
Örsjaldan koma fram stökkbreytingar sem gera veiruna þróttmeiri, það er auka sýkingarhæfni hennar. Slík aukin sýkingarhæfni þýðir ekki endilega verri sjúkdóm, því að áberandi og íþyngjandi sjúkdómseinkenni draga yfirleitt úr útbreiðslu og framgangi veirufaraldra. Á myndinni sjást SARS-CoV-2-veirur. Myndin er lituð og tekin með rafeindasmásjá.
- Novel Coronavirus SARS-CoV-2 | This transmission electron mi… | Flickr. (Sótt 31.03.2020).