Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var:

Svo virðist sem (töku)orðið hottintotti sé þýskt að uppruna en hvernig er það komið til og hvað nákvæmlega þýðir það upprunalega?

Orðið hottintotti er sennilega fengið að láni í íslensku úr dönsku hottentot sem aftur fékk það úr hollensku hotentot (sjá Ordbog over det danske sprog á ordnet.dk). Orðið mun rakið til þjóðflokks frumbyggja í Suður-Afríku sem bjó á og kringum Góðravonarhöfða. Hollendingum mun hafa þótt smellihljóð í máli þjóðflokksins hljóma sem endurtekning á hot og tot. Úr holllensku barst hottentot í önnur Evrópumál (Skeat, bls. 247).

Orðið hottintotti er rakið til þjóðflokks frumbyggja í Suður-Afríku. Hollendingum mun hafa þótt smellihljóð í máli þjóðflokksins hljóma sem endurtekning á hot og tot. Myndin er frá 1805 og sýnir fólk af umræddum þjóðflokki.

Í íslensku hefur hottintotti einnig verið notað niðrandi um svarta menn og einnig almennt um menn sem skortir siðfágun og þá sagt: Hann er eins og hver annar hottintotti og halanegri.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.2.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2021, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80463.

Guðrún Kvaran. (2021, 12. febrúar). Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80463

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2021. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80463>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega?
Upprunalega spurningin var:

Svo virðist sem (töku)orðið hottintotti sé þýskt að uppruna en hvernig er það komið til og hvað nákvæmlega þýðir það upprunalega?

Orðið hottintotti er sennilega fengið að láni í íslensku úr dönsku hottentot sem aftur fékk það úr hollensku hotentot (sjá Ordbog over det danske sprog á ordnet.dk). Orðið mun rakið til þjóðflokks frumbyggja í Suður-Afríku sem bjó á og kringum Góðravonarhöfða. Hollendingum mun hafa þótt smellihljóð í máli þjóðflokksins hljóma sem endurtekning á hot og tot. Úr holllensku barst hottentot í önnur Evrópumál (Skeat, bls. 247).

Orðið hottintotti er rakið til þjóðflokks frumbyggja í Suður-Afríku. Hollendingum mun hafa þótt smellihljóð í máli þjóðflokksins hljóma sem endurtekning á hot og tot. Myndin er frá 1805 og sýnir fólk af umræddum þjóðflokki.

Í íslensku hefur hottintotti einnig verið notað niðrandi um svarta menn og einnig almennt um menn sem skortir siðfágun og þá sagt: Hann er eins og hver annar hottintotti og halanegri.

Heimildir og mynd:

...