Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?

Jón Snædal

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers?

Lítið samband virðist vera milli offitu og alzheimers-sjúkdóms. Breska tímaritið Lancet hefur látið rýna í fjölmargar rannsóknir á áhættuþáttum fyrir heilabilun en alzheimers-sjúkdómur er algengasta orsök hennar. Niðurstaðan sem var birt sumarið 2020[1] er að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 40% tilfella ef gripið er til allra hugsanlegra forvarna. Offita skýrir aðeins eitt prósentustig af tilfellunum samkvæmt þessari samantekt.

Lítið samband virðist vera milli offitu og alzheimers-sjúkdóms

Forvörnum var skipt upp eftir því á hvaða æviskeiði áhrifin væru mest, á unga aldri, miðaldra eða í ellinni. Sem dæmi má nefna að með aukinni menntun, það er að hlutfallslega fleiri ljúki framhaldsnámi, myndi tilfellum fækka nokkrum áratugum síðar. Meðal áhættuþátta á miðjum aldri er offita (LÞS = líkamsþyngdarstuðull >30) en ekki ofþyngd (LÞS = 25-30). Það er hins vegar flóknara að sýna fram á að megrun hafi áhrif og engar langtímarannsóknir hafa farið fram á því. Fólki sem léttist hefur þó verið fylgt eftir með vitrænum prófum í örfá ár og virðist það hafa jákvæð áhrif á athygli og minni en áhrifin eru ekki mikil.

Í þessu sambandi má nefna íslenska rannsókn frá Hjartavernd sem birti eftirfylgd á liðlega 3.800 manns en í henni var ekki hægt að finna samhengi milli ofþyngdar á miðjum aldri og heilabilunar liðlega aldarfjórðungi síðar.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Gill Livingston, Jonathan Huntley, Andrew Sommerlad, David Ames, Clive Ballard, Geir Selbæk o.fl. Dementia prevention, intervention, and care: 2020 report of the Lancet Commission. Lancet 2020; 396: 413-446.
  2. ^ Emiliano Albanese, Benjamin Davis, Palmi V Jonsson, Milan Chang, Thor Aspelund o.fl. Overweight and Obesity in Midlife and Brain Structure and Dementia 26 Years Later: The AGES-Reykjavik Study. American J. of Epidemiology 2015;181:672-679.

Mynd:
  • ECPOmedia.org. Höfundur myndar: Barattini Stefano. (Sótt 12.1.2022).

Höfundur

Jón Snædal

öldrunarlæknir við Landspítalann

Útgáfudagur

26.1.2021

Síðast uppfært

13.1.2022

Spyrjandi

Finnbjörg Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Snædal. „Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2021, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80956.

Jón Snædal. (2021, 26. janúar). Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80956

Jón Snædal. „Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2021. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80956>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers?

Lítið samband virðist vera milli offitu og alzheimers-sjúkdóms. Breska tímaritið Lancet hefur látið rýna í fjölmargar rannsóknir á áhættuþáttum fyrir heilabilun en alzheimers-sjúkdómur er algengasta orsök hennar. Niðurstaðan sem var birt sumarið 2020[1] er að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 40% tilfella ef gripið er til allra hugsanlegra forvarna. Offita skýrir aðeins eitt prósentustig af tilfellunum samkvæmt þessari samantekt.

Lítið samband virðist vera milli offitu og alzheimers-sjúkdóms

Forvörnum var skipt upp eftir því á hvaða æviskeiði áhrifin væru mest, á unga aldri, miðaldra eða í ellinni. Sem dæmi má nefna að með aukinni menntun, það er að hlutfallslega fleiri ljúki framhaldsnámi, myndi tilfellum fækka nokkrum áratugum síðar. Meðal áhættuþátta á miðjum aldri er offita (LÞS = líkamsþyngdarstuðull >30) en ekki ofþyngd (LÞS = 25-30). Það er hins vegar flóknara að sýna fram á að megrun hafi áhrif og engar langtímarannsóknir hafa farið fram á því. Fólki sem léttist hefur þó verið fylgt eftir með vitrænum prófum í örfá ár og virðist það hafa jákvæð áhrif á athygli og minni en áhrifin eru ekki mikil.

Í þessu sambandi má nefna íslenska rannsókn frá Hjartavernd sem birti eftirfylgd á liðlega 3.800 manns en í henni var ekki hægt að finna samhengi milli ofþyngdar á miðjum aldri og heilabilunar liðlega aldarfjórðungi síðar.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Gill Livingston, Jonathan Huntley, Andrew Sommerlad, David Ames, Clive Ballard, Geir Selbæk o.fl. Dementia prevention, intervention, and care: 2020 report of the Lancet Commission. Lancet 2020; 396: 413-446.
  2. ^ Emiliano Albanese, Benjamin Davis, Palmi V Jonsson, Milan Chang, Thor Aspelund o.fl. Overweight and Obesity in Midlife and Brain Structure and Dementia 26 Years Later: The AGES-Reykjavik Study. American J. of Epidemiology 2015;181:672-679.

Mynd:
  • ECPOmedia.org. Höfundur myndar: Barattini Stefano. (Sótt 12.1.2022).
...