Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Svavar Sigmundsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræðilegt fyrirbrigði sem er líkt við "skaft"?

Skaptá er nefnd í Landnámabók (Ísl. fornrit I, bls. 326) og Skaptafellsþing sömuleiðis (Ísl. fornrit I, bls. 328). Skaftafell hefur því verið þekkt frá fornu fari sem örnefni eða bær. Hugsanlegt er að skaft hafi verið reist sem landamerki, samanber að Skaftá er markafljót milli sýslna.

Skaftárjökull ef að öllum líkindum ekki kenndur við neinn Skafta. Hugsanlegt er að skaft hafi verið reist sem landamerki.

Þess ber og að geta að Skafti var mannsnafn hér að fornu, ef til vill upphaflega sem viðurnefni, en ólíklegt er að áin væri kennd við mann. Engin heimild er um að maður að nafni Skafti hafi búið í Skaftafelli.

Þórhallur Vilmundarson skrifaði um nafnið Skaftafell. (Grímnir 3:109-111). Hann nefnir þar að skaft komi allvíða fyrir í örnefnum og sé haft um kletta og hæðir, til dæmis Kleppsskaftið í Reykjavík. Í Svíþjóð og Noregi er nafnliðurinn skaft til um „utlöpare från fjäll, udde eller holme som ligger ytterst i en längre rad“ (Skaftö í Bóhúsléni) og ætti þá hliðstæðan að vera Skaftafellsheiðin sem gengur fram úr hærri fjallaklasa að vera „skaftið“ eða þá að „sköftin“ væru fleiri. Skaftá væri þá kennd á sama hátt við „sköft“, líklega upphaflega *Skaptaá.

Stutta svarið er því að líklega er átt við landfræðilegt fyrirbæri.

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

21.1.2019

Spyrjandi

Ásgeir Logi Ísleifsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Átti Skafti heima í Skaftafelli?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2019, sótt 25. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76231.

Svavar Sigmundsson. (2019, 21. janúar). Átti Skafti heima í Skaftafelli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76231

Svavar Sigmundsson. „Átti Skafti heima í Skaftafelli?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2019. Vefsíða. 25. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76231>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Átti Skafti heima í Skaftafelli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræðilegt fyrirbrigði sem er líkt við "skaft"?

Skaptá er nefnd í Landnámabók (Ísl. fornrit I, bls. 326) og Skaptafellsþing sömuleiðis (Ísl. fornrit I, bls. 328). Skaftafell hefur því verið þekkt frá fornu fari sem örnefni eða bær. Hugsanlegt er að skaft hafi verið reist sem landamerki, samanber að Skaftá er markafljót milli sýslna.

Skaftárjökull ef að öllum líkindum ekki kenndur við neinn Skafta. Hugsanlegt er að skaft hafi verið reist sem landamerki.

Þess ber og að geta að Skafti var mannsnafn hér að fornu, ef til vill upphaflega sem viðurnefni, en ólíklegt er að áin væri kennd við mann. Engin heimild er um að maður að nafni Skafti hafi búið í Skaftafelli.

Þórhallur Vilmundarson skrifaði um nafnið Skaftafell. (Grímnir 3:109-111). Hann nefnir þar að skaft komi allvíða fyrir í örnefnum og sé haft um kletta og hæðir, til dæmis Kleppsskaftið í Reykjavík. Í Svíþjóð og Noregi er nafnliðurinn skaft til um „utlöpare från fjäll, udde eller holme som ligger ytterst i en längre rad“ (Skaftö í Bóhúsléni) og ætti þá hliðstæðan að vera Skaftafellsheiðin sem gengur fram úr hærri fjallaklasa að vera „skaftið“ eða þá að „sköftin“ væru fleiri. Skaftá væri þá kennd á sama hátt við „sköft“, líklega upphaflega *Skaptaá.

Stutta svarið er því að líklega er átt við landfræðilegt fyrirbæri.

Mynd:

...