Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagnlegt til þess að læra hvaða úrræði virkuðu áður vel, hvað gagnaðist síður og hver hugsanlegur skaði getur orðið. Hins vegar er mjög vandasamt að bera saman fjölda tilfella og dauðsfalla ólíkra faraldra. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar en grundvallast í raun á tvennu: mismunandi sögusviði hverju sinni og mismunandi eiginleikum hvers smitsjúkdóms.

Fyrst er gagnlegt að skilgreina nokkur hugtök sem tengjast umræðunni:
 • Dánartíðni (e. mortality rate): fjöldi dauðsfalla í ákveðnu þýði (e. population) á ákveðnum tíma; oft er þetta sett fram sem fjöldi dauðsfalla á 100.000 einstaklinga á einu ári. Þannig er hægt að skoða dánartíðni fyrir mismunandi sjúkdóma, mismunandi hópa í samfélaginu og mismunandi tímabil.
 • Case fatality ratio (CFR): hlutfall einstaklinga sem greinast með tiltekið heilsufarsvandamál og deyja vegna þess. CFR er hlutfall og má setja fram sem prósentu. Það er því mælikvarði á alvarleika heilsufarsvandamáls meðal þeirra sem greinast með það.
 • Infection fatality ratio (IFR): hlutfall einstaklinga sem sýkjast af vissum sýkingarvaldi og deyja vegna hans. Þetta er einnig hlutfall og má setja fram sem prósentu. Ólíkt CFR er þetta þannig einskorðað við sýkingar en hér er verið að reyna að leiðrétta fyrir því að ekki allir sem smitast af sýkingarvaldi greinast. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þar sem sýkingar geta valdið litlum eða engum einkennum, eða skortur getur verið á greiningarúrræðum. IFR er þannig mælikvarði á alvarleika sýkingar fyrir alla þá sem smitast, ekki aðeins þá sem greinast.

Fyrir dánartíðni, CFR og IFR skiptir máli hvaða þýði er til skoðunar hverju sinni. Því sem næst allir smitsjúkdómar eru misalvarlegir. COVID-19 er til dæmis hættulegri því eldri sem einstaklingur er. Sömuleiðis eru einstaklingar með hjartabilun líklegri til að verða alvarlega veikir vegna COVID-19. Þannig er í raun engin ein tala sem nær að endurspegla alvarleika sýkingar.

Til að útskýra þetta betur má búa til einfalt dæmi - gefum okkur að nýr smitsjúkdómur hafi komið upp á Íslandi. 1000 einstaklingar sýktust en aðeins 100 greindust með þennan smitsjúkdóm. Af greindum tilfellum dóu 10 einstaklingar en 1 einstaklingur dó sem greindist aldrei með smitsjúkdóminn. Gefum okkur að fjöldi einstaklinga á Íslandi á þeim tíma hafi verið nákvæmlega 360.000 og að allir voru í hættu á að fá sýkinguna. Allt þetta gerðist á einu ári. Reiknum þá dánartíðni, CFR og IFR:
 • Dánartíðni: 10 dauðsföll / 360.000 einstaklingar x 100.000 einstaklingar = 2,78 dauðsföll/100.000 einstaklinga
 • CFR: 10 dauðsföll / 100 greind tilfelli = 10%
 • IFR: 10 dauðsföll / 1000 sýkingar = 1%

Gefum okkur síðan að af þeim sem dóu hafi 8 verið yfir 70 ára, fjöldi staðfestra tilfella í þessum hópi hafi verið 15 og fjöldi sýkinga 50. CFR og IFR fyrir einstaklinga yfir 70 ára í þessu dæmi væri þá:

 • CFR: 8 dauðsföll / 15 greind tilfelli = 53,3%
 • IFR: 8 dauðsföll / 50 sýkingar = 16%

Í öllum þessum tilfellum var síðan ekki hægt að gera ráð fyrir dauðsfallinu þar sem sýkingin greindist ekki til að byrja með. Þetta sýnir það mikla flækjustig sem felst í því að meta hversu lífshættulegur sjúkdómur getur verið.

Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) er iðulega borinn saman við fyrri heimsfaraldra, þá sérstaklega heimsfaraldra inflúensu. Inflúensa og COVID-19 eiga vissulega margt sameiginlegt; til dæmis er smitleið beggja sjúkdóma aðallega með dropum og snertingu. Báðar sýkingar byrja sem efri öndunarfærasýkingar og geta færst niður í neðri öndunarfærin. Fyrstu einkenni eru gjarnan svipuð - hiti, hósti, höfuðverkir og slappleiki. Hærri aldur og vissir undirliggjandi sjúkdómar auka hættu á alvarlegum veikindum fyrir báða smitsjúkdóma. Flestir sem fá bæði inflúensu og COVID-19 verða ekki alvarlega veikir, en báðir smitsjúkdómar geta einnig valdið alvarlegum lungnabólgum sem geta leitt til öndunarbilunar.

Ef við leiðréttum fyrir aldri, meðferðarúrræðum og aðstæðum hverju sinni, benda nær öll gögn til þess að COVID-19 sé vissulega mun skæðari sjúkdómur en fyrri inflúensur sem valdið hafa heimsfaröldrum.

Hins vegar er ekki hægt að bera beint saman sjúkdómsbyrði og dánartíðni vegna þessara tveggja sjúkdóma. Ef við leiðréttum fyrir aldri, meðferðarúrræðum og aðstæðum hverju sinni, benda nær öll gögn til þess að COVID-19 sé vissulega mun skæðari sjúkdómur en inflúensur sem valdið hafa heimsfaröldrum. Samt sem áður er erfitt að réttlæta samanburðinn til að byrja með.

Af hverju? Í fyrsta lagi er ástæðan sú að erfitt er að meta fjölda tilfella og dauðsfalla vegna smitsjúkdóms í miðjum faraldri. Þó ljóst sé, þegar þetta svar er skrifað, að nú séum við komin upp í tæp 60 milljón staðfest tilfelli og rúmlega 1.400.000 dauðsföll, er þar með ekki öll sagan sögð; báðar tölurnar eru án efa vanmat. Endanlegt mat á skaðsemi fyrri inflúensufaraldra lá ekki fyrir fyrr en mörgum árum eftir að þeim lauk. Ef við lítum til árstíðabundinna faraldra inflúensu er metið að árlega deyi um 250.000 - 650.000 einstaklingar úr inflúensu. Þetta er bersýnilega langtum lægra en dauðsföll vegna COVID-19, sérstaklega þegar við höfum í huga að þetta er fjöldi dauðsfalla samhliða ströngustu lýðheilsuinngripum síðustu 100 ára. Síðan mun endanlegur skaði af COVID-19 ekki liggja ljós fyrir, fyrr en eftir fjölda ára. Vegna þess að núverandi heimsfaraldur COVID-19 er langt frá því yfirstaðinn er hreinlega ómögulegt að bera saman fjölda tilfella og dauðsfalla í þessum faraldri við tölur um fyrri faraldra, þó sá samanburður gefi nú þegar nokkuð skýrar niðurstöður.

Í öðru lagi er erfitt að vita hvernig best er að bera faraldrana saman. Fjöldi tilfella er ein leið en hún er verulega ónákvæm. Milljón einstaklingar gætu veikst af einum sjúkdómi en allir haft væg einkenni. Að sama skapi gætu 1.000 einstaklingar orðið veikir af öðrum sjúkdómi og 900 þeirra dáið. Það er enginn vafi á því hvor sjúkdómurinn væri varasamari. Eins og ljóst ætti að vera getur síðan verið margslungið að meta dánartíðni, CFR og IFR.

Tökum COVID-19 sem dæmi: einstaklingar yngri en 50 ára verða sjaldnast lífshættulega veikir vegna COVID-19. Eftir fimmtugt (og sérstaklega eftir sextugt) fer CFR hins vegar hratt hækkandi. Dánarhlutfall virðist vera um 5-10% fyrir 70-80 ára einstaklinga en 10-30% fyrir 80 ára og yfir. Hafa ber hér í huga að við erum samt að reikna CFR og vitum áfram ekki nákvæmlega hver heildarfjöldi smitaðra er. Þrátt fyrir það eru þetta sláandi tölur. Hins vegar er meirihluti þeirra sem fá COVID-19 undir fimmtugu. Þetta þýðir að ef við skoðum CFR eða IFR einungis yfir samfélagið allt, þá getur talan reynst nokkuð lág. Nýlegar rannsóknir benda til þess að aldursdreifing tilfella í hverju landi fyrir sig eigi stærstan þátt í breytileika sem sjá má í dánartíðni COVID-19. Áætlað er að IFR COVID-19 í heild sé á bilinu 0,4-1,0% en þessi tala skautar yfir einstaklingsbundna þætti eins og aldur. Þannig segir ein tala alls ekki alla söguna.

Nýleg rannsókn Levin og félaga, sem hefur ekki verið ritrýnd við ritun þessa svars, reyndi að meta IFR eftir aldurshópum með því að taka saman niðurstöður annarra rannsókn: IFR var 0,01%, 0,4%, 1,4%, 4,6% og 15% fyrir aldurinn 25 ára, 55 ára, 65 ára, 75 ára og 85 ára. Á Íslandi er greiningargeta mjög góð, þó víst sé að við náum ekki að greina öll tilfelli COVID-19 - CFR mælist hér 0,51% en grundvallast þó aðeins á 26 andlátum meðal 5.110 tilfella þar sem einangrun er lokið. Vegna smæðar Íslands getur reynst erfitt að alhæfa út frá þessum tölum hverjar raunlíkur eru á dauða fyrir hvern og einn, þó tölurnar samræmist ágætlega því sem sést víðar.[1]

Síðan er rétt að taka fram að andlát er ekki eini skaðinn sem sýkingar geta valdið. Ljóst er að COVID-19 getur valdið langvinnum einkennum hjá vissum hluta þeirra sem sýkjast, til dæmis þreytu, vöðvaverkjum og skerðingu á athygli. Þetta er eitthvað sem við erum rétt svo að byrja að rannsaka og ber að fylgjast vel með. Með því að einblína á dauðsföll geta þessi einkenni hreinlega gleymst, þó markverð séu.

Í þriðja lagi erum við gjarnan að bera COVID-19 saman við faraldra á gjörólíkum tímum á síðustu öld. Skæðasti heimsfaraldur síðustu aldar var inflúensufaraldurinn 1918-1919, sem talið er að hafi sýkt um þriðjung jarðarbúa (500 milljónir manna á þeim tíma) og dregið til dauða að minnsta kosti 50 milljónir. Þetta eru ógnvænlegar tölur og um var að ræða sérlega skæðan inflúensufaraldur. Hins vegar hafa nýlegri rannsóknir bent endurtekið til þess að meirihluta dauðsfalla vegna heimsfaraldursins hafi mátt rekja til bakteríulungnabólgu sem kom í kjölfar veirusýkingarinnar. Sama virtist vera raunin í seinni inflúensufaröldrum; heimsfaraldrar inflúensu 1957-1958 („asíska flensan“) og 1968-1969 („Hong Kong-flensan“).

Nýlegarrannsóknir hafa endurtekið bent til þess að meirihluta dauðsfalla vegna spænsku veikinnar hafi mátt rekja til bakteríulungnabólgu sem kom í kjölfar veirusýkingarinnar. Á árunum þegar spænska veikin geisaði voru sýklalyf ekki til og þar af leiðandi höfðu læknar fá úrræði til að meðhöndla bakteríulungnabólgur.

Hafa ber í huga að árin 1918-1919 voru sýklalyf hreinlega ekki til, og þar af leiðandi takmarkaðar aðferðir til meðhöndlunar á bakteríulungnabólgum. Enn fremur kom heimsfaraldurinn 1918 siglandi inn í lokasprett fyrri heimstyrjaldarinnar, með skertu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, mikilli nánd fjölmargra einstaklinga (til dæmis í herbúðum) og viðvarandi næringarskorti og óviðunandi heimilisaðstæðum um allan heim. Þó slíkar aðstæður megi vissulega finna víða um heim enn í dag er ekki hægt að segja að viðlíka ástand sé í heiminum öllum árið 2020. Flest andlát vegna COVID-19 má rekja til beinna eða óbeinna afleiðinga veirusýkingarinnar sjálfrar, ekki annarra sýkinga. Þess vegna er líklegt að ef COVID-19 hefði komið upp árið 1918 hefði skaðinn verið umtalsvert meiri en sá sem við sjáum í dag.

Ef við skoðum árstíðabundna inflúensu og síðasta heimsfaraldur inflúensu, hina svokölluðu svínaflensu, hefur CFR í þeim tilfellum verið metið í kringum 0,05-0,1%. Þarna erum við auðvitað aftur að skauta yfir fjöldamörg smáatriði en bara með því að horfa á þær tölur er ljóst að COVID-19 er ekki sama eðlis. Einnig er aukið ónæmi gegn inflúensu í samfélaginu, þrátt fyrir breytileika inflúensuveirunnar milli ára. Þannig er ljóst að fleiri eru næmir fyrir sýkingu með SARS-CoV-2, óháð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn síðan verður. Ekki hefur verið sýnt fram á að fyrirliggjandi ónæmi (frumubundið eða mótefnabundið) gegn öðrum kórónuveirum sé verndandi í tilfelli COVID-19, þó sá möguleiki sé vissulega til staðar.

Hér, líkt og annars staðar, er gott að taka hlutina saman:
 • Hvernig sem við skilgreinum skaðsemi COVID-19 er um að ræða skæðasta heimsfaraldur öndunarfærasýkingar í yfir 100 ár.
 • Inflúensa og COVID-19 eiga margt sameiginlegt en ómögulegt er að bera beint saman hina mismunandi heimsfaraldra sem gengið hafa yfir heimsbyggðina.
 • Nær öll gögn benda skýrt til þess að COVID-19 sé mun skaðlegri en inflúensa - hins vegar er beinn samanburður lítt gagnlegur.
 • Það er ekki nóg að skoða dánarhlutfallið yfir allt samfélagið - flestir yngri en fimmtugt fá ekki lífshættulegan sjúkdóm vegna COVID-19 en þegar aldur er 70 ára eða eldri er hætta á dauðsfalli orðin verulega há.
 • Andlát er ekki eini skaðinn sem sýkingar geta valdið. Vitað er að COVID-19 getur valdið langvinnum einkennum hjá vissum hluta þeirra sem sýkjast, til dæmis þreytu, vöðvaverkjum og mæði en rannsóknir á þessu eru skammt á veg komnar.

Tilvísun:
 1. ^ Sjá hér: Tölulegar upplýsingar. (Sótt 26.11.2020).

Heimildir:

Mynd:

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 7.9.2020 en var uppfært með nýjum upplýsingum og heimildum 27.11.2020.

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, Jóhönnu Jakobsdóttur, líftölfræðingi hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og Snædísi Huld Björnsdóttur, sameindalíffræðingi og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan dag. COVID. Nú er ég alltaf að sjá fólk vera á móti hörðum aðgerðum vegna COVID og vísa í þessa og hina flensu sem drápu svo og svo marga (og engar ráðstafanir gerðar). Getið þið hent í grein sem fer í gegnum það hvers vegna COVID er hættulegri/öðruvísi en aðrar farsóttir sem hafa farið um heiminn? Hong Kong-flensa o.s.frv. Kannski vísað í smitstuðlatölur eða hvað það er og já bara sett þetta upp á leikmanns-skiljanlegan hátt með vísan í heimildir. Ég hef ekki næga kunnáttu til að finna þetta dregið saman á þann hátt að ég nenni áfram að munnhöggvast við COVID-afneitara.

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

27.11.2020

Spyrjandi

Agnar Már Hreiðarsson

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hver er munurinn á flensu og COVID-19?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2020. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79953.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 27. nóvember). Hver er munurinn á flensu og COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79953

Jón Magnús Jóhannesson. „Hver er munurinn á flensu og COVID-19?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2020. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79953>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagnlegt til þess að læra hvaða úrræði virkuðu áður vel, hvað gagnaðist síður og hver hugsanlegur skaði getur orðið. Hins vegar er mjög vandasamt að bera saman fjölda tilfella og dauðsfalla ólíkra faraldra. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar en grundvallast í raun á tvennu: mismunandi sögusviði hverju sinni og mismunandi eiginleikum hvers smitsjúkdóms.

Fyrst er gagnlegt að skilgreina nokkur hugtök sem tengjast umræðunni:
 • Dánartíðni (e. mortality rate): fjöldi dauðsfalla í ákveðnu þýði (e. population) á ákveðnum tíma; oft er þetta sett fram sem fjöldi dauðsfalla á 100.000 einstaklinga á einu ári. Þannig er hægt að skoða dánartíðni fyrir mismunandi sjúkdóma, mismunandi hópa í samfélaginu og mismunandi tímabil.
 • Case fatality ratio (CFR): hlutfall einstaklinga sem greinast með tiltekið heilsufarsvandamál og deyja vegna þess. CFR er hlutfall og má setja fram sem prósentu. Það er því mælikvarði á alvarleika heilsufarsvandamáls meðal þeirra sem greinast með það.
 • Infection fatality ratio (IFR): hlutfall einstaklinga sem sýkjast af vissum sýkingarvaldi og deyja vegna hans. Þetta er einnig hlutfall og má setja fram sem prósentu. Ólíkt CFR er þetta þannig einskorðað við sýkingar en hér er verið að reyna að leiðrétta fyrir því að ekki allir sem smitast af sýkingarvaldi greinast. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þar sem sýkingar geta valdið litlum eða engum einkennum, eða skortur getur verið á greiningarúrræðum. IFR er þannig mælikvarði á alvarleika sýkingar fyrir alla þá sem smitast, ekki aðeins þá sem greinast.

Fyrir dánartíðni, CFR og IFR skiptir máli hvaða þýði er til skoðunar hverju sinni. Því sem næst allir smitsjúkdómar eru misalvarlegir. COVID-19 er til dæmis hættulegri því eldri sem einstaklingur er. Sömuleiðis eru einstaklingar með hjartabilun líklegri til að verða alvarlega veikir vegna COVID-19. Þannig er í raun engin ein tala sem nær að endurspegla alvarleika sýkingar.

Til að útskýra þetta betur má búa til einfalt dæmi - gefum okkur að nýr smitsjúkdómur hafi komið upp á Íslandi. 1000 einstaklingar sýktust en aðeins 100 greindust með þennan smitsjúkdóm. Af greindum tilfellum dóu 10 einstaklingar en 1 einstaklingur dó sem greindist aldrei með smitsjúkdóminn. Gefum okkur að fjöldi einstaklinga á Íslandi á þeim tíma hafi verið nákvæmlega 360.000 og að allir voru í hættu á að fá sýkinguna. Allt þetta gerðist á einu ári. Reiknum þá dánartíðni, CFR og IFR:
 • Dánartíðni: 10 dauðsföll / 360.000 einstaklingar x 100.000 einstaklingar = 2,78 dauðsföll/100.000 einstaklinga
 • CFR: 10 dauðsföll / 100 greind tilfelli = 10%
 • IFR: 10 dauðsföll / 1000 sýkingar = 1%

Gefum okkur síðan að af þeim sem dóu hafi 8 verið yfir 70 ára, fjöldi staðfestra tilfella í þessum hópi hafi verið 15 og fjöldi sýkinga 50. CFR og IFR fyrir einstaklinga yfir 70 ára í þessu dæmi væri þá:

 • CFR: 8 dauðsföll / 15 greind tilfelli = 53,3%
 • IFR: 8 dauðsföll / 50 sýkingar = 16%

Í öllum þessum tilfellum var síðan ekki hægt að gera ráð fyrir dauðsfallinu þar sem sýkingin greindist ekki til að byrja með. Þetta sýnir það mikla flækjustig sem felst í því að meta hversu lífshættulegur sjúkdómur getur verið.

Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) er iðulega borinn saman við fyrri heimsfaraldra, þá sérstaklega heimsfaraldra inflúensu. Inflúensa og COVID-19 eiga vissulega margt sameiginlegt; til dæmis er smitleið beggja sjúkdóma aðallega með dropum og snertingu. Báðar sýkingar byrja sem efri öndunarfærasýkingar og geta færst niður í neðri öndunarfærin. Fyrstu einkenni eru gjarnan svipuð - hiti, hósti, höfuðverkir og slappleiki. Hærri aldur og vissir undirliggjandi sjúkdómar auka hættu á alvarlegum veikindum fyrir báða smitsjúkdóma. Flestir sem fá bæði inflúensu og COVID-19 verða ekki alvarlega veikir, en báðir smitsjúkdómar geta einnig valdið alvarlegum lungnabólgum sem geta leitt til öndunarbilunar.

Ef við leiðréttum fyrir aldri, meðferðarúrræðum og aðstæðum hverju sinni, benda nær öll gögn til þess að COVID-19 sé vissulega mun skæðari sjúkdómur en fyrri inflúensur sem valdið hafa heimsfaröldrum.

Hins vegar er ekki hægt að bera beint saman sjúkdómsbyrði og dánartíðni vegna þessara tveggja sjúkdóma. Ef við leiðréttum fyrir aldri, meðferðarúrræðum og aðstæðum hverju sinni, benda nær öll gögn til þess að COVID-19 sé vissulega mun skæðari sjúkdómur en inflúensur sem valdið hafa heimsfaröldrum. Samt sem áður er erfitt að réttlæta samanburðinn til að byrja með.

Af hverju? Í fyrsta lagi er ástæðan sú að erfitt er að meta fjölda tilfella og dauðsfalla vegna smitsjúkdóms í miðjum faraldri. Þó ljóst sé, þegar þetta svar er skrifað, að nú séum við komin upp í tæp 60 milljón staðfest tilfelli og rúmlega 1.400.000 dauðsföll, er þar með ekki öll sagan sögð; báðar tölurnar eru án efa vanmat. Endanlegt mat á skaðsemi fyrri inflúensufaraldra lá ekki fyrir fyrr en mörgum árum eftir að þeim lauk. Ef við lítum til árstíðabundinna faraldra inflúensu er metið að árlega deyi um 250.000 - 650.000 einstaklingar úr inflúensu. Þetta er bersýnilega langtum lægra en dauðsföll vegna COVID-19, sérstaklega þegar við höfum í huga að þetta er fjöldi dauðsfalla samhliða ströngustu lýðheilsuinngripum síðustu 100 ára. Síðan mun endanlegur skaði af COVID-19 ekki liggja ljós fyrir, fyrr en eftir fjölda ára. Vegna þess að núverandi heimsfaraldur COVID-19 er langt frá því yfirstaðinn er hreinlega ómögulegt að bera saman fjölda tilfella og dauðsfalla í þessum faraldri við tölur um fyrri faraldra, þó sá samanburður gefi nú þegar nokkuð skýrar niðurstöður.

Í öðru lagi er erfitt að vita hvernig best er að bera faraldrana saman. Fjöldi tilfella er ein leið en hún er verulega ónákvæm. Milljón einstaklingar gætu veikst af einum sjúkdómi en allir haft væg einkenni. Að sama skapi gætu 1.000 einstaklingar orðið veikir af öðrum sjúkdómi og 900 þeirra dáið. Það er enginn vafi á því hvor sjúkdómurinn væri varasamari. Eins og ljóst ætti að vera getur síðan verið margslungið að meta dánartíðni, CFR og IFR.

Tökum COVID-19 sem dæmi: einstaklingar yngri en 50 ára verða sjaldnast lífshættulega veikir vegna COVID-19. Eftir fimmtugt (og sérstaklega eftir sextugt) fer CFR hins vegar hratt hækkandi. Dánarhlutfall virðist vera um 5-10% fyrir 70-80 ára einstaklinga en 10-30% fyrir 80 ára og yfir. Hafa ber hér í huga að við erum samt að reikna CFR og vitum áfram ekki nákvæmlega hver heildarfjöldi smitaðra er. Þrátt fyrir það eru þetta sláandi tölur. Hins vegar er meirihluti þeirra sem fá COVID-19 undir fimmtugu. Þetta þýðir að ef við skoðum CFR eða IFR einungis yfir samfélagið allt, þá getur talan reynst nokkuð lág. Nýlegar rannsóknir benda til þess að aldursdreifing tilfella í hverju landi fyrir sig eigi stærstan þátt í breytileika sem sjá má í dánartíðni COVID-19. Áætlað er að IFR COVID-19 í heild sé á bilinu 0,4-1,0% en þessi tala skautar yfir einstaklingsbundna þætti eins og aldur. Þannig segir ein tala alls ekki alla söguna.

Nýleg rannsókn Levin og félaga, sem hefur ekki verið ritrýnd við ritun þessa svars, reyndi að meta IFR eftir aldurshópum með því að taka saman niðurstöður annarra rannsókn: IFR var 0,01%, 0,4%, 1,4%, 4,6% og 15% fyrir aldurinn 25 ára, 55 ára, 65 ára, 75 ára og 85 ára. Á Íslandi er greiningargeta mjög góð, þó víst sé að við náum ekki að greina öll tilfelli COVID-19 - CFR mælist hér 0,51% en grundvallast þó aðeins á 26 andlátum meðal 5.110 tilfella þar sem einangrun er lokið. Vegna smæðar Íslands getur reynst erfitt að alhæfa út frá þessum tölum hverjar raunlíkur eru á dauða fyrir hvern og einn, þó tölurnar samræmist ágætlega því sem sést víðar.[1]

Síðan er rétt að taka fram að andlát er ekki eini skaðinn sem sýkingar geta valdið. Ljóst er að COVID-19 getur valdið langvinnum einkennum hjá vissum hluta þeirra sem sýkjast, til dæmis þreytu, vöðvaverkjum og skerðingu á athygli. Þetta er eitthvað sem við erum rétt svo að byrja að rannsaka og ber að fylgjast vel með. Með því að einblína á dauðsföll geta þessi einkenni hreinlega gleymst, þó markverð séu.

Í þriðja lagi erum við gjarnan að bera COVID-19 saman við faraldra á gjörólíkum tímum á síðustu öld. Skæðasti heimsfaraldur síðustu aldar var inflúensufaraldurinn 1918-1919, sem talið er að hafi sýkt um þriðjung jarðarbúa (500 milljónir manna á þeim tíma) og dregið til dauða að minnsta kosti 50 milljónir. Þetta eru ógnvænlegar tölur og um var að ræða sérlega skæðan inflúensufaraldur. Hins vegar hafa nýlegri rannsóknir bent endurtekið til þess að meirihluta dauðsfalla vegna heimsfaraldursins hafi mátt rekja til bakteríulungnabólgu sem kom í kjölfar veirusýkingarinnar. Sama virtist vera raunin í seinni inflúensufaröldrum; heimsfaraldrar inflúensu 1957-1958 („asíska flensan“) og 1968-1969 („Hong Kong-flensan“).

Nýlegarrannsóknir hafa endurtekið bent til þess að meirihluta dauðsfalla vegna spænsku veikinnar hafi mátt rekja til bakteríulungnabólgu sem kom í kjölfar veirusýkingarinnar. Á árunum þegar spænska veikin geisaði voru sýklalyf ekki til og þar af leiðandi höfðu læknar fá úrræði til að meðhöndla bakteríulungnabólgur.

Hafa ber í huga að árin 1918-1919 voru sýklalyf hreinlega ekki til, og þar af leiðandi takmarkaðar aðferðir til meðhöndlunar á bakteríulungnabólgum. Enn fremur kom heimsfaraldurinn 1918 siglandi inn í lokasprett fyrri heimstyrjaldarinnar, með skertu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, mikilli nánd fjölmargra einstaklinga (til dæmis í herbúðum) og viðvarandi næringarskorti og óviðunandi heimilisaðstæðum um allan heim. Þó slíkar aðstæður megi vissulega finna víða um heim enn í dag er ekki hægt að segja að viðlíka ástand sé í heiminum öllum árið 2020. Flest andlát vegna COVID-19 má rekja til beinna eða óbeinna afleiðinga veirusýkingarinnar sjálfrar, ekki annarra sýkinga. Þess vegna er líklegt að ef COVID-19 hefði komið upp árið 1918 hefði skaðinn verið umtalsvert meiri en sá sem við sjáum í dag.

Ef við skoðum árstíðabundna inflúensu og síðasta heimsfaraldur inflúensu, hina svokölluðu svínaflensu, hefur CFR í þeim tilfellum verið metið í kringum 0,05-0,1%. Þarna erum við auðvitað aftur að skauta yfir fjöldamörg smáatriði en bara með því að horfa á þær tölur er ljóst að COVID-19 er ekki sama eðlis. Einnig er aukið ónæmi gegn inflúensu í samfélaginu, þrátt fyrir breytileika inflúensuveirunnar milli ára. Þannig er ljóst að fleiri eru næmir fyrir sýkingu með SARS-CoV-2, óháð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn síðan verður. Ekki hefur verið sýnt fram á að fyrirliggjandi ónæmi (frumubundið eða mótefnabundið) gegn öðrum kórónuveirum sé verndandi í tilfelli COVID-19, þó sá möguleiki sé vissulega til staðar.

Hér, líkt og annars staðar, er gott að taka hlutina saman:
 • Hvernig sem við skilgreinum skaðsemi COVID-19 er um að ræða skæðasta heimsfaraldur öndunarfærasýkingar í yfir 100 ár.
 • Inflúensa og COVID-19 eiga margt sameiginlegt en ómögulegt er að bera beint saman hina mismunandi heimsfaraldra sem gengið hafa yfir heimsbyggðina.
 • Nær öll gögn benda skýrt til þess að COVID-19 sé mun skaðlegri en inflúensa - hins vegar er beinn samanburður lítt gagnlegur.
 • Það er ekki nóg að skoða dánarhlutfallið yfir allt samfélagið - flestir yngri en fimmtugt fá ekki lífshættulegan sjúkdóm vegna COVID-19 en þegar aldur er 70 ára eða eldri er hætta á dauðsfalli orðin verulega há.
 • Andlát er ekki eini skaðinn sem sýkingar geta valdið. Vitað er að COVID-19 getur valdið langvinnum einkennum hjá vissum hluta þeirra sem sýkjast, til dæmis þreytu, vöðvaverkjum og mæði en rannsóknir á þessu eru skammt á veg komnar.

Tilvísun:
 1. ^ Sjá hér: Tölulegar upplýsingar. (Sótt 26.11.2020).

Heimildir:

Mynd:

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 7.9.2020 en var uppfært með nýjum upplýsingum og heimildum 27.11.2020.

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, Jóhönnu Jakobsdóttur, líftölfræðingi hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og Snædísi Huld Björnsdóttur, sameindalíffræðingi og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan dag. COVID. Nú er ég alltaf að sjá fólk vera á móti hörðum aðgerðum vegna COVID og vísa í þessa og hina flensu sem drápu svo og svo marga (og engar ráðstafanir gerðar). Getið þið hent í grein sem fer í gegnum það hvers vegna COVID er hættulegri/öðruvísi en aðrar farsóttir sem hafa farið um heiminn? Hong Kong-flensa o.s.frv. Kannski vísað í smitstuðlatölur eða hvað það er og já bara sett þetta upp á leikmanns-skiljanlegan hátt með vísan í heimildir. Ég hef ekki næga kunnáttu til að finna þetta dregið saman á þann hátt að ég nenni áfram að munnhöggvast við COVID-afneitara.
...