Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Ólafur S. Andrésson

COVID-19 borði í flokk

Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tveimur mánuðum og mögulega til allrar heimsbyggðarinnar, 8 milljarða manna, á rúmlega 3 mánuðum – svo framarlega sem það er mikill og óheftur samgangur, sem er sjaldnast.

Óheftur heimsfaraldur COVID-19 næði til allrar heimsbyggðarinnar á rúmum 3 mánuðum.

Hvaða áhrif hafa samkomubönn og tveggja metra reglan?

Ef samkomubann eða aðrar umgengnistakmarkanir leiða til að sýktir einstaklingar hitta enga aðra þá sýkja þeir heldur enga aðra og faraldurinn líður fljótt undir lok. Í reynd er varla hægt að koma algjörlega í veg fyrir samgang, og þess þarf heldur ekki. Aðalatriði er að sýktir einstaklingar umgangist svo fáa náið, að þeir smiti sem fæsta. Ef þeir sem sýkjast eru að meðaltali færri en þeir sem eru sýktir (R=smittala <1), þá fækkar sýktum. Því lægri sem smittalan R er, því hraðar fækkar sýktum og faraldurinn deyr fljótt út (á nokkrum mánuðum).

Frekara lesefni:

Mynd:

Fyrri hluta spurningar sem Andri Þór sendi Vísindavefnum er hér svarað.

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Sigurði Erni Stefánssyni, prófessor í stærðfræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Ólafur S. Andrésson

prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

7.4.2020

Spyrjandi

Andri Þór

Tilvísun

Ólafur S. Andrésson. „Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2020, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79165.

Ólafur S. Andrésson. (2020, 7. apríl). Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79165

Ólafur S. Andrésson. „Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2020. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79165>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tveimur mánuðum og mögulega til allrar heimsbyggðarinnar, 8 milljarða manna, á rúmlega 3 mánuðum – svo framarlega sem það er mikill og óheftur samgangur, sem er sjaldnast.

Óheftur heimsfaraldur COVID-19 næði til allrar heimsbyggðarinnar á rúmum 3 mánuðum.

Hvaða áhrif hafa samkomubönn og tveggja metra reglan?

Ef samkomubann eða aðrar umgengnistakmarkanir leiða til að sýktir einstaklingar hitta enga aðra þá sýkja þeir heldur enga aðra og faraldurinn líður fljótt undir lok. Í reynd er varla hægt að koma algjörlega í veg fyrir samgang, og þess þarf heldur ekki. Aðalatriði er að sýktir einstaklingar umgangist svo fáa náið, að þeir smiti sem fæsta. Ef þeir sem sýkjast eru að meðaltali færri en þeir sem eru sýktir (R=smittala <1), þá fækkar sýktum. Því lægri sem smittalan R er, því hraðar fækkar sýktum og faraldurinn deyr fljótt út (á nokkrum mánuðum).

Frekara lesefni:

Mynd:

Fyrri hluta spurningar sem Andri Þór sendi Vísindavefnum er hér svarað.

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Sigurði Erni Stefánssyni, prófessor í stærðfræði við HÍ, fyrir yfirlestur....