi þar sem úr nægu öðru fiskmeti er að velja.

Ástæða þess að við borðum ekki hornsíli er líklega smæð þeirra frekar en að þau séu óæt.

Þess ber að geta að þrátt fyrir að við mannfólkið borðum ekki hornsíli þá eru þau mjög mikilvæg fæða fyrir aðra fiska og fugla.

Myndir:

...