Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má gefa garðfuglum steiktan lauk?

Jón Már Halldórsson

Nokkrar tegundir matvæla hafa mjög óæskileg áhrif á heilsu fugla. Það á meðal annars við um lauk og skiptir þá litlu máli hvort hann er hrár eða steiktur. Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi. Í lauk eru brennisteinssambönd sem valda því að rauð blóðkorn springa þegar efnasamböndin berast í æðakerfið. Þetta veldur blóðleysi í fuglunum og lífshættulegu ástandi sem getur dregið þá til dauða.

Auk þess geta brennisteinssamböndin valdið ertingu í fuglskjaftinum, vélinda eða fóarni og enn fremur leitt til blöðrumyndunar og annarra óþæginda. Það er nokkuð algengt að góðhjartað fólk beri út ýmis konar fæði fyrir fugla í þéttbýli, meðal annars steiktan lauk sem sáldrað er á jörðina. En því miður, eins og þessi umfjöllun leiðir í ljós, er verið að gera fuglunum ljótan grikk með steikta lauknum, þótt þeir séu afar sólgnir í hann.

Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi.

Ýmsar aðrar fæðutegundir eru einnig mjög óæskilegar fyrir fugla, svo sem súkkulaði, eplafræ, sveppir og lárpera (avókadó). Þá má einnig nefna að í leiðbeiningum frá samtökum dýralækna í Bandaríkjunum er alls ekki mælt með því að gefa fuglum áfengi! En vonandi dettur engum slíkt í hug.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.2.2020

Spyrjandi

Helga Guðjónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Má gefa garðfuglum steiktan lauk?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2020, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78663.

Jón Már Halldórsson. (2020, 27. febrúar). Má gefa garðfuglum steiktan lauk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78663

Jón Már Halldórsson. „Má gefa garðfuglum steiktan lauk?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2020. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78663>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má gefa garðfuglum steiktan lauk?
Nokkrar tegundir matvæla hafa mjög óæskileg áhrif á heilsu fugla. Það á meðal annars við um lauk og skiptir þá litlu máli hvort hann er hrár eða steiktur. Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi. Í lauk eru brennisteinssambönd sem valda því að rauð blóðkorn springa þegar efnasamböndin berast í æðakerfið. Þetta veldur blóðleysi í fuglunum og lífshættulegu ástandi sem getur dregið þá til dauða.

Auk þess geta brennisteinssamböndin valdið ertingu í fuglskjaftinum, vélinda eða fóarni og enn fremur leitt til blöðrumyndunar og annarra óþæginda. Það er nokkuð algengt að góðhjartað fólk beri út ýmis konar fæði fyrir fugla í þéttbýli, meðal annars steiktan lauk sem sáldrað er á jörðina. En því miður, eins og þessi umfjöllun leiðir í ljós, er verið að gera fuglunum ljótan grikk með steikta lauknum, þótt þeir séu afar sólgnir í hann.

Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi.

Ýmsar aðrar fæðutegundir eru einnig mjög óæskilegar fyrir fugla, svo sem súkkulaði, eplafræ, sveppir og lárpera (avókadó). Þá má einnig nefna að í leiðbeiningum frá samtökum dýralækna í Bandaríkjunum er alls ekki mælt með því að gefa fuglum áfengi! En vonandi dettur engum slíkt í hug.

Heimild:

Mynd:...