Sólin Sólin Rís 06:02 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 20:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:33 • Síðdegis: 15:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:02 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 20:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:33 • Síðdegis: 15:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Margir kannast væntanlega við söguna um týndu eyjuna Atlantis en eins og fram kemur í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Var hin týnda Atlantis raunverulega til? eru nær allir fræðimenn sammála um að sú saga sé skálduð. Hins vegar eru leifar raunverulegra búsetusvæða - borga eða bæja[1] - að finna á hafsbotni, þar á meðal í Miðjarðarhafinu. Í einhverjum tilfellum hefur hluti borgar horfið í hafið en í öðrum tilfellum hefur bærinn allur endað undir sjávarmáli. Hér á eftir er þrjú dæmi um byggðir sem hlutu þessi örlög en í heimildum í lok svars má finna dæmi um fleiri slíka staði.

Pavlopetri – Grikkland

Bærinn Pavlopetri í Vatikaflóa við suðausturströnd Lakonia á Grikklandi er talinn vera rúmlega 5000 ára gamall. Líklega var bærinn kominn undir vatn fyrir um 3000 árum og er nú á um þriggja til fjögurra metra dýpi. Leifar Pavlopetri fundust fyrst árið 1904 en sá fundur vakti litla athygli. Árið 1967 „fannst“ bærinn aftur og í kjölfarið var staðurinn kortlagður og rannsakaður ári seinna. Síðan liðu um 40 ár þar staðurinn var næst kannaður af vísindamönnum en árið 2009 var ráðist í ítarlegt fimm ára rannsóknarverkefni á svæðinu. Þá fundust fleiri byggingar en vitað var um þegar bærinn var fyrst kortlagður og ljóst að byggðin var mun stærri. Sýnilegar leifar náðu yfir um fjögurra hektara svæði en talið er líklegt að margar byggingar séu enn undir setlögum og því trúlegt að upphaflega hafi stærð byggðarinnar verið að minnsta kosti átta hektarar.

Út frá forminjum sem fundist hafa má draga þá ályktun að í kringum árið 1200 f.Kr. hafi Pavlopetri verið blómleg borg með mögulega um 2000 íbúum. Í hjarta borgarinnar var stórt torg og flest húsin voru fremur stór með um 12 herbergjum og görðum. Á milli sumra bygginga voru steingrafir en utan við byggðina virðist einnig hafa verið grafreitur. Þá má sjá að borgin hafði vatnsveitukerfi.

Ekki er með fullu vitað hvers vegna Pavlopetri endaði neðansjávar en talið er líklegt að þar spili saman hækkandi sjávarborð, jarðskorpuhreyfingar og mögulega flóðbylgjur.

Á botni Miðjarðarhafsins má finna minjar nokkurra borga eða bæja. Þessi veggbrot frá sokkna hluta Baiae á Ítalíu eru úr lúxusvillu Kládíusar Rómarkeisara sem ríkti á árunum 41-54.

Thonis-Heracleion – Egyptaland

Borgin Thonis-Heracleion við ósa Nílar var líklega stofnuð í kringum 8. öld f.Kr. Hún var um aldir ein mikilvægasta hafnarborg Egyptalands og helsti viðkomustaður allra skipa sem fluttu vörur á milli Egyptalands og annara svæða við Miðjarðarhafið. Borgin var einnig mikilvæg í trúarlegu tilliti en þar var meðal annars að finna musteri guðsins Amun. Borgarinnar biðu þó þau örlög að hverfa í hafið og verða flestum gleymd í um 1200 ár. Talið er að samspil jarðskjálftavirkni, flóðbylgja og hækkandi sjávarborðs hafi smám saman orðið til þess að veikja jarðlögin undir borginni þannig að byggingar hrundu og/eða sukku í sæ. Undir lok 8. aldar var borgin með öllu horfin undir yfirborð sjávar.

Árið 2000, eftir viðamiklar rannsóknir bæði á fornum textum og neðansjávar, fundust rústir borgarinnar á um tíu metra dýpi um það bil 6,5 km utan við núverandi strandlínu. Þar var meðal annars að finna leifar hofa og bygginga, styttur, skartgripi, mynt og leirker. Sem merki um umsvifamikla hafnarstarfsemi hafa fundist yfir 700 akkeri af ýmsu tagi og margir tugir skipsflaka frá tímanum 6. til 2. aldar f.Kr. Enn er unnið að rannsóknum á Thonis-Heracleion og telja vísindamenn að einungis lítið brot af því sem þar er að finna hafi verið skoðað.

Baiae – Ítalía

Ólíkt borgunum tveimur sem fjallað er um hér að ofan var bærinn Baiae ekki týndur eða gleymdur um aldir enda er aðeins hluti hans á hafsbotni. Baiae stendur við norðvesturverðan Napólíflóa á Ítalíu á svæði sem kennt er við Campi Flegrei en það er afar mikið eldfjall vestan við Napólí. Bærinn var um margra alda skeið vinsæll staður hinna ríku og valdamiklu í Rómaveldi, meðal annars áttu nokkrir af keisurum Rómar þar athvarf. Staðurinn var eftirsóttur þar sem umhverfið þótti einkar fallegt og heitar uppsprettur sköpuðu góðar aðstæður fyrir baðhús sem hægt var að sækja sér til heilsubótar. Baiae var þannig þekktur fyrir glæsilegar villur og heitar laugar en ekki síður fyrir villt og spillt líferni.

Meðal þess sem fundist hefur í rústum Baiae eru styttur. Þessi og fleiri til voru í lúxusvillu Kládíusar Rómarkeisara. Upprunalegu stytturnar hafa verið fjarlægðar og komið fyrir á safni en eftirlíkingum komið fyrir á hafsbotninum í þeirra stað. Hér má sjá hluta af myndskeiði frá neðansjávarfornleifagarðinum í Baiae The Submerged Archaeological Park of Baia þar sem stytturnar og fleira sjást vel.

Baiae er á jarðfræðilega mjög virku svæði. Frá og með 4. öld seig landið sem bærinn stóð á smám saman vegna jarðskorpuhreyfinga með þeim afleiðingum að á 8. öld var neðri hluti bæjarins að mestu komin undir sjávarmál. Í dag er talið að meira en helmingur bæjarins sé á fjögurra til sex metra dýpi en hinn hlutinn er ofansjávar. Meðal þeirra minja sem sjá má þegar kafað er niður að bænum eru vegir, veggir húsa, marmarasúlur, marmara- og mósaíkgólf og styttur.

Árið 2002 var hafsvæðið þar sem minjar bæjarins eru, gert að sérstöku neðansjávarverndarsvæði sem aðeins er hægt að heimsækja með leiðsögn og leyfi.

Tilvísun:
  1. ^ Í heimildum er oftast vísað til þessar sokknu byggða sem borga (e. city) en stundum talað um bæi (e. town). Í ljósi þess eru hugtökin því notuð sitt á hvað í svarinu, þótt staðirnir sem um ræðir mundu ekki endilega falla undir þær hugmyndir sem við höfum um borgir í dag.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2020

Síðast uppfært

29.8.2025

Spyrjandi

Benedikt Brynjólfsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?“ Vísindavefurinn, 2. september 2020, sótt 29. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=79740.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2020, 2. september). Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79740

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2020. Vefsíða. 29. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79740>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?
Margir kannast væntanlega við söguna um týndu eyjuna Atlantis en eins og fram kemur í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Var hin týnda Atlantis raunverulega til? eru nær allir fræðimenn sammála um að sú saga sé skálduð. Hins vegar eru leifar raunverulegra búsetusvæða - borga eða bæja[1] - að finna á hafsbotni, þar á meðal í Miðjarðarhafinu. Í einhverjum tilfellum hefur hluti borgar horfið í hafið en í öðrum tilfellum hefur bærinn allur endað undir sjávarmáli. Hér á eftir er þrjú dæmi um byggðir sem hlutu þessi örlög en í heimildum í lok svars má finna dæmi um fleiri slíka staði.

Pavlopetri – Grikkland

Bærinn Pavlopetri í Vatikaflóa við suðausturströnd Lakonia á Grikklandi er talinn vera rúmlega 5000 ára gamall. Líklega var bærinn kominn undir vatn fyrir um 3000 árum og er nú á um þriggja til fjögurra metra dýpi. Leifar Pavlopetri fundust fyrst árið 1904 en sá fundur vakti litla athygli. Árið 1967 „fannst“ bærinn aftur og í kjölfarið var staðurinn kortlagður og rannsakaður ári seinna. Síðan liðu um 40 ár þar staðurinn var næst kannaður af vísindamönnum en árið 2009 var ráðist í ítarlegt fimm ára rannsóknarverkefni á svæðinu. Þá fundust fleiri byggingar en vitað var um þegar bærinn var fyrst kortlagður og ljóst að byggðin var mun stærri. Sýnilegar leifar náðu yfir um fjögurra hektara svæði en talið er líklegt að margar byggingar séu enn undir setlögum og því trúlegt að upphaflega hafi stærð byggðarinnar verið að minnsta kosti átta hektarar.

Út frá forminjum sem fundist hafa má draga þá ályktun að í kringum árið 1200 f.Kr. hafi Pavlopetri verið blómleg borg með mögulega um 2000 íbúum. Í hjarta borgarinnar var stórt torg og flest húsin voru fremur stór með um 12 herbergjum og görðum. Á milli sumra bygginga voru steingrafir en utan við byggðina virðist einnig hafa verið grafreitur. Þá má sjá að borgin hafði vatnsveitukerfi.

Ekki er með fullu vitað hvers vegna Pavlopetri endaði neðansjávar en talið er líklegt að þar spili saman hækkandi sjávarborð, jarðskorpuhreyfingar og mögulega flóðbylgjur.

Á botni Miðjarðarhafsins má finna minjar nokkurra borga eða bæja. Þessi veggbrot frá sokkna hluta Baiae á Ítalíu eru úr lúxusvillu Kládíusar Rómarkeisara sem ríkti á árunum 41-54.

Thonis-Heracleion – Egyptaland

Borgin Thonis-Heracleion við ósa Nílar var líklega stofnuð í kringum 8. öld f.Kr. Hún var um aldir ein mikilvægasta hafnarborg Egyptalands og helsti viðkomustaður allra skipa sem fluttu vörur á milli Egyptalands og annara svæða við Miðjarðarhafið. Borgin var einnig mikilvæg í trúarlegu tilliti en þar var meðal annars að finna musteri guðsins Amun. Borgarinnar biðu þó þau örlög að hverfa í hafið og verða flestum gleymd í um 1200 ár. Talið er að samspil jarðskjálftavirkni, flóðbylgja og hækkandi sjávarborðs hafi smám saman orðið til þess að veikja jarðlögin undir borginni þannig að byggingar hrundu og/eða sukku í sæ. Undir lok 8. aldar var borgin með öllu horfin undir yfirborð sjávar.

Árið 2000, eftir viðamiklar rannsóknir bæði á fornum textum og neðansjávar, fundust rústir borgarinnar á um tíu metra dýpi um það bil 6,5 km utan við núverandi strandlínu. Þar var meðal annars að finna leifar hofa og bygginga, styttur, skartgripi, mynt og leirker. Sem merki um umsvifamikla hafnarstarfsemi hafa fundist yfir 700 akkeri af ýmsu tagi og margir tugir skipsflaka frá tímanum 6. til 2. aldar f.Kr. Enn er unnið að rannsóknum á Thonis-Heracleion og telja vísindamenn að einungis lítið brot af því sem þar er að finna hafi verið skoðað.

Baiae – Ítalía

Ólíkt borgunum tveimur sem fjallað er um hér að ofan var bærinn Baiae ekki týndur eða gleymdur um aldir enda er aðeins hluti hans á hafsbotni. Baiae stendur við norðvesturverðan Napólíflóa á Ítalíu á svæði sem kennt er við Campi Flegrei en það er afar mikið eldfjall vestan við Napólí. Bærinn var um margra alda skeið vinsæll staður hinna ríku og valdamiklu í Rómaveldi, meðal annars áttu nokkrir af keisurum Rómar þar athvarf. Staðurinn var eftirsóttur þar sem umhverfið þótti einkar fallegt og heitar uppsprettur sköpuðu góðar aðstæður fyrir baðhús sem hægt var að sækja sér til heilsubótar. Baiae var þannig þekktur fyrir glæsilegar villur og heitar laugar en ekki síður fyrir villt og spillt líferni.

Meðal þess sem fundist hefur í rústum Baiae eru styttur. Þessi og fleiri til voru í lúxusvillu Kládíusar Rómarkeisara. Upprunalegu stytturnar hafa verið fjarlægðar og komið fyrir á safni en eftirlíkingum komið fyrir á hafsbotninum í þeirra stað. Hér má sjá hluta af myndskeiði frá neðansjávarfornleifagarðinum í Baiae The Submerged Archaeological Park of Baia þar sem stytturnar og fleira sjást vel.

Baiae er á jarðfræðilega mjög virku svæði. Frá og með 4. öld seig landið sem bærinn stóð á smám saman vegna jarðskorpuhreyfinga með þeim afleiðingum að á 8. öld var neðri hluti bæjarins að mestu komin undir sjávarmál. Í dag er talið að meira en helmingur bæjarins sé á fjögurra til sex metra dýpi en hinn hlutinn er ofansjávar. Meðal þeirra minja sem sjá má þegar kafað er niður að bænum eru vegir, veggir húsa, marmarasúlur, marmara- og mósaíkgólf og styttur.

Árið 2002 var hafsvæðið þar sem minjar bæjarins eru, gert að sérstöku neðansjávarverndarsvæði sem aðeins er hægt að heimsækja með leiðsögn og leyfi.

Tilvísun:
  1. ^ Í heimildum er oftast vísað til þessar sokknu byggða sem borga (e. city) en stundum talað um bæi (e. town). Í ljósi þess eru hugtökin því notuð sitt á hvað í svarinu, þótt staðirnir sem um ræðir mundu ekki endilega falla undir þær hugmyndir sem við höfum um borgir í dag.

Heimildir og myndir:...