Sólin Sólin Rís 07:44 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík

Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?

Ragnar Edvardsson

Á Íslandi, sem og annars staðar, eru aðallega þrjár tegundir minjastaða neðansjávar; sokkin búsetusvæði, skipsflök og flugslysastaðir. Í Evrópu eru sokkin forsöguleg búsetusvæði tiltölulega algeng þar sem að sjávarstaða var mun lægri á forsögulegum tíma en hún er í dag.[1][2] Á Íslandi eru engin forsöguleg búsetusvæði en samt sem áður finnast búsetusvæði neðansjávar og er það einna helst í nágrenni, hvalveiði-, verslunar- og verstöðva. Þó eru til annars konar sokkin búsetusvæði á Íslandi en það eru bæjarstæði sem horfið hafa undir vatn vegna virkjunarframkvæmda. Sem dæmi um slíka staði má nefna Þiðriksvelli í Þiðriksvallavatni í Strandasýslu og Vatnskot í norðanverðu Þingvallavatni.

Skipsflök eru algengust þeirra minjastaða neðansjávar sem finna má við strendur Evrópu og Íslands. Skipsflök eru mismunandi hvað varðar aldur, tegund, varðveislu, mikilvægi og ástæður skipskaðans, en líklegt er að víðsvegar við Íslandsstrendur leynist skipsflök frá landnámi og fram á nútíma. Í rituðum heimildum fyrir tímabilið 1118-1920 er að finna talsverðan fjölda skipskaða þilfarsskipa, það er kaupskip, gufuskip og svo framvegis, en hægt er að finna grófa landfræðilega staðsetningu fyrir 340 þeirra.[3][4] Ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þilfarsskipa sem farist hafa við Ísland frá landnámi en áætla má út frá heimildum að þau séu ekki færri en 1.000.

Sónarmynd af flaki skonnortunnar Bergljótar við hvalveiðistöðina á Dvergasteinseyri í Álftafirði. Skonnortan er hægra megin á myndinni.

Búast má við því að flest skipsflök við Ísland séu frá 19. og 20. öld og stórir hlutar þessara skipa, eins og gufukatlar, vélasamstæður og annað þess háttar, er væntanlega vel varðveitt á hafsbotninum. Skip, kaupskip og stærri fiskveiðiskip, sem sigla milli landa fylgja ákveðinni leið og finnast flök þessara skipa oftast á eða nálægt henni. Rannsóknir hafa sýnt að flök kaupskipa finnast oft nálægt höfnum verslunarstaða[5] og íslenskar ritaðar heimildir benda til þess að á Íslandi hafi mörg kaupskip farist í eða við helstu verslunarhafnir landsins.[6][7]

Kafari við mælingar á flaki póstskipsins Phønix sem fórst við Löngufjörur á Snæfellsnesi árið 1881.

Flök stærri fiskveiðiskipa er líklega að finna nálægt fiskimiðum en mörg erlend fiskveiðiskip strönduðu á suðurströnd landsins á leið á Íslandsmið. Þó er líklegt að flest skipsflök við Ísland séu smærri fiskveiðibátar, það er sexæringar, áttæringar og mótorbátar frá fyrri hluta 20. aldar en gríðarlegur fjöldi slíkra báta hefur farist við Íslandsstrendur. Flök íslenskra fiskveiðibáta er einna að helst að finna í nágrenni við útgerðastaði, nálægt grunnmiðum; fiskimiðum, rækjumiðum og svo framvegis.

Leirmunir frá 19. öld á hafsbotni við flakið af Phønix.

Í sögulegu samhengi er tiltölulega stutt síðan flugvélar urðu mikilvægur ferðamáti og segja má að nær allir minjastaðir á Íslandi tengdir flugslysum séu frá því í kringum 1940 og fram til dagsins í dag. Flugvélar eru, í flestum tilfellum, léttari og minni en skip og varðveisla þeirra á hafsbotninum er háð því hvernig vélin lenti í sjónum. Ef flugvél hefur splundrast á flugi eða brotnað í marga hluta þegar hún lenti á haffletinum eru leifar hennar dreifðar um stórt svæði og oft erfitt að koma auga á þessa hluti við jarðeðlisfræðilegar rannsóknir.[8] Það tímabil sem flugvélar hafa verið í notkun á Íslandi er það stutt að í flestum tilfellum eru þeir staðir, eða að minnsta kosti þau svæði þar sem flugvélar hafa farist, vel þekkt og því ætti að vera hægt með einföldum rannsóknum að finna staðsetningu flugvélaflaka sem farist hafa í sjó við Ísland.

Tilvísanir:
 1. ^ Barton, R.N.E. 1992. Hengistbury Head, Dorset - the Late Upper Paleolithic and Mesolithic Sites. Vol. 2. 2 vols. OUCA Monograph 34. Oxford: Oxford University Commitee for Archaeology.
 2. ^ Bicket, A. 2011. Submerged Prehistory: Research in Context. Marine Aggregate Levy Sustainabiltiy Fund (MALSF). Science Monograph Series 5. MEPF.
 3. ^ Ann.Isl.803-1430. 1847. Íslenzkir Annálar Sive Annales Islandici Ab Anno Christi 803 Ad Annum 1430. Kaupmannahöfn.
 4. ^ Annálar 1400 - 1800, Annales Islandici Posteriorum Saeculorum. I-VI bindi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík.
 5. ^ Edvardsson, Ragnar (2015). Phonix: a preliminary report on the 19th century Danish steamer wrecked on the Snæfellsnes peninsula. The International Journal of Nautical Archaeology. 44.1: 196-213.
 6. ^ Annálar 1400 - 1800, Annales Islandici Posteriorum Saeculorum. I-VI bindi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík.
 7. ^ Edvardsson, Ragnar og Egilsson, Arnar (2012). Archaeological assessment of selected submerged sites in Vestfirðir. Archaeologia Islandica 9, 9–28.
 8. ^ Firth, A. 2013. ‘Marine Archaeology’. Aggregate Dredging and the Marine Environment: An Overview of Recent Research and Current Industry Practice, í ritstjórn Tania A. Woodcock og R.C Newell, 44–66. The Crown Estate.

Myndir:
 • Úr safni höfundar.

Spurning Kristjáns var tvíþætt og hér er öðrum hluta hennar svarað.

Höfundur

Ragnar Edvardsson

fornleifafræðingur

Útgáfudagur

21.9.2018

Spyrjandi

Kristján Óttar Klausen

Tilvísun

Ragnar Edvardsson. „Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?“ Vísindavefurinn, 21. september 2018. Sótt 4. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76056.

Ragnar Edvardsson. (2018, 21. september). Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76056

Ragnar Edvardsson. „Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2018. Vefsíða. 4. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76056>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?
Á Íslandi, sem og annars staðar, eru aðallega þrjár tegundir minjastaða neðansjávar; sokkin búsetusvæði, skipsflök og flugslysastaðir. Í Evrópu eru sokkin forsöguleg búsetusvæði tiltölulega algeng þar sem að sjávarstaða var mun lægri á forsögulegum tíma en hún er í dag.[1][2] Á Íslandi eru engin forsöguleg búsetusvæði en samt sem áður finnast búsetusvæði neðansjávar og er það einna helst í nágrenni, hvalveiði-, verslunar- og verstöðva. Þó eru til annars konar sokkin búsetusvæði á Íslandi en það eru bæjarstæði sem horfið hafa undir vatn vegna virkjunarframkvæmda. Sem dæmi um slíka staði má nefna Þiðriksvelli í Þiðriksvallavatni í Strandasýslu og Vatnskot í norðanverðu Þingvallavatni.

Skipsflök eru algengust þeirra minjastaða neðansjávar sem finna má við strendur Evrópu og Íslands. Skipsflök eru mismunandi hvað varðar aldur, tegund, varðveislu, mikilvægi og ástæður skipskaðans, en líklegt er að víðsvegar við Íslandsstrendur leynist skipsflök frá landnámi og fram á nútíma. Í rituðum heimildum fyrir tímabilið 1118-1920 er að finna talsverðan fjölda skipskaða þilfarsskipa, það er kaupskip, gufuskip og svo framvegis, en hægt er að finna grófa landfræðilega staðsetningu fyrir 340 þeirra.[3][4] Ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þilfarsskipa sem farist hafa við Ísland frá landnámi en áætla má út frá heimildum að þau séu ekki færri en 1.000.

Sónarmynd af flaki skonnortunnar Bergljótar við hvalveiðistöðina á Dvergasteinseyri í Álftafirði. Skonnortan er hægra megin á myndinni.

Búast má við því að flest skipsflök við Ísland séu frá 19. og 20. öld og stórir hlutar þessara skipa, eins og gufukatlar, vélasamstæður og annað þess háttar, er væntanlega vel varðveitt á hafsbotninum. Skip, kaupskip og stærri fiskveiðiskip, sem sigla milli landa fylgja ákveðinni leið og finnast flök þessara skipa oftast á eða nálægt henni. Rannsóknir hafa sýnt að flök kaupskipa finnast oft nálægt höfnum verslunarstaða[5] og íslenskar ritaðar heimildir benda til þess að á Íslandi hafi mörg kaupskip farist í eða við helstu verslunarhafnir landsins.[6][7]

Kafari við mælingar á flaki póstskipsins Phønix sem fórst við Löngufjörur á Snæfellsnesi árið 1881.

Flök stærri fiskveiðiskipa er líklega að finna nálægt fiskimiðum en mörg erlend fiskveiðiskip strönduðu á suðurströnd landsins á leið á Íslandsmið. Þó er líklegt að flest skipsflök við Ísland séu smærri fiskveiðibátar, það er sexæringar, áttæringar og mótorbátar frá fyrri hluta 20. aldar en gríðarlegur fjöldi slíkra báta hefur farist við Íslandsstrendur. Flök íslenskra fiskveiðibáta er einna að helst að finna í nágrenni við útgerðastaði, nálægt grunnmiðum; fiskimiðum, rækjumiðum og svo framvegis.

Leirmunir frá 19. öld á hafsbotni við flakið af Phønix.

Í sögulegu samhengi er tiltölulega stutt síðan flugvélar urðu mikilvægur ferðamáti og segja má að nær allir minjastaðir á Íslandi tengdir flugslysum séu frá því í kringum 1940 og fram til dagsins í dag. Flugvélar eru, í flestum tilfellum, léttari og minni en skip og varðveisla þeirra á hafsbotninum er háð því hvernig vélin lenti í sjónum. Ef flugvél hefur splundrast á flugi eða brotnað í marga hluta þegar hún lenti á haffletinum eru leifar hennar dreifðar um stórt svæði og oft erfitt að koma auga á þessa hluti við jarðeðlisfræðilegar rannsóknir.[8] Það tímabil sem flugvélar hafa verið í notkun á Íslandi er það stutt að í flestum tilfellum eru þeir staðir, eða að minnsta kosti þau svæði þar sem flugvélar hafa farist, vel þekkt og því ætti að vera hægt með einföldum rannsóknum að finna staðsetningu flugvélaflaka sem farist hafa í sjó við Ísland.

Tilvísanir:
 1. ^ Barton, R.N.E. 1992. Hengistbury Head, Dorset - the Late Upper Paleolithic and Mesolithic Sites. Vol. 2. 2 vols. OUCA Monograph 34. Oxford: Oxford University Commitee for Archaeology.
 2. ^ Bicket, A. 2011. Submerged Prehistory: Research in Context. Marine Aggregate Levy Sustainabiltiy Fund (MALSF). Science Monograph Series 5. MEPF.
 3. ^ Ann.Isl.803-1430. 1847. Íslenzkir Annálar Sive Annales Islandici Ab Anno Christi 803 Ad Annum 1430. Kaupmannahöfn.
 4. ^ Annálar 1400 - 1800, Annales Islandici Posteriorum Saeculorum. I-VI bindi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík.
 5. ^ Edvardsson, Ragnar (2015). Phonix: a preliminary report on the 19th century Danish steamer wrecked on the Snæfellsnes peninsula. The International Journal of Nautical Archaeology. 44.1: 196-213.
 6. ^ Annálar 1400 - 1800, Annales Islandici Posteriorum Saeculorum. I-VI bindi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík.
 7. ^ Edvardsson, Ragnar og Egilsson, Arnar (2012). Archaeological assessment of selected submerged sites in Vestfirðir. Archaeologia Islandica 9, 9–28.
 8. ^ Firth, A. 2013. ‘Marine Archaeology’. Aggregate Dredging and the Marine Environment: An Overview of Recent Research and Current Industry Practice, í ritstjórn Tania A. Woodcock og R.C Newell, 44–66. The Crown Estate.

Myndir:
 • Úr safni höfundar.

Spurning Kristjáns var tvíþætt og hér er öðrum hluta hennar svarað.

...