Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?

Ólafur S. Andrésson

COVID-19 borði í flokk
Grímur koma einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þær eru þá hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum. Þetta eru sérstakar sóttvarnargrímur með gatastærð um 0,3 míkrómetra, sem hleypa ekki í gegn örsmáum ögnum svo sem veirum. Þetta eru dýrar grímur og af skornum skammti.

Í öðru lagi eru einfaldar grímur, geta jafnvel bara verið trefill eða annað klæði, sem gegna fyrst og fremst þeim tilgangi að hremma dropa sem myndast við hóst og hnerra. Talið er að SARS-CoV-2 veiran berist einkum milli manna beint með slíkum úðadropum, eða óbeint um fleti sem fólk snertir.

Sérstakar sóttvarnagrímur eru hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum heilbrigðisstarfsfólks.

Einfaldar grímur af þessu tagi geta dregið töluvert úr hættu á því að smitaður einstaklingur smiti aðra, en er þó ekki fullkomin vörn, og getur veitt falskt öryggi, því að hinn smitaði getur vel borið smit með höndunum ef hann gáir ekki að sér.

Sama er að segja um grímur sem vörn fyrir ósmitaða, þær geta veitt vörn fyrir hósta eða hnerrasmiti nálægs smitgjafa, en verja ekki fyrir snertismiti, beinu eða óbeinu, sem er algeng smitleið.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Ólafur S. Andrésson

prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.4.2020

Spyrjandi

Linda

Tilvísun

Ólafur S. Andrésson. „Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2020, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79156.

Ólafur S. Andrésson. (2020, 6. apríl). Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79156

Ólafur S. Andrésson. „Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2020. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?
Grímur koma einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þær eru þá hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum. Þetta eru sérstakar sóttvarnargrímur með gatastærð um 0,3 míkrómetra, sem hleypa ekki í gegn örsmáum ögnum svo sem veirum. Þetta eru dýrar grímur og af skornum skammti.

Í öðru lagi eru einfaldar grímur, geta jafnvel bara verið trefill eða annað klæði, sem gegna fyrst og fremst þeim tilgangi að hremma dropa sem myndast við hóst og hnerra. Talið er að SARS-CoV-2 veiran berist einkum milli manna beint með slíkum úðadropum, eða óbeint um fleti sem fólk snertir.

Sérstakar sóttvarnagrímur eru hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum heilbrigðisstarfsfólks.

Einfaldar grímur af þessu tagi geta dregið töluvert úr hættu á því að smitaður einstaklingur smiti aðra, en er þó ekki fullkomin vörn, og getur veitt falskt öryggi, því að hinn smitaði getur vel borið smit með höndunum ef hann gáir ekki að sér.

Sama er að segja um grímur sem vörn fyrir ósmitaða, þær geta veitt vörn fyrir hósta eða hnerrasmiti nálægs smitgjafa, en verja ekki fyrir snertismiti, beinu eða óbeinu, sem er algeng smitleið.

Frekara lesefni:

Mynd:...