Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?

Páll Einarsson, Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með.

Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundvallarsjónarmið. Annað byggir á tölfræði, það er að hægt sé að segja eitthvað um framtíðina með því að skoða dreifingu atburða í fortíðinni. Vandamálið er að dreifingin gildir fyrir stórt safn atburða, næsti atburður er bara einn. Um einn atburð gildir engin tölfræði. Þetta á sérstaklega við um eldgos. Reynslan sýnir að fortíðin er í þeirra tilfelli sérlega erfið til forsagnar um framtíðina. Þess vegna eru margir frekar á þeirri skoðun að mælingar og eftirlit sé heppilegri leið til að segja fyrir um hegðun eldfjalls. Þá er reynt að finna út með mælingum í hvaða ástandi eldstöðin sé og beita síðan eðlisfræði eða efnafræði til að gera spá um þróun kerfisins.[1]

Svartsengis- og Reykjaneskerfi. Gosreinar, hraun og sprungur.

Reynt hefur verið að reikna út líkur á því hvenær næst muni gjósa á Reykjanesskaga. Fyrstu tilraun af því tagi gerðu Wood og fleiri.[2] Rannsókn þeirra er gölluð fyrir þá sök að þar voru tekin með gos í Brennisteinsfjöllum á 14. öld, en síðast gaus á skaganum í Reykjaneseldum 1210-1240. Töldu þeir 5-10% líkur á að goshrina hæfist innan 100 ára. Önnur tilraun var gerð fyrir fáum árum, en þá hafði haldbetri þekking safnast um tímasetningu gosa.[3] Þar var reiknað út frá gosskeiðum síðustu 3500 ára. Niðurstaðan var sú að 4-7% líkur væru á að næsta gosskeið hæfist innan 50 ára. Á sama hátt töldust líkur á nýju gosskeiði innan 200 ára 17-26%. Báðar þessar tilraunar eru marklitlar í ljósi nýrrar vitneskju um upphaf síðasta gosskeiðs. Nú er vitað að það hófst fyrir rúmum 1200 árum og þá um líkt leyti í tveimur eldstöðvarkerfum skagans.

Nauðsynlegt er að þekkja gossöguna lengra aftur í tímann til að fá betra mat á gosvá. Afla þarf frekari gagna um þau gosskeið sem nú eru þekkt, og jafnframt um þau eldri sem lítið er vitað um. Aldursákvarðanir með geislakoli (C-14) á Reykjanesskaga eru tiltölulega fáar enn sem komið er, en þær hafa reynst afar mikilvægar fyrir tímasetningu hrauna. Hvað snertir framtíðarrannsóknir er brýnt að fjölga C-14 aldursgreiningum til muna og jafnframt endurtaka sumar hinna sem áður voru gerðar.

Tilvísanir:
  1. ^ Hægt er að leika sér að því að heimfæra þetta upp á veðurspár. Það er ekki sérlega góð veðurspá sem byggir á tölfræði um veður á liðnum árum. Veðurspámenn leggja þess vegna áherslu á góðar mælingar og reiknilíkön til að sjá inn í framtíðina.
  2. ^ R. M. Wood, R. S. Steedman og I.L. Nuñez, 1992. The impact of seismic and volcanic hazards on the Reykjanes Peninsula, Iceland. International conference on preparedness and mitigation for natural disasters 2. Ráðstefnurit. Verkfræðingafélag Íslands, Reykjavík, 199-208.
  3. ^ Guðmundur Guðmundsson, 2006. Viðauki: Tölfræðilegt mat á líkum á gosi á Reykjanesskaga með Hengilssvæði. Varðar líkur á hraunrennsli og öskufalli milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur (Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson). ÍSOR-06006. Íslenskar orkurannsóknir, Reykjavík.


Fyrri hluti þessa svars, það er textinn sem er fyrir ofan myndina og fyrsta neðanmálsgreinin, er eftir Pál Einarsson. Síðari hlutinn er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti.

Langri spurningu Flóka er hér svarað að hluta.

Höfundar

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Kristján Sæmundsson

jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun

Útgáfudagur

29.1.2020

Spyrjandi

Flóki Haraldsson

Tilvísun

Páll Einarsson, Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2020. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=78560.

Páll Einarsson, Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. (2020, 29. janúar). Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78560

Páll Einarsson, Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2020. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með.

Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundvallarsjónarmið. Annað byggir á tölfræði, það er að hægt sé að segja eitthvað um framtíðina með því að skoða dreifingu atburða í fortíðinni. Vandamálið er að dreifingin gildir fyrir stórt safn atburða, næsti atburður er bara einn. Um einn atburð gildir engin tölfræði. Þetta á sérstaklega við um eldgos. Reynslan sýnir að fortíðin er í þeirra tilfelli sérlega erfið til forsagnar um framtíðina. Þess vegna eru margir frekar á þeirri skoðun að mælingar og eftirlit sé heppilegri leið til að segja fyrir um hegðun eldfjalls. Þá er reynt að finna út með mælingum í hvaða ástandi eldstöðin sé og beita síðan eðlisfræði eða efnafræði til að gera spá um þróun kerfisins.[1]

Svartsengis- og Reykjaneskerfi. Gosreinar, hraun og sprungur.

Reynt hefur verið að reikna út líkur á því hvenær næst muni gjósa á Reykjanesskaga. Fyrstu tilraun af því tagi gerðu Wood og fleiri.[2] Rannsókn þeirra er gölluð fyrir þá sök að þar voru tekin með gos í Brennisteinsfjöllum á 14. öld, en síðast gaus á skaganum í Reykjaneseldum 1210-1240. Töldu þeir 5-10% líkur á að goshrina hæfist innan 100 ára. Önnur tilraun var gerð fyrir fáum árum, en þá hafði haldbetri þekking safnast um tímasetningu gosa.[3] Þar var reiknað út frá gosskeiðum síðustu 3500 ára. Niðurstaðan var sú að 4-7% líkur væru á að næsta gosskeið hæfist innan 50 ára. Á sama hátt töldust líkur á nýju gosskeiði innan 200 ára 17-26%. Báðar þessar tilraunar eru marklitlar í ljósi nýrrar vitneskju um upphaf síðasta gosskeiðs. Nú er vitað að það hófst fyrir rúmum 1200 árum og þá um líkt leyti í tveimur eldstöðvarkerfum skagans.

Nauðsynlegt er að þekkja gossöguna lengra aftur í tímann til að fá betra mat á gosvá. Afla þarf frekari gagna um þau gosskeið sem nú eru þekkt, og jafnframt um þau eldri sem lítið er vitað um. Aldursákvarðanir með geislakoli (C-14) á Reykjanesskaga eru tiltölulega fáar enn sem komið er, en þær hafa reynst afar mikilvægar fyrir tímasetningu hrauna. Hvað snertir framtíðarrannsóknir er brýnt að fjölga C-14 aldursgreiningum til muna og jafnframt endurtaka sumar hinna sem áður voru gerðar.

Tilvísanir:
  1. ^ Hægt er að leika sér að því að heimfæra þetta upp á veðurspár. Það er ekki sérlega góð veðurspá sem byggir á tölfræði um veður á liðnum árum. Veðurspámenn leggja þess vegna áherslu á góðar mælingar og reiknilíkön til að sjá inn í framtíðina.
  2. ^ R. M. Wood, R. S. Steedman og I.L. Nuñez, 1992. The impact of seismic and volcanic hazards on the Reykjanes Peninsula, Iceland. International conference on preparedness and mitigation for natural disasters 2. Ráðstefnurit. Verkfræðingafélag Íslands, Reykjavík, 199-208.
  3. ^ Guðmundur Guðmundsson, 2006. Viðauki: Tölfræðilegt mat á líkum á gosi á Reykjanesskaga með Hengilssvæði. Varðar líkur á hraunrennsli og öskufalli milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur (Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson). ÍSOR-06006. Íslenskar orkurannsóknir, Reykjavík.


Fyrri hluti þessa svars, það er textinn sem er fyrir ofan myndina og fyrsta neðanmálsgreinin, er eftir Pál Einarsson. Síðari hlutinn er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti.

Langri spurningu Flóka er hér svarað að hluta....