Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum?Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsingu, Runólfur Jónsson, hélt þessari röð falla. Bók hans kom út í Kaupmannahöfn 1651 og aftur í Oxford 1688. Runólfur lærði latínu í Hólaskóla og las þar væntanlega bókina Grammatica latina sem gefin var út 1616 og notuð í skólanum. Hún var Runólfi fyrirmynd. Þar sem mállýsingin er á latínu eru nöfn fallanna það einnig og röðin nom. (nf.), gen. (ef.), dat. (þgf.), acc. (þf.), voc. (ávarpsfall), abl. (ablatíf, stundum nefndur sviftifall). Bók Runólfs þótti ekki góð og reyndu fleiri fyrir sér á 18. öld. Þar má nefna Jón Ólafsson úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar, og Jón Magnússon prest, en þeir voru báðir 18. aldar menn. Málfræði Jóns Ólafssonar var aldrei gefin út, er aðeins til í handriti, en Finnur Jónsson prófessor gaf út málfræði Jóns Magnússonar 1933. Hún var skrifuð á latínu og latneskri fallaröð haldið. Jón Axel Harðarson prófessor þýddi málfræði Jóns Magnússonar og gaf út á tveimur málum, latínu og íslensku 1997. Í íslenska textanum breytti hann fallaröðinni til þess sem við eigum að venjast.

Röð falla er ekki alltaf hin sama og ræður að mestu venja í þeim löndum sem hafa beygingamál.
- Duden Grammatik der deutschen Gegenwartssprache. 1973. 3., neu bearbeitete Auflage (og síðari útgáfur). Duden Band 4. Dudenverlag, Mannheim.
- Finnur Jónsson. 1933. Den islandske grammatiks historie til o. 1800. København.
- Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Íslensk tunga II. Almenna bókafélagið, Reykjvík.
- Halldór Briem. 1891. Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu. Reykjavík.
- Halldór Kr. Friðriksson. 1859. Íslenzkar rjettritunarreglur. Hið íslenzka bókmenntafjelag, Reykjavík.
- Jón Axel Harðarson. 1997. Grammatica Islandica. Íslenzk málfræði. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
- Müller, F. Max. 1991. A Sanskrit Grammar. Asian Educational Services. New Delhi, Madras.
- Rix, Helmut. 1976. Historische Grammatik des Griechischen. Wissenschaftliche Buchgesellschaft, Darmstadt.
- Rask, Rasmus Kristian. 1811. Vejledning til det Islandske eller gamle nordiske Sprog. Schubothes Forlag, Kjøbenhavn.
- Rask, Rasmus Kristian. 1818. Anvisning till Isländskan. Wiborgs förlag, Stockholm.
- Rask, R. 1844. Kortfattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske Sprog. København.
- Hestur.png - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Helena Margrét. Birt undir CC BY-SA 4.0 leyfi. (Sótt 21.10.2020).