Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?

Ólafur S. Andrésson

Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun.

Líklegt er að veiran eftirmyndist að minnsta kosti tíu umferðir í hýsli áður hún nær að sýkja nýjan hýsil. Heildarlíkurnar á stökkbreytingum frá einum hýsli í næsta eru því rúmlega 10-5 á hvert basaset. Basasetin eru nærri 30.000 í veiruerfðamenginu, það er hver veira hefur náð sér í um 1 stökkbreytingu, og flestar veirurnar eru með mismunandi stökkbreytingar.

Örsjaldan koma fram stökkbreytingar sem gera veiruna þróttmeiri, það er auka sýkingarhæfni hennar. Slík aukin sýkingarhæfni þýðir ekki endilega verri sjúkdóm, því að áberandi og íþyngjandi sjúkdómseinkenni draga yfirleitt úr útbreiðslu og framgangi veirufaraldra. Á myndinni sjást SARS-CoV-2-veirur. Myndin er lituð og tekin með rafeindasmásjá.

Flestar stökkbreytingarnar breyta litlu eða bækla veiruna. Örsjaldan koma fram stökkbreytingar sem gera veiruna þróttmeiri, það er auka sýkingarhæfni hennar, hæfni hennar til að koma veirum áfram í sem flesta hýsla. Slík aukin sýkingarhæfni þýðir ekki endilega verri sjúkdóm, því að áberandi og íþyngjandi sjúkdómseinkenni draga yfirleitt úr útbreiðslu og framgangi veirufaraldra.

Hitt er líklegra, að veiran nái meiri útbreiðslu og að erfiðara verði að hefta hana vegna lítilla eða engra sjúkdómseinkenna, svipað og á við um flestar kvefpestir.

Myndir:

Höfundur

Ólafur S. Andrésson

prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.4.2020

Spyrjandi

Guðrún Hulda

Tilvísun

Ólafur S. Andrésson. „Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79186.

Ólafur S. Andrésson. (2020, 8. apríl). Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79186

Ólafur S. Andrésson. „Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?
Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun.

Líklegt er að veiran eftirmyndist að minnsta kosti tíu umferðir í hýsli áður hún nær að sýkja nýjan hýsil. Heildarlíkurnar á stökkbreytingum frá einum hýsli í næsta eru því rúmlega 10-5 á hvert basaset. Basasetin eru nærri 30.000 í veiruerfðamenginu, það er hver veira hefur náð sér í um 1 stökkbreytingu, og flestar veirurnar eru með mismunandi stökkbreytingar.

Örsjaldan koma fram stökkbreytingar sem gera veiruna þróttmeiri, það er auka sýkingarhæfni hennar. Slík aukin sýkingarhæfni þýðir ekki endilega verri sjúkdóm, því að áberandi og íþyngjandi sjúkdómseinkenni draga yfirleitt úr útbreiðslu og framgangi veirufaraldra. Á myndinni sjást SARS-CoV-2-veirur. Myndin er lituð og tekin með rafeindasmásjá.

Flestar stökkbreytingarnar breyta litlu eða bækla veiruna. Örsjaldan koma fram stökkbreytingar sem gera veiruna þróttmeiri, það er auka sýkingarhæfni hennar, hæfni hennar til að koma veirum áfram í sem flesta hýsla. Slík aukin sýkingarhæfni þýðir ekki endilega verri sjúkdóm, því að áberandi og íþyngjandi sjúkdómseinkenni draga yfirleitt úr útbreiðslu og framgangi veirufaraldra.

Hitt er líklegra, að veiran nái meiri útbreiðslu og að erfiðara verði að hefta hana vegna lítilla eða engra sjúkdómseinkenna, svipað og á við um flestar kvefpestir.

Myndir:...