Kolefnissspor:
Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum koldíoxíðígilda (tonn CO2-íg).Sótspor:
Stundum notað í sömu merkingu og kolefnisspor. Orðið er villandi og gefur ranga mynd af viðfanginu, þar sem sót hefur lítil og að mestu leyti aðeins óbein tengsl við losun gróðurhúsalofttegunda.Vistspor:
Áhrif einstaklings, vöru eða samfélags á umhverfið, venjulega gefin upp í fjölda hektara á landi og láði sem þarf til að útvega þær náttúruauðlindir sem viðkomandi neytir og til að taka við þeim úrgangi sem fellur til við neysluna.- Reduce Your Carbon Footprint : 7 Instant Ways - CO2 Living. (Sótt 26.2.2020).