Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvað eru til margar fiðrildategundir?

MBS

Fiðrildi eru skordýr (Insecta) og tilheyra, ásamt mölflugum (e. moths), ættbálkinum Lepidoptera sem er innan flokks vængjaðra skordýra (Pterygota).

Ættbálkur fiðrilda og mölflugna er einn sá best þekkti og litríkasti meðal skordýra. Þekktar eru um 120.000 tegundir sem honum tilheyra, en um 80% af þeim (um 96.000 tegundir) teljast vera mölflugur.

Flest fiðrildi lifa á blómsykri og eru mörg þeirra mikilvægir frjóberar fyrir blómplöntur. Örfáar hitabeltistegundir lifa þó á blóði dýra og einhverjar drekka jafnvel tár spendýra.

Fiðrildi byrja lífshlaup sitt sem lirfur sem nærast á grænum hlutum plantna. Lirfan myndar svo hjúp sem kallast púpa og myndbreytist þar í fullvaxta fiðrildi. Nánar má lesa um myndbreytingu skordýra í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver eru einkenni skordýra?

Til eru fleiri svör á Vísindavefnum um fiðrildi, til dæmis:

Heimildir:
  • Brusca, R.C. og Brusca, G.J. 2002. Invertebrates. Sinauer Associates, Inc. Sunderland, Massachusetts.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Fjóla Gautadóttir, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Hvað eru til margar fiðrildategundir? “ Vísindavefurinn, 9. október 2006. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6276.

MBS. (2006, 9. október). Hvað eru til margar fiðrildategundir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6276

MBS. „Hvað eru til margar fiðrildategundir? “ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6276>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar fiðrildategundir?
Fiðrildi eru skordýr (Insecta) og tilheyra, ásamt mölflugum (e. moths), ættbálkinum Lepidoptera sem er innan flokks vængjaðra skordýra (Pterygota).

Ættbálkur fiðrilda og mölflugna er einn sá best þekkti og litríkasti meðal skordýra. Þekktar eru um 120.000 tegundir sem honum tilheyra, en um 80% af þeim (um 96.000 tegundir) teljast vera mölflugur.

Flest fiðrildi lifa á blómsykri og eru mörg þeirra mikilvægir frjóberar fyrir blómplöntur. Örfáar hitabeltistegundir lifa þó á blóði dýra og einhverjar drekka jafnvel tár spendýra.

Fiðrildi byrja lífshlaup sitt sem lirfur sem nærast á grænum hlutum plantna. Lirfan myndar svo hjúp sem kallast púpa og myndbreytist þar í fullvaxta fiðrildi. Nánar má lesa um myndbreytingu skordýra í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver eru einkenni skordýra?

Til eru fleiri svör á Vísindavefnum um fiðrildi, til dæmis:

Heimildir:
  • Brusca, R.C. og Brusca, G.J. 2002. Invertebrates. Sinauer Associates, Inc. Sunderland, Massachusetts.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....