Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Jón Már Halldórsson

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þennan sérstaka lit fyrr en þeir eru stálpaðir.

Dalaflæmingjar (Phoenicoparrus jamesi) sem eiga heimkynni sín á sléttum Andesfjalla í Suður-Ameríku.

Helsta fæða flæmingja eru blágrænir þörungar sem innihalda litarefni sem kallast beta-karótín. Þeir éta einnig rækjur og önnur krabbadýr sem hafa tekið litarefnið upp frá þörungunum. Karótín gefur rauðan eða appelsínugulan lit og er sama litarefnið og finnst til dæmis í gulrótum, sætum kartöflum og fleira grænmeti. Við meltingu fæðunnar brjóta ensím í lifrinni karótínið niður og það binst síðan við fitufrumur. Liturinn á efninu kemur svo fram þegar fitufrumurnar eru notaðar í myndun fjaðra og endurnýjun goggs. Þannig fær fjaðrahamur flæmingja og goggur þeirra þetta bleika eða ljósrauða yfirbragð.

Hversu dökkur eða skær litur flæmingja er ræðst af því hvernig fæða þeirra er samsett, hversu mikið af litarefninu þeir komast yfir. Rétt er að taka fram starfsmenn dýragarða gæta þess yfirleitt að fóðra flæmingja í haldi manna á mat sem inniheldur beta-karótín, sé það ekki gert dofnar litur þeirra smám saman.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.2.2021

Spyrjandi

Arnar Elvarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru flæmingjar bleikir?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2021, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80938.

Jón Már Halldórsson. (2021, 12. febrúar). Af hverju eru flæmingjar bleikir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80938

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru flæmingjar bleikir?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2021. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80938>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru flæmingjar bleikir?
Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þennan sérstaka lit fyrr en þeir eru stálpaðir.

Dalaflæmingjar (Phoenicoparrus jamesi) sem eiga heimkynni sín á sléttum Andesfjalla í Suður-Ameríku.

Helsta fæða flæmingja eru blágrænir þörungar sem innihalda litarefni sem kallast beta-karótín. Þeir éta einnig rækjur og önnur krabbadýr sem hafa tekið litarefnið upp frá þörungunum. Karótín gefur rauðan eða appelsínugulan lit og er sama litarefnið og finnst til dæmis í gulrótum, sætum kartöflum og fleira grænmeti. Við meltingu fæðunnar brjóta ensím í lifrinni karótínið niður og það binst síðan við fitufrumur. Liturinn á efninu kemur svo fram þegar fitufrumurnar eru notaðar í myndun fjaðra og endurnýjun goggs. Þannig fær fjaðrahamur flæmingja og goggur þeirra þetta bleika eða ljósrauða yfirbragð.

Hversu dökkur eða skær litur flæmingja er ræðst af því hvernig fæða þeirra er samsett, hversu mikið af litarefninu þeir komast yfir. Rétt er að taka fram starfsmenn dýragarða gæta þess yfirleitt að fóðra flæmingja í haldi manna á mat sem inniheldur beta-karótín, sé það ekki gert dofnar litur þeirra smám saman.

Heimildir og mynd:...