Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?

Stefán Gíslason

Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar.

Kolefnissspor:

Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum koldíoxíðígilda (tonn CO2-íg).

Sótspor:

Stundum notað í sömu merkingu og kolefnisspor. Orðið er villandi og gefur ranga mynd af viðfanginu, þar sem sót hefur lítil og að mestu leyti aðeins óbein tengsl við losun gróðurhúsalofttegunda.

Vistspor:

Áhrif einstaklings, vöru eða samfélags á umhverfið, venjulega gefin upp í fjölda hektara á landi og láði sem þarf til að útvega þær náttúruauðlindir sem viðkomandi neytir og til að taka við þeim úrgangi sem fellur til við neysluna.

Kolefnisspor einstaklings er sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna ferðalaga, matarvenja, orkunotkunar heimilis og annarrar neyslu á vörum og þjónustu.

Til að draga þetta saman þá eru hugtökin kolefnisspor og sótspor að öllum líkindum samheiti, en það síðarnefnda er nánast ónothæft vegna þess hversu illa það lýsir viðfanginu. Vistspor er hins vegar víðara hugtak, þar sem stærð þess ræðst ekki aðeins af losun gróðurhúsalofttegunda, heldur einnig af öðrum þáttum sem tengjast neyslu. Hins vegar er líklegt að talsverð fylgni sé á milli hugtakanna, þar sem meiri neyslu fylgir jafnan stærra kolefnisspor.

Mynd:

Guðmunda og Arna Björg spurðu sérstaklega um viststpor.

Höfundur

Stefán Gíslason

umhverfisstjórnunarfræðingur MSc

Útgáfudagur

4.3.2020

Spyrjandi

Guðmunda S. Werner, Arna Björg Arnarsdóttir

Tilvísun

Stefán Gíslason. „Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2020. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78768.

Stefán Gíslason. (2020, 4. mars). Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78768

Stefán Gíslason. „Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2020. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78768>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?
Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar.

Kolefnissspor:

Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum koldíoxíðígilda (tonn CO2-íg).

Sótspor:

Stundum notað í sömu merkingu og kolefnisspor. Orðið er villandi og gefur ranga mynd af viðfanginu, þar sem sót hefur lítil og að mestu leyti aðeins óbein tengsl við losun gróðurhúsalofttegunda.

Vistspor:

Áhrif einstaklings, vöru eða samfélags á umhverfið, venjulega gefin upp í fjölda hektara á landi og láði sem þarf til að útvega þær náttúruauðlindir sem viðkomandi neytir og til að taka við þeim úrgangi sem fellur til við neysluna.

Kolefnisspor einstaklings er sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna ferðalaga, matarvenja, orkunotkunar heimilis og annarrar neyslu á vörum og þjónustu.

Til að draga þetta saman þá eru hugtökin kolefnisspor og sótspor að öllum líkindum samheiti, en það síðarnefnda er nánast ónothæft vegna þess hversu illa það lýsir viðfanginu. Vistspor er hins vegar víðara hugtak, þar sem stærð þess ræðst ekki aðeins af losun gróðurhúsalofttegunda, heldur einnig af öðrum þáttum sem tengjast neyslu. Hins vegar er líklegt að talsverð fylgni sé á milli hugtakanna, þar sem meiri neyslu fylgir jafnan stærra kolefnisspor.

Mynd:

Guðmunda og Arna Björg spurðu sérstaklega um viststpor....