Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?

Vilmundur Hansen

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er gott eða vont að nýta notaðan kaffikorg í garðinn/ræktun? Ef það er gott í hvaða tilfellum? Það er mikið af misvísandi upplýsingum á vefnum en margir vilja endurnýta og vera vistvænir.

Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ekki síst á jarðgerð á því sem fellur til úr eldhúsinu. Fjöldi garðeigenda hefur komið sér upp safnhaug í þeim tilgangi að jarðgera matarúrgang og þar með kaffi.

Fyrir tveimur eða þremur áratugum tóku kaffihús víða um heim upp á því að gefa viðskiptavinum sínum og garðeigendum kaffikorg sem lífrænan áburð. Með þessu átti að slá tvær flugur í einu höggi. Kaffihúsin losnuðu við kaffikorginn á ódýran hátt og garðeigendur fengu ókeypis lífrænan áburð.

Það er vel þekkt að nota kaffikorg sem áburð fyrir plöntur en ekki óumdeilt. Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað. Einnig mælir ekkert gegn því að strá kaffikorgi í litlu magni yfir beð hjá plöntum sem kjósa súran jarðveg og raka hann niður í jarðveginn.

Allt frá þeim tíma hefur verið deilt um gagn eða ógagn kaffikorgs til ræktunar, til dæmis í umræðuhópum á Netinu. Sumir segjast hafa notað kaffikorg með góðum árangri en aðrir hafa fundið honum allt til foráttu og fullyrt að korgurinn væri langt frá því að vera góður fyrir plöntur. Til dæmis hefur verið nefnt að hann sýrði jarðveginn og að í kaffi séu skaðleg efni, meðal annars koffín, sem dragi úr eðlilegum vexti plantna. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja hann gersamlega ónothæfan.

Í sjálfu sér getur þetta verið rétt ef kaffikorgur er notaður í óhóflegu magni og hreinlega sturtað beint úr mörgum kaffisíum í einu í kringum plöntur. Einnig er mögulegt að kaffikorgur hafi skaðleg áhrif á vöxt sé mikið af honum í safnhaugnum og ekki hugað að þeim hlutföllum lífrænna efna sem æskilegt er að blanda saman til jarðgerðar.

Ástæða þessara ólíku sjónarmiða með og á móti kaffikorgnum getur einmitt verið sú staðreynd kaffikorgur sýrir jarðveginn og ólíkar plöntur kjósa ólíkt sýrustig en einnig að mismunandi plöntur vilja næringarefni í mismiklu magni. Vegna þessa ætti því ekki að setja kaffikorg í kringum eða gefa plöntum sem kjósa kalkríkan jarðveg moltu sem búin hefur verið til með miklum korgi. Aftur á móti ættu plöntur sem kjósa súran jarðveg að dafna vel fái þær korgblandaða moltu og jafnvel ef kaffikorgi er stráð í hæfilegu magni í kringum þær.

Malað kaffi brotnar tiltöluleg hratt niður og næringarefnin losna því hratt úr korginum. Það telst kostur í jarðgerð og korgurinn er ríkur af köfnunarefni, fosfór, kalíni og snefilefnum sem nýtast sem næringarefni.

Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað. Einnig mælir ekkert gegn því að strá kaffikorgi í litlu magni yfir beð hjá plöntum sem kjósa súran jarðveg og raka hann niður í jarðveginn.

Um notkun á kaffikorgi í garðinum gildir því það sama og um kaffidrykkju. Allt er best í hófi.

Mynd:

Höfundur

Vilmundur Hansen

grasa- og garðyrkjufræðingur og blaðamaður

Útgáfudagur

11.9.2020

Spyrjandi

Helga Margrét Reykdal

Tilvísun

Vilmundur Hansen. „Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?“ Vísindavefurinn, 11. september 2020, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79290.

Vilmundur Hansen. (2020, 11. september). Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79290

Vilmundur Hansen. „Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2020. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79290>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er gott eða vont að nýta notaðan kaffikorg í garðinn/ræktun? Ef það er gott í hvaða tilfellum? Það er mikið af misvísandi upplýsingum á vefnum en margir vilja endurnýta og vera vistvænir.

Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ekki síst á jarðgerð á því sem fellur til úr eldhúsinu. Fjöldi garðeigenda hefur komið sér upp safnhaug í þeim tilgangi að jarðgera matarúrgang og þar með kaffi.

Fyrir tveimur eða þremur áratugum tóku kaffihús víða um heim upp á því að gefa viðskiptavinum sínum og garðeigendum kaffikorg sem lífrænan áburð. Með þessu átti að slá tvær flugur í einu höggi. Kaffihúsin losnuðu við kaffikorginn á ódýran hátt og garðeigendur fengu ókeypis lífrænan áburð.

Það er vel þekkt að nota kaffikorg sem áburð fyrir plöntur en ekki óumdeilt. Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað. Einnig mælir ekkert gegn því að strá kaffikorgi í litlu magni yfir beð hjá plöntum sem kjósa súran jarðveg og raka hann niður í jarðveginn.

Allt frá þeim tíma hefur verið deilt um gagn eða ógagn kaffikorgs til ræktunar, til dæmis í umræðuhópum á Netinu. Sumir segjast hafa notað kaffikorg með góðum árangri en aðrir hafa fundið honum allt til foráttu og fullyrt að korgurinn væri langt frá því að vera góður fyrir plöntur. Til dæmis hefur verið nefnt að hann sýrði jarðveginn og að í kaffi séu skaðleg efni, meðal annars koffín, sem dragi úr eðlilegum vexti plantna. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja hann gersamlega ónothæfan.

Í sjálfu sér getur þetta verið rétt ef kaffikorgur er notaður í óhóflegu magni og hreinlega sturtað beint úr mörgum kaffisíum í einu í kringum plöntur. Einnig er mögulegt að kaffikorgur hafi skaðleg áhrif á vöxt sé mikið af honum í safnhaugnum og ekki hugað að þeim hlutföllum lífrænna efna sem æskilegt er að blanda saman til jarðgerðar.

Ástæða þessara ólíku sjónarmiða með og á móti kaffikorgnum getur einmitt verið sú staðreynd kaffikorgur sýrir jarðveginn og ólíkar plöntur kjósa ólíkt sýrustig en einnig að mismunandi plöntur vilja næringarefni í mismiklu magni. Vegna þessa ætti því ekki að setja kaffikorg í kringum eða gefa plöntum sem kjósa kalkríkan jarðveg moltu sem búin hefur verið til með miklum korgi. Aftur á móti ættu plöntur sem kjósa súran jarðveg að dafna vel fái þær korgblandaða moltu og jafnvel ef kaffikorgi er stráð í hæfilegu magni í kringum þær.

Malað kaffi brotnar tiltöluleg hratt niður og næringarefnin losna því hratt úr korginum. Það telst kostur í jarðgerð og korgurinn er ríkur af köfnunarefni, fosfór, kalíni og snefilefnum sem nýtast sem næringarefni.

Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað. Einnig mælir ekkert gegn því að strá kaffikorgi í litlu magni yfir beð hjá plöntum sem kjósa súran jarðveg og raka hann niður í jarðveginn.

Um notkun á kaffikorgi í garðinum gildir því það sama og um kaffidrykkju. Allt er best í hófi.

Mynd:...