Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stjarnvísindafélag Íslands og fleiri félög halda fund þann 27. jan. 2020 kl. 16:45. Fundurinn fer fram í Háskóla Íslands, VR2, stofu 158 og þar mun Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, halda erindi um Stjörnu-Odda.
Í erindinu verður sagt frá nýjustu rannsóknum Þorsteins og annarra á verkum Stjörnu-Odda sem var uppi í Þingeyjarsýslu á fyrri hluta 12. aldar. Við hann er kennd Odda tala sem fjallar um sólargang í þremur köflum.
Raktar verða hugmyndir fyrri fræðimanna um uppruna hennar og hún borin saman við evrópsk miðaldarit sem Oddi hefði getað byggt á. Þá verður rætt um notagildi Odda tölu, bæði í ýmsum daglegum störfum manna og ekki síst í úthafssiglingum. Í þeirri umræðu verður bæði vísað í Vínlandssögur og Konungs skuggsjá.
Miðað við ýmiss fyrri rit um Odda tölu er hér dregið úr áherslunni á að hún byggist á norrænum mælingum eða athugunum en engu að síður lýsa hugmyndir hennar sjálfstæði og glöggskyggni, og um leið hefur notagildi verið haft í huga við framsetningu hennar.
Ritstjórn Vísindavefsins. „Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda.“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2020, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78545.