Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?

Þröstur Eysteinsson

Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þurrt kviknar auðveldlega í og eldur breiðist út. Ef hvasst er breiðist hann hratt út og erfitt eða vonlaust er að ráða við eldinn. Þegar gróðureldar magnast skapa þeir sinn eiginn vind, glóðir feykjast og kveikja nýja elda, stundum í talsverðri fjarlægð. Eldarnir í Ástralíu eru núna að viðhalda sjálfum sér og breiðast út með þessu móti.

Gróðureldar eru vel þekkt fyrirbæri í Ástralíu en umfang þeirra 2019-2020 er meira en áður hefur sést.

Fjarrænar ástæður fyrir þessum miklu eldum eru þær að nú eru óvenju langvarandi þurrkar í Ástralíu og því er allur gróður þurr og eldfimur. Ekki nóg með það heldur er þurrkasvæðið óvenju víðáttumikið og nær um alla álfuna. Miklir og langvarandi þurrkar eru meðal þeirra atriða sem loftslagsspár gera ráð fyrir að séu fylgifiskar hnattrænnar hlýnunar og því tengja margir ástandið í Ástralíu nú við loftslagsbreytingar.

Við þetta má svo bæta að trjátegundirnar sem eru mest áberandi í skógum í suðurhluta Ástralíu og hafa verið kölluð tröllatré á íslensku (Eucalyptus), eru með lauf með miklu innihaldi lífrænnar olíu. Hún ver trén fyrir þurrki en er líka eldfim og því fuðra trjákrónurnar upp þegar eldur kemst í þær. Það gerir illt verra þegar eldurinn kemst í skóglendi.

Lauf í svonefndum tröllatrjám, sem eru mest áberandi trén í skógum í suðurhluta Ástralíu, innihalda mikla lífræna olíu. Það gerir trén eldfim.

Á heildina litið eru þetta hugsanlega mestu gróðureldar sem um getur. Hins vegar er erfitt að bera þetta saman því oftast er rætt um einstaka elda sem ná yfir mjög stór samfelld svæði. Í Ástralíu núna er ekki um stærri samfelld svæði að ræða en dæmi eru um annars staðar en það eru eldar á mjög mörgum svæðum í einu sem gerir ástandið eins alvarlegt og raun ber vitni.

Mynd:

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

14.1.2020

Síðast uppfært

30.1.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2020, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78487.

Þröstur Eysteinsson. (2020, 14. janúar). Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78487

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2020. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?
Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þurrt kviknar auðveldlega í og eldur breiðist út. Ef hvasst er breiðist hann hratt út og erfitt eða vonlaust er að ráða við eldinn. Þegar gróðureldar magnast skapa þeir sinn eiginn vind, glóðir feykjast og kveikja nýja elda, stundum í talsverðri fjarlægð. Eldarnir í Ástralíu eru núna að viðhalda sjálfum sér og breiðast út með þessu móti.

Gróðureldar eru vel þekkt fyrirbæri í Ástralíu en umfang þeirra 2019-2020 er meira en áður hefur sést.

Fjarrænar ástæður fyrir þessum miklu eldum eru þær að nú eru óvenju langvarandi þurrkar í Ástralíu og því er allur gróður þurr og eldfimur. Ekki nóg með það heldur er þurrkasvæðið óvenju víðáttumikið og nær um alla álfuna. Miklir og langvarandi þurrkar eru meðal þeirra atriða sem loftslagsspár gera ráð fyrir að séu fylgifiskar hnattrænnar hlýnunar og því tengja margir ástandið í Ástralíu nú við loftslagsbreytingar.

Við þetta má svo bæta að trjátegundirnar sem eru mest áberandi í skógum í suðurhluta Ástralíu og hafa verið kölluð tröllatré á íslensku (Eucalyptus), eru með lauf með miklu innihaldi lífrænnar olíu. Hún ver trén fyrir þurrki en er líka eldfim og því fuðra trjákrónurnar upp þegar eldur kemst í þær. Það gerir illt verra þegar eldurinn kemst í skóglendi.

Lauf í svonefndum tröllatrjám, sem eru mest áberandi trén í skógum í suðurhluta Ástralíu, innihalda mikla lífræna olíu. Það gerir trén eldfim.

Á heildina litið eru þetta hugsanlega mestu gróðureldar sem um getur. Hins vegar er erfitt að bera þetta saman því oftast er rætt um einstaka elda sem ná yfir mjög stór samfelld svæði. Í Ástralíu núna er ekki um stærri samfelld svæði að ræða en dæmi eru um annars staðar en það eru eldar á mjög mörgum svæðum í einu sem gerir ástandið eins alvarlegt og raun ber vitni.

Mynd:...