Sólin Sólin Rís 10:41 • sest 15:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:52 • Sest 09:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:
Góðan dag, ég sé ekki að ég geti sent mynd með spurningu og því sendi ég spurninguna hér. Getið þið sagt mér hvaða skordýr þetta er? Þetta er út um allt á Arnarnesinu. Ég ólst upp í sveit á Norðurlandi og hafði mikinn áhuga á skordýrum en hef aldrei séð þetta áður. Ég sé ekki vængi á því og oft lyftir það aftari búk upp frá því yfirborði sem það situr á.

Skordýrið sem þarna um ræðir og spyrjandi segir að sé út um allt á Arnarnesinu mun vera haustfeti (Operophtera brumata) en það er fiðrildategund af ætt svonefndra feta (Geometridae).

Myndin sem spyrjandi sendi með er af haustfeta.

Á sunnanverðu landinu finnst haustfeti í birkiskógum og kjarri og hann er líka algengur í húsagörðum. Fiðrildin eru á ferli á haustin, alveg frá miðjum september og langt fram eftir nóvember. Það stemmir við fund spyrjanda á haustfeta á Arnarnesinu í byrjun nóvember.

Hægt er að lesa meira um haustfeta í svari eftir Erling Ólafsson við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Mynd:
  • Þorbjörg Una Þorkelsdóttir.


Höfundur þakkar Jóni Má Halldórssyni líffræðingi fyrir að greina skordýrið á myndinni.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.11.2020

Spyrjandi

Þorbjörg Una Þorkelsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2020. Sótt 29. nóvember 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=80478.

JGÞ. (2020, 6. nóvember). Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80478

JGÞ. „Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2020. Vefsíða. 29. nóv. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80478>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Góðan dag, ég sé ekki að ég geti sent mynd með spurningu og því sendi ég spurninguna hér. Getið þið sagt mér hvaða skordýr þetta er? Þetta er út um allt á Arnarnesinu. Ég ólst upp í sveit á Norðurlandi og hafði mikinn áhuga á skordýrum en hef aldrei séð þetta áður. Ég sé ekki vængi á því og oft lyftir það aftari búk upp frá því yfirborði sem það situr á.

Skordýrið sem þarna um ræðir og spyrjandi segir að sé út um allt á Arnarnesinu mun vera haustfeti (Operophtera brumata) en það er fiðrildategund af ætt svonefndra feta (Geometridae).

Myndin sem spyrjandi sendi með er af haustfeta.

Á sunnanverðu landinu finnst haustfeti í birkiskógum og kjarri og hann er líka algengur í húsagörðum. Fiðrildin eru á ferli á haustin, alveg frá miðjum september og langt fram eftir nóvember. Það stemmir við fund spyrjanda á haustfeta á Arnarnesinu í byrjun nóvember.

Hægt er að lesa meira um haustfeta í svari eftir Erling Ólafsson við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Mynd:
  • Þorbjörg Una Þorkelsdóttir.


Höfundur þakkar Jóni Má Halldórssyni líffræðingi fyrir að greina skordýrið á myndinni....