Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs.

Í kjafti allra dýra er mikið af örverum af ýmsu tagi. Þessar örverur geta valdið alvarlegri sýkingu, meðal annars í blóði. Mýs eru ekki árásargjarnar í eðli sínu og það er mjög ólíklegt að fólk verði fyrir músabiti nema það handsami músina. Mýs í mannahöndum geta auðveldlega bitið til blóðs. Framtennur músa eru afar oddhvassar og smjúga auðveldlega í gegnum húðina. Þeir sem hafa orðið fyrir músabiti lýsa tilfinningunni sem léttri nálarstungu og í kjölfarið fylgir vægur sviði.

Öllum bitum geta fylgt sýklar og því er full ástæða til að fara varlega þótt litlar líkur séu á alvarlegum afleiðingum músabita á Íslandi.

Í munnvatni músa getur verið talsvert af sýklum en ekki er vitað til þess að fólk hafi sýkst alvarlega af bitum músa á Íslandi. Erlendis eru hins vegar þekktir ýmsir sjúkdómsvaldar sem tengjast músum, eins og til að mynda hantaveiran, sem er veira nefnd eftir Hantaan-fljótinu nálægt landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Um sjúkdóminn sem hún veldur má lesa meira um í svari Haraldar Briem við spurningunni Hvað er hantaveira? Reyndar er algengara að veiran smitist með þvagi eða skít en hún getur einnig borist með biti.

Önnur veira sem vel er þekkt að mýs geti borið með sér, kallast á erlendum málum lymphocytic choriomeningitis mammarenavirus (LCMV). Eins og með hantaveiruna er algengast að þessi veira berist í menn með snertingu við þvag, skít eða munnvatn músa en líklega einnig með biti. Veiran getur valdið einkennum í miðtaugakerfi. Auk þess að bera sýkla á milli er vitað um tilvik þar sem fólk hefur fengið ofnæmisviðbrögð vegna bita af völdum músa.

Það er fleira en möguleg bit sem ætti að hafa í hug. Þvag músa getur innihaldið ýmsa sýkla sem geta mengað og spillt matvælum. Þar fyrir utan geta mýs valdið umtalsverðu tjóni á innanstokksmunum og raflögnum og þær eru því engir aufúsugestir í mannabústöðum.

Það sem hér hefur verið sagt um sjúkdóma í tengslum við músabit á síður við á Íslandi en erlendis en mögulega vantar frekari rannsóknir á sýklum í músum hér á landi. Meginlínan er þó sú að í skolti dýra og manna eru ýmis konar örverur sem geta valdið sýkingu ef einstaklingur er bitinn af öðrum. Því er skynsamlegt að leita til læknis ef bitið nær að rjúfa æðar og fá viðeigandi meðferð til að hindra mögulega sýkingu.

Að lokum má benda á leiðbeiningar á vef Bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) um hvernig rétt sé að bregðast við bitum dýra almennt. Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt sé að hreinsa sárið með rennandi vatni, fjarlæga utanaðkomandi agnir sem kunna að vera í sárinu og kreista varlega þannig að blóð leki úr sárinu ef það blæðir ekki án þess. Ef blæðing er mikil skal búa um sárið og síðast en ekki síst ætti að leita til heilbrigðisþjónustunnar ef sárið er meira en smá skeina.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.1.2021

Spyrjandi

Jason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2021, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80330.

Jón Már Halldórsson. (2021, 22. janúar). Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80330

Jón Már Halldórsson. „Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2021. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80330>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs.

Í kjafti allra dýra er mikið af örverum af ýmsu tagi. Þessar örverur geta valdið alvarlegri sýkingu, meðal annars í blóði. Mýs eru ekki árásargjarnar í eðli sínu og það er mjög ólíklegt að fólk verði fyrir músabiti nema það handsami músina. Mýs í mannahöndum geta auðveldlega bitið til blóðs. Framtennur músa eru afar oddhvassar og smjúga auðveldlega í gegnum húðina. Þeir sem hafa orðið fyrir músabiti lýsa tilfinningunni sem léttri nálarstungu og í kjölfarið fylgir vægur sviði.

Öllum bitum geta fylgt sýklar og því er full ástæða til að fara varlega þótt litlar líkur séu á alvarlegum afleiðingum músabita á Íslandi.

Í munnvatni músa getur verið talsvert af sýklum en ekki er vitað til þess að fólk hafi sýkst alvarlega af bitum músa á Íslandi. Erlendis eru hins vegar þekktir ýmsir sjúkdómsvaldar sem tengjast músum, eins og til að mynda hantaveiran, sem er veira nefnd eftir Hantaan-fljótinu nálægt landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Um sjúkdóminn sem hún veldur má lesa meira um í svari Haraldar Briem við spurningunni Hvað er hantaveira? Reyndar er algengara að veiran smitist með þvagi eða skít en hún getur einnig borist með biti.

Önnur veira sem vel er þekkt að mýs geti borið með sér, kallast á erlendum málum lymphocytic choriomeningitis mammarenavirus (LCMV). Eins og með hantaveiruna er algengast að þessi veira berist í menn með snertingu við þvag, skít eða munnvatn músa en líklega einnig með biti. Veiran getur valdið einkennum í miðtaugakerfi. Auk þess að bera sýkla á milli er vitað um tilvik þar sem fólk hefur fengið ofnæmisviðbrögð vegna bita af völdum músa.

Það er fleira en möguleg bit sem ætti að hafa í hug. Þvag músa getur innihaldið ýmsa sýkla sem geta mengað og spillt matvælum. Þar fyrir utan geta mýs valdið umtalsverðu tjóni á innanstokksmunum og raflögnum og þær eru því engir aufúsugestir í mannabústöðum.

Það sem hér hefur verið sagt um sjúkdóma í tengslum við músabit á síður við á Íslandi en erlendis en mögulega vantar frekari rannsóknir á sýklum í músum hér á landi. Meginlínan er þó sú að í skolti dýra og manna eru ýmis konar örverur sem geta valdið sýkingu ef einstaklingur er bitinn af öðrum. Því er skynsamlegt að leita til læknis ef bitið nær að rjúfa æðar og fá viðeigandi meðferð til að hindra mögulega sýkingu.

Að lokum má benda á leiðbeiningar á vef Bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) um hvernig rétt sé að bregðast við bitum dýra almennt. Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt sé að hreinsa sárið með rennandi vatni, fjarlæga utanaðkomandi agnir sem kunna að vera í sárinu og kreista varlega þannig að blóð leki úr sárinu ef það blæðir ekki án þess. Ef blæðing er mikil skal búa um sárið og síðast en ekki síst ætti að leita til heilbrigðisþjónustunnar ef sárið er meira en smá skeina.

Heimildir og mynd:...