Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?

Hallgrímur J. Ámundason

Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra.

Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og gerð úr tveimur aflögðum herbröggum. Síðar stóð Sindri, ásamt fleirum, fyrir því að reisa Sindrabæ sem var félagsheimili bæjarins um langt skeið. Íþróttasvæði bæjarins er kennt við ungmennafélagið og kallað Sindravellir. Félagið hefur auk hefðbundins ungmennafélags- og íþróttastarfs í gegnum tíðina sinnt menningarmálum á breiðum grundvelli, til dæmis gengist fyrir leiksýningum og rekið kvikmyndahús.

Sindrabær á Höfn í Hornafirði.

Nafnið Sindri er komið úr norrænni goðafræði. Annars vegar vísar það til dvergs sem bar þetta nafn. Hann þótti mikill völundarsmiður og smíðaði meðal annars hamarinn Mjölni og hringinn Draupni. Hins vegar vísar heitið til salar eins í Gimli. Sá var gerður af rauðu gulli og þar skyldu búa „góðir menn og siðlátir“ eins og segir í Gylfaginningu Snorra-Eddu. Merking orðsins og nafnsins vísar til sagnarinnar sindra sem merkir að glampa eða glóa.

Mynd:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

15.6.2021

Spyrjandi

Valgerður Hafsteinsdóttir

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2021. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80165.

Hallgrímur J. Ámundason. (2021, 15. júní). Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80165

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2021. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80165>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?
Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra.

Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og gerð úr tveimur aflögðum herbröggum. Síðar stóð Sindri, ásamt fleirum, fyrir því að reisa Sindrabæ sem var félagsheimili bæjarins um langt skeið. Íþróttasvæði bæjarins er kennt við ungmennafélagið og kallað Sindravellir. Félagið hefur auk hefðbundins ungmennafélags- og íþróttastarfs í gegnum tíðina sinnt menningarmálum á breiðum grundvelli, til dæmis gengist fyrir leiksýningum og rekið kvikmyndahús.

Sindrabær á Höfn í Hornafirði.

Nafnið Sindri er komið úr norrænni goðafræði. Annars vegar vísar það til dvergs sem bar þetta nafn. Hann þótti mikill völundarsmiður og smíðaði meðal annars hamarinn Mjölni og hringinn Draupni. Hins vegar vísar heitið til salar eins í Gimli. Sá var gerður af rauðu gulli og þar skyldu búa „góðir menn og siðlátir“ eins og segir í Gylfaginningu Snorra-Eddu. Merking orðsins og nafnsins vísar til sagnarinnar sindra sem merkir að glampa eða glóa.

Mynd:...