Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Upprunalegu spurningarnar tvær voru þessar:
1) Ágúst: Maður hefur heyrt mikið frá fólki að COVID-19 sé ekkert hættulegri heldur en inflúensan og það eigi bara að láta faraldurinn ganga yfir. Eru til einhver samanburður á milli, sem er hægt að vísa í, takk fyrir? 2) Sigríður: Hversu margir látast úr árvissri flensu í samanburði við COVID-19 á heimsvísu árið 2020?

Í ýtarlegu svari við spurningunni Hver er munurinn á flensu og COVID-19? er fjallað sérstaklega um vandann við að bera saman fjölda tilfella og dauðsfalla ólíkra faraldra. Við bendum lesendum sem vilja kynna sér málið vel að lesa það svar, þar er einnig að finna heimildir fyrir því sem hér kemur fram.

Heimsfaraldur COVID-19 er iðulega borinn saman við fyrri heimsfaraldra inflúensu. Ef það er gert á þann hátt að leiðrétta fyrir aldri, meðferðarúrræðum og aðstæðum hverju sinni, benda nær öll gögn til þess að COVID-19 sé mun skæðari sjúkdómur en inflúensur sem valdið hafa heimsfaröldrum.

Hér ber þó að hafa í huga að samanburður á heimsfaraldri sem enn stendur yfir og heimsfaraldri sem er yfirstaðinn er ómögulegur. Ekki er hægt að meta endanlegan fjölda tilfella og dauðsfalla smitsjúkdóms í miðjum faraldri.

Talið er að árlega deyi 250.000 - 650.000 af völdum árstíðabundinnar flensu en þegar þetta svar er birt hafa rúmlega 1.400.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest. Heimskort sem sýnir fjölda dauðsfalla eftir löndum á hverja milljón íbúa. Kortið sýnir stöðuna 28. nóvember 2020.

Þegar þetta svar er birt hafa tæp 60 milljón tilfelli af COVID-19 verið staðfest og rúmlega 1.400.000 dauðsföll. En þar með er ekki öll sagan sögð; báðar tölurnar eru án efa vanmat. Endanlegt mat á skaðsemi fyrri inflúensufaraldra lá ekki fyrir fyrr en mörgum árum eftir að þeim lauk.

Ef litið er til árstíðabundinna faraldra inflúensu er metið að úr þeim deyi árlega um 250.000 - 650.000 einstaklingar. Það er augljóslega langtum lægra en dauðsföll vegna COVID-19, sérstaklega ef við höfum í huga að þau dauðsföll sem þegar hafa orðið eiga sér stað samhliða ströngustu lýðheilsuinngripum síðustu 100 ára.

Endanlegur skaði af COVID-19 mun ekki liggja ljós fyrir, fyrr en eftir fjölda ára. Samanburður á þessum tímapunkti gefur engu að síður skýra niðurstöðu um hvert stefnir.

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

1.12.2020

Spyrjandi

Ágúst, Sigríður Kristjánsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2020, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80543.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 1. desember). Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80543

Jón Magnús Jóhannesson. „Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2020. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan?
Upprunalegu spurningarnar tvær voru þessar:

1) Ágúst: Maður hefur heyrt mikið frá fólki að COVID-19 sé ekkert hættulegri heldur en inflúensan og það eigi bara að láta faraldurinn ganga yfir. Eru til einhver samanburður á milli, sem er hægt að vísa í, takk fyrir? 2) Sigríður: Hversu margir látast úr árvissri flensu í samanburði við COVID-19 á heimsvísu árið 2020?

Í ýtarlegu svari við spurningunni Hver er munurinn á flensu og COVID-19? er fjallað sérstaklega um vandann við að bera saman fjölda tilfella og dauðsfalla ólíkra faraldra. Við bendum lesendum sem vilja kynna sér málið vel að lesa það svar, þar er einnig að finna heimildir fyrir því sem hér kemur fram.

Heimsfaraldur COVID-19 er iðulega borinn saman við fyrri heimsfaraldra inflúensu. Ef það er gert á þann hátt að leiðrétta fyrir aldri, meðferðarúrræðum og aðstæðum hverju sinni, benda nær öll gögn til þess að COVID-19 sé mun skæðari sjúkdómur en inflúensur sem valdið hafa heimsfaröldrum.

Hér ber þó að hafa í huga að samanburður á heimsfaraldri sem enn stendur yfir og heimsfaraldri sem er yfirstaðinn er ómögulegur. Ekki er hægt að meta endanlegan fjölda tilfella og dauðsfalla smitsjúkdóms í miðjum faraldri.

Talið er að árlega deyi 250.000 - 650.000 af völdum árstíðabundinnar flensu en þegar þetta svar er birt hafa rúmlega 1.400.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest. Heimskort sem sýnir fjölda dauðsfalla eftir löndum á hverja milljón íbúa. Kortið sýnir stöðuna 28. nóvember 2020.

Þegar þetta svar er birt hafa tæp 60 milljón tilfelli af COVID-19 verið staðfest og rúmlega 1.400.000 dauðsföll. En þar með er ekki öll sagan sögð; báðar tölurnar eru án efa vanmat. Endanlegt mat á skaðsemi fyrri inflúensufaraldra lá ekki fyrir fyrr en mörgum árum eftir að þeim lauk.

Ef litið er til árstíðabundinna faraldra inflúensu er metið að úr þeim deyi árlega um 250.000 - 650.000 einstaklingar. Það er augljóslega langtum lægra en dauðsföll vegna COVID-19, sérstaklega ef við höfum í huga að þau dauðsföll sem þegar hafa orðið eiga sér stað samhliða ströngustu lýðheilsuinngripum síðustu 100 ára.

Endanlegur skaði af COVID-19 mun ekki liggja ljós fyrir, fyrr en eftir fjölda ára. Samanburður á þessum tímapunkti gefur engu að síður skýra niðurstöðu um hvert stefnir.

Mynd:...