Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er vitað hvort ónæmisbælandi meðferð auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?

Magnús Jóhannsson

Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er fyrri hluta spurningarinnar svarað:

Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?

Ónæmisbælandi meðferð getur aukið hættu á ýmis konar sýkingum og það er mögulegt að slík meðferð auki hættu á alvarlegri COVID-19-sýkingu en sú hætta er að líkindum lítil. Einnig er vert að hafa í huga að slíkri meðferð er beitt í baráttu við alvarlega sjúkdóma sem í sjálfu sér geta sett sjúklinginn í áhættuhóp varðandi COVID-19. Það getur því verið spurning hvort sé hættulegra í þessu samhengi sjúkdómurinn eða meðferðin.

Lituð rafeindasmásjármynd af T-frumu sem gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfinu.

Ef dregið er úr ónæmisbælandi meðferð má búast við því að sjúkdómurinn versni sem setur sjúklinginn í aukna hættu. Mikilvægt er að sjúklingar sem eru á ónæmisbælandi meðferð hætti ekki eða dragi úr slíkri meðferð nema í samráði við lækninn sem stýrir meðferðinni.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.3.2020

Spyrjandi

Daði Guðbjörnsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Er vitað hvort ónæmisbælandi meðferð auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2020. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79073.

Magnús Jóhannsson. (2020, 30. mars). Er vitað hvort ónæmisbælandi meðferð auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79073

Magnús Jóhannsson. „Er vitað hvort ónæmisbælandi meðferð auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2020. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79073>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvort ónæmisbælandi meðferð auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er fyrri hluta spurningarinnar svarað:

Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?

Ónæmisbælandi meðferð getur aukið hættu á ýmis konar sýkingum og það er mögulegt að slík meðferð auki hættu á alvarlegri COVID-19-sýkingu en sú hætta er að líkindum lítil. Einnig er vert að hafa í huga að slíkri meðferð er beitt í baráttu við alvarlega sjúkdóma sem í sjálfu sér geta sett sjúklinginn í áhættuhóp varðandi COVID-19. Það getur því verið spurning hvort sé hættulegra í þessu samhengi sjúkdómurinn eða meðferðin.

Lituð rafeindasmásjármynd af T-frumu sem gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfinu.

Ef dregið er úr ónæmisbælandi meðferð má búast við því að sjúkdómurinn versni sem setur sjúklinginn í aukna hættu. Mikilvægt er að sjúklingar sem eru á ónæmisbælandi meðferð hætti ekki eða dragi úr slíkri meðferð nema í samráði við lækninn sem stýrir meðferðinni.

Mynd:...