Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Á að setja punkt innan sviga eða utan?

Guðrún Kvaran

Í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samþykktar af menntamálaráðuneyti, segir svo í grein 32.3:

Punktar, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga (þ.e. innan sviga) ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta spurningarmerki og upphrópunarmerki komið innan sviga ef þau eiga aðeins við það sem er í svigunum en ekki alla málsgreinina.

Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Verkamenn tóku ekki afstöðu.)

Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Hver var afstaða verkamanna?)

Þá reis deila milli búenda (svo!) og sjómanna.

Punktar (kommur, spurningarmerki og upphrópunarmerki) eru sett á eftir seinni sviga (þ.e. utan sviga) ef svigarnir afmarka aðeins hluta málsgreinarinnar.

Hún sagðist ætla að koma fljótt aftur (í maí eða júní)."

Um þetta er fjallað í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Reglurnar birtust fyrst í ritinu Stafsetningarorðabókin sem gefið var út af Íslenskri málnefnd 2006. Tilvitnuð grein var þar á síðu 734.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.11.2020

Spyrjandi

Sigrún

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Á að setja punkt innan sviga eða utan?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2020. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80070.

Guðrún Kvaran. (2020, 16. nóvember). Á að setja punkt innan sviga eða utan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80070

Guðrún Kvaran. „Á að setja punkt innan sviga eða utan?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2020. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á að setja punkt innan sviga eða utan?
Í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samþykktar af menntamálaráðuneyti, segir svo í grein 32.3:

Punktar, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga (þ.e. innan sviga) ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta spurningarmerki og upphrópunarmerki komið innan sviga ef þau eiga aðeins við það sem er í svigunum en ekki alla málsgreinina.

Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Verkamenn tóku ekki afstöðu.)

Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Hver var afstaða verkamanna?)

Þá reis deila milli búenda (svo!) og sjómanna.

Punktar (kommur, spurningarmerki og upphrópunarmerki) eru sett á eftir seinni sviga (þ.e. utan sviga) ef svigarnir afmarka aðeins hluta málsgreinarinnar.

Hún sagðist ætla að koma fljótt aftur (í maí eða júní)."

Um þetta er fjallað í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Reglurnar birtust fyrst í ritinu Stafsetningarorðabókin sem gefið var út af Íslenskri málnefnd 2006. Tilvitnuð grein var þar á síðu 734.

Mynd:...