Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:
Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“?

Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt í málinu um þær mundir. Pappírskilja er þýðing á enska orðinu paperback. Fljótlega fór að bera á styttingunni kilja og í Alþýðublaðinu 1969 má lesa þetta:

Enn meiri nýjung er að kilju-flokki Máls og menningar.

Framan af höfðu ýmsir ímugust á kiljum og völdu fremur harðspjaldabækur, sérstaklega til gjafa, en breyting hefur orðið á og eru nú kiljur á jólabókaborðum verslana við hlið harðspjaldabóka.

Pappírskilja er þýðing á enska orðinu paperback. Fljótlega fór að bera á styttingunni kilja.

Orðið kilja er myndað af orðinu kjölur en kjölur er ræma sem tengir saman spjöld á bók.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.12.2020

Spyrjandi

Kristján Tjörvason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2020. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80599.

Guðrún Kvaran. (2020, 17. desember). Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80599

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2020. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80599>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“?

Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt í málinu um þær mundir. Pappírskilja er þýðing á enska orðinu paperback. Fljótlega fór að bera á styttingunni kilja og í Alþýðublaðinu 1969 má lesa þetta:

Enn meiri nýjung er að kilju-flokki Máls og menningar.

Framan af höfðu ýmsir ímugust á kiljum og völdu fremur harðspjaldabækur, sérstaklega til gjafa, en breyting hefur orðið á og eru nú kiljur á jólabókaborðum verslana við hlið harðspjaldabóka.

Pappírskilja er þýðing á enska orðinu paperback. Fljótlega fór að bera á styttingunni kilja.

Orðið kilja er myndað af orðinu kjölur en kjölur er ræma sem tengir saman spjöld á bók.

Mynd:...