Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?

Jón Magnús Jóhannesson

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? er fjallað á almennan hátt um ætlaða gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19. Lesendum er bent á að lesa það svar einnig. Hér verður farið nánar út í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa á ivermerctin og COVID-19 og rýnt í niðurstöður og annmarka rannsóknanna.

Í rannsóknum við tilraunaaðstæður hefur komið í ljós að ivermectin getur hindrað vöxt SARS-CoV-2. Styrkur lyfsins sem þurfti til þess var aftur á móti langt umfram það sem öruggt væri í mönnum.[1] Hins vegar gæti verið að ivermectin gagnist í COVID-19 vegna áhrifa á ónæmiskerfi okkar eða aðra þætti, sem myndi ekki sjást í rannsóknum á veirunni sjálfri. Ein rannsókn sýndi möguleg áhrif í þá átt að milda skaða út frá ónæmiskerfinu í gullhömstrum sem sýktir voru af SARS-CoV-2. Þannig gæti lyfið mögulega haft áhrif á ónæmiskerfi manna um leið, þó ekki sé búið að sýna fram á þetta í samhengi við COVID-19. Einnig er mögulegt að meðferð með ivermectin dragi úr hættu á sníkjudýrasýkingum sem voru nú þegar til staðar.[2]

Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar og birtar - þær eru af margvíslegum gerðum, meðal annars áhorfsrannsóknir (e. observational study) og slembaðar samanburðarrannsóknir (e. randomized controlled trial, RCT) en annað íslenskt heiti yfir slíkar rannsóknir er meðferðarprófun með slembiröðun og viðmiði.

Áhorfsrannsóknir geta gefið vísbendingar um virkni lyfsins en erfiðara er að sýna skýrt fram á orsakasamhengi - það er hvort munur milli hópa sé raunverulega vegna tiltekins inngrips. Rajter og félagar[3] framkvæmdu afturvirka áhorfsrannsókn á sjúklingum í Flórida - rannsakaðir voru sjúklingar sem annars vegar fengu ivermectin (173 sjúklingar) og hins vegar þeir sem fengu það ekki (107 sjúklingar). Eftir fjölþátta greiningu var metið að líkindi á dauða minnkuðu um 73% hjá hópnum sem fékk ivermectin. Þó er mikilvægt að undirstrika að niðurstaðan staðfestir ekki árangur meðferðar - erfitt er að aðskilja svokallaða bjögunarþætti (e. confounders) sem geta haft afdrifarík áhrif á niðurstöðuna.[4]

Behera og félagar[5] gerðu tilfella-samanburðarrannsókn (e. case-control study) meðal heilbrigðisstarfsfólks á spítala í Indlandi, þar sem bornir voru saman einstaklingar sem greindust með COVID-19 og greindust ekki með COVID-19 frá september til október 2020. Einstaklingar voru paraðir saman eftir starfi, kyni, aldri og greiningardegi, með samtals 186 pörum. Skoðað var hvort einn hópurinn var líklegri en hinn til að fá tiltekna meðferð. Það voru 77 í samanburðarhópnum sem fengu ivermectin en 38 í tilfellahópnum - tveggja-skammta forvörn með ivermectin tengdist 73% fækkun á fjölda tilfella, en 91 einstaklingur tók þann skammt í rannsókninni. Stór galli við rannsóknina var að ekki var leiðrétt fyrir undirliggjandi heilsufarsvandamálum, sem geta haft víðtæk áhrif varðandi einkennamynstur og alvarleika COVID-19. Einnig er rannsóknarþýðið tiltölulega lítið og margt getur haft áhrif á hvers konar meðferð hver og einn fékk – þetta býður þannig ekki upp á að áætla skýrt orsakasamhengi.

Í tilfella-samanburðarrannsókn sem gerð var meðal heilbrigðisstarfsfólks á spítala á Indlandi var ekki leiðrétt fyrir undirliggjandi heilsufarsvandamálum, sem geta haft víðtæk áhrif varðandi einkennamynstur og alvarleika COVID-19.

Fjöldi annarra áhorfsrannsókna hafa verið birtar sem benda mögulega til gagnsemi ivermectin í sjúklingum með COVID-19, en þær duga ekki til að sýna fram á skýrt orsakasamhengi. Slembaðar samanburðarrannsóknir (RCT) duga betur til þess, þar sem einstaklingar eru slembivaldir í mismunandi hópa og virkni inngrips borin saman við hlutleysu (e. placebo) eða annarskonar meðferð.

Elgazzar og félagar[6] framkvæmdu RCT þar sem borin var saman meðferð með ivermectin annars vegar og hýdroxíklórókín hins vegar, gegn bæði vægari og alvarlegri sjúkdóm COVID-19. Niðurstöður bentu til minni dánartíðni og styttri sjúkrahúslegu í sjúklingum sem fengu ivermectin samanborið við hýdroxíklórókín - hins vegar voru áhrifastærðir fyrir legutíma litlar og einnig var lítið um upplýsingar um hvernig sjúkdómurinn sjálfur þróaðist að öðru leyti. Einnig var ekki leiðrétt fyrir mismunandi einstaklingsbundnum breytum, sem gerir samanburð mjög erfiðan. Niðurstöður þessarar rannsóknar segja síðan aðeins til um gagnsemi ivermectin samanborið við hýdroxíklórókín - þetta er ágalli sem sést í mörgum rannsóknum snemma í COVID-19, þar sem ekki var notaður hlutleysuhópur til samanburðar.[7]

Hashim og félagar[8] gerðu hins vegar RCT þar sem sjúklingar með COVID-19 voru slembivaldir í tvo hópa: 70 fengu 2-3 daga af ivermectin ásamt doxycycline í 5-10 daga ásamt hefðbundinni meðferð (meðferðarhópur), en samanburðarhópur fékk bara hefðbundna meðferð. Hefðbundin meðferð var margvísleg, en þar voru meðal annars sterar gefnir eftir þörfum, en ekki tilgreint hversu margir fengu stera í hvorum hóp. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að ivermectin og doxycycline tengdust minni þróun yfir í alvarlegan sjúkdóm og styttri legutíma. Hafa ber í huga að meðferðarhópurinn var með 11 alvarleg tilfelli og 11 lífshættuleg tilfelli en samanburðarhópurinn með 22 alvarleg tilfelli en engin lífshættuleg tilfelli. Það er mjög mikilvægt að undirstrika þetta, en lífshættulega veikir voru allir settir í meðferðarhópinn. Að sama skapi var virkni lyfsins hér fyrst og fremst metin með því að sjá hvort sjúklingar versnuðu frekar frá grunnástandi. Þetta gerir túlkun á rannsóknarniðurstöðunum mun erfiðari, þar sem næstum allir sem verða lífshættulega veikir byrja sem alvarlega veikir - þannig gæti verið að í samanburðarhópnum hafi verið sjúklingar sem hefðu með tímanum þróað með sér lífshættulega sýkingu, óháð inngripum. Þetta atriði, saman með óvissu um hvaða aðra meðferð sjúklingar fengu, gerir það að verkum að ekki er hægt að nota þessa rannsókn til að leiðbeina okkur um gagnsemi ivermectin.

Niaee og félagar[9] gerðu fasa II RCT í Íran þar sem virkni ivermectin gegn COVID-19 hjá inniliggjandi sjúklingum var metin. Allir sjúklingar fengu hýdroxíklórókín en síðan voru þeir slembivaldir í sex hópa: einn án hlutleysu, einn með hlutleysu og fjórir með mismunandi skammtastærðum og skammtabilum af ivermectin. 180 sjúklingar voru teknir inn í rannsóknina og þannig voru 30 í hverjum hóp. Fylgst var með öllum sjúklingum í 45 daga. Dánartíðni var lægri í ivermectin-meðferðarhópunum miðað við samanburðarhópana tvo, og sama átti við um legutíma. Hins vegar var ekki leiðrétt fyrir mældum breytileika milli hópa. Einnig ber að hafa í huga að þessi rannsókn var ekki hönnuð til að meta endanlega árangur meðferðar með ivermectin heldur aðeins ákvarða bestu skammtastærðirnar fyrir stærri rannsókn - þess vegna er hún kölluð fasa II rannsókn. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður en stærri rannsókn með ítarlegri tölfræði er nauðsynleg til að staðfesta árangur.

Spoorthi og Sasanak[10] gerðu RCT þar sem 100 inniliggjandi sjúklingar með COVID-19 fengu annað hvort ivermectin og doxycycline (50) eða hlutleysu (50). Einstaklingar sem fengu ivermectin og doxycycline útskrifuðust fyrr af spítala (3,7 dagar í stað 4,7 daga) og voru skemur með einkenni (6,7 dagar í stað 7,9 daga). Ahmed og félagar[11] gerðu RCT þar sem 72 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 var skipt niður í þrjá hópa - ivermectin, ivermectin og doxycycline, eða hlutleysa. Ekki var munur á þróun einkenna milli þessara þriggja hópa en veiran hvarf úr sýnum frá efri öndunarfærum fyrr í ivermectin-hópnum. Misræmi í niðurstöðum þessara minni rannsókna undirstrikar þörf á stærri, ítarlegum rannsóknum til að staðfesta niðurstöðurnar - einnig vantar gögn í báðum tilfellum varðandi meðferð með sterum.

Shouman og félagar[12] gerðu rannsókn á 304 hugsanlega útsettum einstaklingum (fyrir COVID-19) til að meta gagnsemi ivermectin til að fyrirbyggja þróun sjúkdóms - 203 fengu ivermectin en 101 fékk enga meðferð. Af þeim sem fengu ivermectin fengu 15 manns (7,4%) einkenni á borð við hita, hósta, hálssærindi, vöðvaverki, niðurgang eða mæði; sama tala í samanburðarhópnum var 59 (58,4%). Miðað við rannsóknarlýsingu var einnig safnað gögnum um hverjir fengu COVID-19 á tveggja vikna tímabili eftir upphaf rannsóknar en þessar niðurstöður liggja ekki fyrir. Hafa ber í huga að niðurstöður þessarar rannsóknar hafa ekki verið settar saman með formlegum hætti sem vísindagrein, og ekki liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um mun milli rannsóknarhópa og tölfræðilega greiningu. Þannig er ekki hægt að áætla hvort ivermectin komi raunverulega í veg fyrir COVID-19 út frá þeim gögnum sem liggja fyrir á þessari stundu.

Mahmud og félagar[13] hafa framkvæmt RCT í Bangladess þar sem þeir skoða árangur meðferðar með ivermectin og doxycycline samhliða hefðbundinni meðferð í vægum og miðlungsalvarlegum tilfellum COVID-19 samanborið við hefðbundna meðferð - hefðbundin meðferð var hér einnig margvísleg, en þar voru meðal annars sterar gefnir eftir þörfum. 183 einstaklingar voru í rannsóknarhópnum en 180 í samanburðarhópnum. Helstu niðurstöður voru þær að fleiri í meðferðarhópnum náðu bata innan 7 daga (60,7%) miðað við samanburðarhóp (44,4%), með svipaðar niðurstöður um bata innan 12 daga og minni líkur á versnun á einum mánuði. Niðurstöðurnar hér hafa ekki heldur verið birtar sem vísindagrein og ekki liggja fyrir gögn um undirliggjandi sjúkdóma milli hópa eða hversu margir fengu stera í hvorum hóp fyrir sig. Þetta eru breytur sem þurfa að liggja fyrir við túlkun gagnanna.

Niðurstaða

Ýmsir heilbrigðisstarfsmenn víða um heim hafa hvatt til notkunar á ivermectin til varnar og meðferðar í tengslum við COVID-19, með vísun í fyrrnefndar rannsóknir[14] - hins vegar skortir gagnrýni á aðferðafræði rannsóknanna, forsendur þeirra og hversu erfitt er að túlka niðurstöðurnar sem koma frá þeim. Stundum er vísað í rannsóknir til stuðnings sem raunverulega sýna ekki marktækan mun milli hópa[15] eða eru of litlar.[16]

Einnig er ein breyta sem engin rannsókn til þessa hefur leiðrétt fyrir - líkur á fyrirliggjandi sníkjudýrasýkingu. Þetta á sérstaklega við um sýkingu með þráðorminum Strongyloides stercoralis, sem finnst víða um heim og er verulega vangreindur. Kjörmeðferð gegn Strongyloides stercoralis er einmitt stakur skammtur af ivermectin. Um þetta er fjallað nánar í niðurstöðu almenna svarsins við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?

Af öllu ofangreindu ætti að vera ljóst að áfram er talsverð óvissa til staðar í umræðunni um ivermectin og COVID-19. Óháð því hvort ivermectin reynist virka eða ekki í sjúklingum með COVID-19 mun bólusetning vera nauðsynlegur liður í viðbragði okkar gegn þessum heimsfaraldri. Hins vegar getur núverandi framboð af bóluefni ekki mætt þeirri gífurlegri eftirspurn sem er til staðar um allan heim – þannig myndi árangursrík, örugg meðferð gagnast verulega í að takmarka þann skaða sem COVID-19 getur valdið. Ef ivermectin uppfyllti þau skilyrði væri það ómetanleg viðbót samhliða bólusetningum og samfélagslegum inngripum. Því miður skortir okkur gögnin til að segja til um slíkt en vonandi verður ráðin bót á því á næstu mánuðum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá heimild 3, 7-11.
  2. ^ Sjá heimild 3,15.
  3. ^ Sjá heimild 16.
  4. ^ Sjá heimild 6.
  5. ^ Sjá heimild 17.
  6. ^ Sjá heimild 18.
  7. ^ Sjá heimild 19.
  8. ^ Sjá heimild 20.
  9. ^ Sjá heimild 21.
  10. ^ Sjá heimild 22.
  11. ^ Sjá heimild 23.
  12. ^ Sjá heimild 24.
  13. ^ Sjá heimild 25.
  14. ^ Sjá heimild 4.
  15. ^ Sjá heimild 26.
  16. ^ Sjá heimild 27.

Höfundur þakkar Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði og Vigdísi Víglundsdóttir lífeindafræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Mynd:

Heimildir:

  1. FLCCC Alliance. Ivermectin. (Sótt 14.1.2021).
  2. TratamientoTemprano. Tratamiento Temprano Covid-19. (Sótt 14.1.2021).
  3. Heidary, F. & Gharebaghi, R. (2020). Ivermectin: a systematic review from antiviral effects to COVID-19 complementary regimen. J Antibiot 73, 593–602. (Sótt 14.1.2021).
  4. Kory, P. o.fl. (2020, 13. nóvember). Review of the Emerging Evidence Demonstrating the Efficacy of Ivermectin in the Prophylaxis and Treatment of COVID-19. (Sótt 14.1.2021).
  5. National Institutes of Health. Ivermectin. (Sótt 14.1.2021).
  6. Omura, S. & Crump, A. (2014). Ivermectin: panacea for resource-poor communities? Trends in parasitology, 30(9), 445–455. (Sótt 14.1.2021).
  7. Caly L. o.fl. (2020). The FDA-approved drug ivermectin inhibits the replication of SARS-CoV-2 in vitro. Antiviral research, 178:104787. (Sótt 14.1.2021).
  8. Schmith, V. D, Zhou, J. & Lohmer, L. R. L. (2020, 7. maí). The Approved Dose of Ivermectin Alone is not the Ideal Dose for the Treatment of COVID-19. Clinical pharmacology & therapeutics. (Sótt 14.1.2021).
  9. Jermain, B. o.fl. (2020). Development of a Minimal Physiologically-Based Pharmacokinetic Model to Simulate Lung Exposure in Humans Following Oral Administration of Ivermectin for COVID-19 Drug Repurposing. Journal of Pharmaceutical Sciences, 109(12), 3574-3578. (Sótt 14.1.2021).
  10. Momekov G. & Momekova D. (2020). Ivermectin as a potential COVID-19 treatment from the pharmacokinetic point of view: antiviral levels are not likely attainable with known dosing regimens. Biotechnology & biotechnological Equipment, 34:1, 469-474. (Sótt 14.1.2021).
  11. Chaccour, C. o.fl. (2020). Ivermectin and COVID-19: Keeping Rigor in Times of Urgency. The American journal of tropical medicine and hygiene, 102(6), 1156–1157. (Sótt 14.1.2021).
  12. Arshad, U. o.fl. (2020). Prioritization of Anti-SARS-Cov-2 Drug Repurposing Opportunities Based on Plasma and Target Site Concentrations Derived from their Established Human Pharmacokinetics. Clinical pharmacology and therapeutics, 108(4), 775–790. (Sótt 14.1.2021).
  13. Bray, M. o.fl. (2020). Ivermectin and COVID-19: A report in Antiviral Research, widespread interest, an FDA warning, two letters to the editor and the authors' responses. Antiviral research, 178, 104805. (Sótt 14.1.2021).
  14. Guzzo, C. A. o.fl. (2002). Safety, tolerability, and pharmacokinetics of escalating high doses of ivermectin in healthy adult subjects. Journal of clinical pharmacology, 42(10), 1122–1133. (Sótt 14.1.2021).
  15. de Melo, G. D. o.fl. (2020, 22. nóvember). Anti-COVID-19 efficacy of ivermectin in the golden hamster. bioRxiv. (Sótt 14.1.2021).
  16. Rajter, J. C. o.fl. (2021). Use of Ivermectin Is Associated With Lower Mortality in Hospitalized Patients With Coronavirus Disease 2019: The Ivermectin in COVID Nineteen Study. Chest, 159(1), 85-92. (Sótt 14.1.2021).
  17. Behera, P. o.fl. (2020, 3. nóvember). Role of ivermectin in the prevention of COVID-19 infection among healthcare workers in India: A matched case-control study. medRxiv. (Sótt 14.1.2021).
  18. Elgazzar, A. o.fl. (2020, 28. desember). Efficacy and Safety of Ivermectin for Treatment and prophylaxis of COVID-19 Pandemic. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  19. Chowdhury, A. T. o.fl. (2020, 14. júlí). A Randomized Trial of Ivermectin-Doxycycline and Hydroxychloroquine-Azithromycin therapy on COVID19 patients. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  20. Hashim, H. A. o.fl. (2020, 27. október). Controlled randomized clinical trial on using Ivermectin with Doxycycline for treating COVID-19 patients in Baghdad, Iraq. medRxiv. (Sótt 14.1.2021).
  21. Niaee, M. S. o.fl. (2020, 24. nóvember). Ivermectin as an adjunct treatment for hospitalized adult COVID-19 patients: A randomized multi-center clinical trial. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  22. Spoorthi, V. & Sasank, S. (2020). Utility of Ivermectin and Doxycycline combination for the treatment of SARSCoV-2. International Archives of Integrated Medicine, 7(10), 177-182. (Sótt 14.1.2021).
  23. Ahmed, S. o.fl. (2020, 2. desember). A five-day course of ivermectin for the treatment of COVID-19 may reduce the duration of illness. Intermational Journal of Infectious Diseases. (Sótt 14.1.2021).
  24. ClinicalTrials.gov. (2020, 27. ágúst). Prophylactic Ivermectin in COVID-19 Contacts. (Sótt 14.1.2021).
  25. ClinicalTrials.gov. (2020, 9. október). Clinical Trial of Ivermectin Plus Doxycycline for the Treatment of Confirmed Covid-19 Infection. (Sótt 14.1.2021).
  26. Podder, C. S. o.fl. (2020). Outcome of ivermectin treated mild to moderate COVID-19 cases: a single-centre, open-label, randomised controlled study. IMC Journal of Medical Science, 14(2). (Sótt 14.1.2021).
  27. Chaccour, C. o.fl. (2020, 7. desember). The effect of early treatment with ivermectin on viral load, symptoms and humoral response in patients with mild COVID-19: a pilot, double-blind, placebo-controlled, randomized clinical trial. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  28. Schär, F. o.fl. (2020). Strongyloides stercoralis: Global Distribution and Risk Factors. PLoS Neglected Tropical Diseases, 7(7): e2288. (Sótt 14.1.2021).
  29. Centers for Disease Control and Prevention. Resources for Health Professionals. (Sótt 14.1.2021).

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

19.1.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80968.

Jón Magnús Jóhannesson. (2021, 19. janúar). Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80968

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80968>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? er fjallað á almennan hátt um ætlaða gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19. Lesendum er bent á að lesa það svar einnig. Hér verður farið nánar út í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa á ivermerctin og COVID-19 og rýnt í niðurstöður og annmarka rannsóknanna.

Í rannsóknum við tilraunaaðstæður hefur komið í ljós að ivermectin getur hindrað vöxt SARS-CoV-2. Styrkur lyfsins sem þurfti til þess var aftur á móti langt umfram það sem öruggt væri í mönnum.[1] Hins vegar gæti verið að ivermectin gagnist í COVID-19 vegna áhrifa á ónæmiskerfi okkar eða aðra þætti, sem myndi ekki sjást í rannsóknum á veirunni sjálfri. Ein rannsókn sýndi möguleg áhrif í þá átt að milda skaða út frá ónæmiskerfinu í gullhömstrum sem sýktir voru af SARS-CoV-2. Þannig gæti lyfið mögulega haft áhrif á ónæmiskerfi manna um leið, þó ekki sé búið að sýna fram á þetta í samhengi við COVID-19. Einnig er mögulegt að meðferð með ivermectin dragi úr hættu á sníkjudýrasýkingum sem voru nú þegar til staðar.[2]

Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar og birtar - þær eru af margvíslegum gerðum, meðal annars áhorfsrannsóknir (e. observational study) og slembaðar samanburðarrannsóknir (e. randomized controlled trial, RCT) en annað íslenskt heiti yfir slíkar rannsóknir er meðferðarprófun með slembiröðun og viðmiði.

Áhorfsrannsóknir geta gefið vísbendingar um virkni lyfsins en erfiðara er að sýna skýrt fram á orsakasamhengi - það er hvort munur milli hópa sé raunverulega vegna tiltekins inngrips. Rajter og félagar[3] framkvæmdu afturvirka áhorfsrannsókn á sjúklingum í Flórida - rannsakaðir voru sjúklingar sem annars vegar fengu ivermectin (173 sjúklingar) og hins vegar þeir sem fengu það ekki (107 sjúklingar). Eftir fjölþátta greiningu var metið að líkindi á dauða minnkuðu um 73% hjá hópnum sem fékk ivermectin. Þó er mikilvægt að undirstrika að niðurstaðan staðfestir ekki árangur meðferðar - erfitt er að aðskilja svokallaða bjögunarþætti (e. confounders) sem geta haft afdrifarík áhrif á niðurstöðuna.[4]

Behera og félagar[5] gerðu tilfella-samanburðarrannsókn (e. case-control study) meðal heilbrigðisstarfsfólks á spítala í Indlandi, þar sem bornir voru saman einstaklingar sem greindust með COVID-19 og greindust ekki með COVID-19 frá september til október 2020. Einstaklingar voru paraðir saman eftir starfi, kyni, aldri og greiningardegi, með samtals 186 pörum. Skoðað var hvort einn hópurinn var líklegri en hinn til að fá tiltekna meðferð. Það voru 77 í samanburðarhópnum sem fengu ivermectin en 38 í tilfellahópnum - tveggja-skammta forvörn með ivermectin tengdist 73% fækkun á fjölda tilfella, en 91 einstaklingur tók þann skammt í rannsókninni. Stór galli við rannsóknina var að ekki var leiðrétt fyrir undirliggjandi heilsufarsvandamálum, sem geta haft víðtæk áhrif varðandi einkennamynstur og alvarleika COVID-19. Einnig er rannsóknarþýðið tiltölulega lítið og margt getur haft áhrif á hvers konar meðferð hver og einn fékk – þetta býður þannig ekki upp á að áætla skýrt orsakasamhengi.

Í tilfella-samanburðarrannsókn sem gerð var meðal heilbrigðisstarfsfólks á spítala á Indlandi var ekki leiðrétt fyrir undirliggjandi heilsufarsvandamálum, sem geta haft víðtæk áhrif varðandi einkennamynstur og alvarleika COVID-19.

Fjöldi annarra áhorfsrannsókna hafa verið birtar sem benda mögulega til gagnsemi ivermectin í sjúklingum með COVID-19, en þær duga ekki til að sýna fram á skýrt orsakasamhengi. Slembaðar samanburðarrannsóknir (RCT) duga betur til þess, þar sem einstaklingar eru slembivaldir í mismunandi hópa og virkni inngrips borin saman við hlutleysu (e. placebo) eða annarskonar meðferð.

Elgazzar og félagar[6] framkvæmdu RCT þar sem borin var saman meðferð með ivermectin annars vegar og hýdroxíklórókín hins vegar, gegn bæði vægari og alvarlegri sjúkdóm COVID-19. Niðurstöður bentu til minni dánartíðni og styttri sjúkrahúslegu í sjúklingum sem fengu ivermectin samanborið við hýdroxíklórókín - hins vegar voru áhrifastærðir fyrir legutíma litlar og einnig var lítið um upplýsingar um hvernig sjúkdómurinn sjálfur þróaðist að öðru leyti. Einnig var ekki leiðrétt fyrir mismunandi einstaklingsbundnum breytum, sem gerir samanburð mjög erfiðan. Niðurstöður þessarar rannsóknar segja síðan aðeins til um gagnsemi ivermectin samanborið við hýdroxíklórókín - þetta er ágalli sem sést í mörgum rannsóknum snemma í COVID-19, þar sem ekki var notaður hlutleysuhópur til samanburðar.[7]

Hashim og félagar[8] gerðu hins vegar RCT þar sem sjúklingar með COVID-19 voru slembivaldir í tvo hópa: 70 fengu 2-3 daga af ivermectin ásamt doxycycline í 5-10 daga ásamt hefðbundinni meðferð (meðferðarhópur), en samanburðarhópur fékk bara hefðbundna meðferð. Hefðbundin meðferð var margvísleg, en þar voru meðal annars sterar gefnir eftir þörfum, en ekki tilgreint hversu margir fengu stera í hvorum hóp. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að ivermectin og doxycycline tengdust minni þróun yfir í alvarlegan sjúkdóm og styttri legutíma. Hafa ber í huga að meðferðarhópurinn var með 11 alvarleg tilfelli og 11 lífshættuleg tilfelli en samanburðarhópurinn með 22 alvarleg tilfelli en engin lífshættuleg tilfelli. Það er mjög mikilvægt að undirstrika þetta, en lífshættulega veikir voru allir settir í meðferðarhópinn. Að sama skapi var virkni lyfsins hér fyrst og fremst metin með því að sjá hvort sjúklingar versnuðu frekar frá grunnástandi. Þetta gerir túlkun á rannsóknarniðurstöðunum mun erfiðari, þar sem næstum allir sem verða lífshættulega veikir byrja sem alvarlega veikir - þannig gæti verið að í samanburðarhópnum hafi verið sjúklingar sem hefðu með tímanum þróað með sér lífshættulega sýkingu, óháð inngripum. Þetta atriði, saman með óvissu um hvaða aðra meðferð sjúklingar fengu, gerir það að verkum að ekki er hægt að nota þessa rannsókn til að leiðbeina okkur um gagnsemi ivermectin.

Niaee og félagar[9] gerðu fasa II RCT í Íran þar sem virkni ivermectin gegn COVID-19 hjá inniliggjandi sjúklingum var metin. Allir sjúklingar fengu hýdroxíklórókín en síðan voru þeir slembivaldir í sex hópa: einn án hlutleysu, einn með hlutleysu og fjórir með mismunandi skammtastærðum og skammtabilum af ivermectin. 180 sjúklingar voru teknir inn í rannsóknina og þannig voru 30 í hverjum hóp. Fylgst var með öllum sjúklingum í 45 daga. Dánartíðni var lægri í ivermectin-meðferðarhópunum miðað við samanburðarhópana tvo, og sama átti við um legutíma. Hins vegar var ekki leiðrétt fyrir mældum breytileika milli hópa. Einnig ber að hafa í huga að þessi rannsókn var ekki hönnuð til að meta endanlega árangur meðferðar með ivermectin heldur aðeins ákvarða bestu skammtastærðirnar fyrir stærri rannsókn - þess vegna er hún kölluð fasa II rannsókn. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður en stærri rannsókn með ítarlegri tölfræði er nauðsynleg til að staðfesta árangur.

Spoorthi og Sasanak[10] gerðu RCT þar sem 100 inniliggjandi sjúklingar með COVID-19 fengu annað hvort ivermectin og doxycycline (50) eða hlutleysu (50). Einstaklingar sem fengu ivermectin og doxycycline útskrifuðust fyrr af spítala (3,7 dagar í stað 4,7 daga) og voru skemur með einkenni (6,7 dagar í stað 7,9 daga). Ahmed og félagar[11] gerðu RCT þar sem 72 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 var skipt niður í þrjá hópa - ivermectin, ivermectin og doxycycline, eða hlutleysa. Ekki var munur á þróun einkenna milli þessara þriggja hópa en veiran hvarf úr sýnum frá efri öndunarfærum fyrr í ivermectin-hópnum. Misræmi í niðurstöðum þessara minni rannsókna undirstrikar þörf á stærri, ítarlegum rannsóknum til að staðfesta niðurstöðurnar - einnig vantar gögn í báðum tilfellum varðandi meðferð með sterum.

Shouman og félagar[12] gerðu rannsókn á 304 hugsanlega útsettum einstaklingum (fyrir COVID-19) til að meta gagnsemi ivermectin til að fyrirbyggja þróun sjúkdóms - 203 fengu ivermectin en 101 fékk enga meðferð. Af þeim sem fengu ivermectin fengu 15 manns (7,4%) einkenni á borð við hita, hósta, hálssærindi, vöðvaverki, niðurgang eða mæði; sama tala í samanburðarhópnum var 59 (58,4%). Miðað við rannsóknarlýsingu var einnig safnað gögnum um hverjir fengu COVID-19 á tveggja vikna tímabili eftir upphaf rannsóknar en þessar niðurstöður liggja ekki fyrir. Hafa ber í huga að niðurstöður þessarar rannsóknar hafa ekki verið settar saman með formlegum hætti sem vísindagrein, og ekki liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um mun milli rannsóknarhópa og tölfræðilega greiningu. Þannig er ekki hægt að áætla hvort ivermectin komi raunverulega í veg fyrir COVID-19 út frá þeim gögnum sem liggja fyrir á þessari stundu.

Mahmud og félagar[13] hafa framkvæmt RCT í Bangladess þar sem þeir skoða árangur meðferðar með ivermectin og doxycycline samhliða hefðbundinni meðferð í vægum og miðlungsalvarlegum tilfellum COVID-19 samanborið við hefðbundna meðferð - hefðbundin meðferð var hér einnig margvísleg, en þar voru meðal annars sterar gefnir eftir þörfum. 183 einstaklingar voru í rannsóknarhópnum en 180 í samanburðarhópnum. Helstu niðurstöður voru þær að fleiri í meðferðarhópnum náðu bata innan 7 daga (60,7%) miðað við samanburðarhóp (44,4%), með svipaðar niðurstöður um bata innan 12 daga og minni líkur á versnun á einum mánuði. Niðurstöðurnar hér hafa ekki heldur verið birtar sem vísindagrein og ekki liggja fyrir gögn um undirliggjandi sjúkdóma milli hópa eða hversu margir fengu stera í hvorum hóp fyrir sig. Þetta eru breytur sem þurfa að liggja fyrir við túlkun gagnanna.

Niðurstaða

Ýmsir heilbrigðisstarfsmenn víða um heim hafa hvatt til notkunar á ivermectin til varnar og meðferðar í tengslum við COVID-19, með vísun í fyrrnefndar rannsóknir[14] - hins vegar skortir gagnrýni á aðferðafræði rannsóknanna, forsendur þeirra og hversu erfitt er að túlka niðurstöðurnar sem koma frá þeim. Stundum er vísað í rannsóknir til stuðnings sem raunverulega sýna ekki marktækan mun milli hópa[15] eða eru of litlar.[16]

Einnig er ein breyta sem engin rannsókn til þessa hefur leiðrétt fyrir - líkur á fyrirliggjandi sníkjudýrasýkingu. Þetta á sérstaklega við um sýkingu með þráðorminum Strongyloides stercoralis, sem finnst víða um heim og er verulega vangreindur. Kjörmeðferð gegn Strongyloides stercoralis er einmitt stakur skammtur af ivermectin. Um þetta er fjallað nánar í niðurstöðu almenna svarsins við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?

Af öllu ofangreindu ætti að vera ljóst að áfram er talsverð óvissa til staðar í umræðunni um ivermectin og COVID-19. Óháð því hvort ivermectin reynist virka eða ekki í sjúklingum með COVID-19 mun bólusetning vera nauðsynlegur liður í viðbragði okkar gegn þessum heimsfaraldri. Hins vegar getur núverandi framboð af bóluefni ekki mætt þeirri gífurlegri eftirspurn sem er til staðar um allan heim – þannig myndi árangursrík, örugg meðferð gagnast verulega í að takmarka þann skaða sem COVID-19 getur valdið. Ef ivermectin uppfyllti þau skilyrði væri það ómetanleg viðbót samhliða bólusetningum og samfélagslegum inngripum. Því miður skortir okkur gögnin til að segja til um slíkt en vonandi verður ráðin bót á því á næstu mánuðum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá heimild 3, 7-11.
  2. ^ Sjá heimild 3,15.
  3. ^ Sjá heimild 16.
  4. ^ Sjá heimild 6.
  5. ^ Sjá heimild 17.
  6. ^ Sjá heimild 18.
  7. ^ Sjá heimild 19.
  8. ^ Sjá heimild 20.
  9. ^ Sjá heimild 21.
  10. ^ Sjá heimild 22.
  11. ^ Sjá heimild 23.
  12. ^ Sjá heimild 24.
  13. ^ Sjá heimild 25.
  14. ^ Sjá heimild 4.
  15. ^ Sjá heimild 26.
  16. ^ Sjá heimild 27.

Höfundur þakkar Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði og Vigdísi Víglundsdóttir lífeindafræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Mynd:

Heimildir:

  1. FLCCC Alliance. Ivermectin. (Sótt 14.1.2021).
  2. TratamientoTemprano. Tratamiento Temprano Covid-19. (Sótt 14.1.2021).
  3. Heidary, F. & Gharebaghi, R. (2020). Ivermectin: a systematic review from antiviral effects to COVID-19 complementary regimen. J Antibiot 73, 593–602. (Sótt 14.1.2021).
  4. Kory, P. o.fl. (2020, 13. nóvember). Review of the Emerging Evidence Demonstrating the Efficacy of Ivermectin in the Prophylaxis and Treatment of COVID-19. (Sótt 14.1.2021).
  5. National Institutes of Health. Ivermectin. (Sótt 14.1.2021).
  6. Omura, S. & Crump, A. (2014). Ivermectin: panacea for resource-poor communities? Trends in parasitology, 30(9), 445–455. (Sótt 14.1.2021).
  7. Caly L. o.fl. (2020). The FDA-approved drug ivermectin inhibits the replication of SARS-CoV-2 in vitro. Antiviral research, 178:104787. (Sótt 14.1.2021).
  8. Schmith, V. D, Zhou, J. & Lohmer, L. R. L. (2020, 7. maí). The Approved Dose of Ivermectin Alone is not the Ideal Dose for the Treatment of COVID-19. Clinical pharmacology & therapeutics. (Sótt 14.1.2021).
  9. Jermain, B. o.fl. (2020). Development of a Minimal Physiologically-Based Pharmacokinetic Model to Simulate Lung Exposure in Humans Following Oral Administration of Ivermectin for COVID-19 Drug Repurposing. Journal of Pharmaceutical Sciences, 109(12), 3574-3578. (Sótt 14.1.2021).
  10. Momekov G. & Momekova D. (2020). Ivermectin as a potential COVID-19 treatment from the pharmacokinetic point of view: antiviral levels are not likely attainable with known dosing regimens. Biotechnology & biotechnological Equipment, 34:1, 469-474. (Sótt 14.1.2021).
  11. Chaccour, C. o.fl. (2020). Ivermectin and COVID-19: Keeping Rigor in Times of Urgency. The American journal of tropical medicine and hygiene, 102(6), 1156–1157. (Sótt 14.1.2021).
  12. Arshad, U. o.fl. (2020). Prioritization of Anti-SARS-Cov-2 Drug Repurposing Opportunities Based on Plasma and Target Site Concentrations Derived from their Established Human Pharmacokinetics. Clinical pharmacology and therapeutics, 108(4), 775–790. (Sótt 14.1.2021).
  13. Bray, M. o.fl. (2020). Ivermectin and COVID-19: A report in Antiviral Research, widespread interest, an FDA warning, two letters to the editor and the authors' responses. Antiviral research, 178, 104805. (Sótt 14.1.2021).
  14. Guzzo, C. A. o.fl. (2002). Safety, tolerability, and pharmacokinetics of escalating high doses of ivermectin in healthy adult subjects. Journal of clinical pharmacology, 42(10), 1122–1133. (Sótt 14.1.2021).
  15. de Melo, G. D. o.fl. (2020, 22. nóvember). Anti-COVID-19 efficacy of ivermectin in the golden hamster. bioRxiv. (Sótt 14.1.2021).
  16. Rajter, J. C. o.fl. (2021). Use of Ivermectin Is Associated With Lower Mortality in Hospitalized Patients With Coronavirus Disease 2019: The Ivermectin in COVID Nineteen Study. Chest, 159(1), 85-92. (Sótt 14.1.2021).
  17. Behera, P. o.fl. (2020, 3. nóvember). Role of ivermectin in the prevention of COVID-19 infection among healthcare workers in India: A matched case-control study. medRxiv. (Sótt 14.1.2021).
  18. Elgazzar, A. o.fl. (2020, 28. desember). Efficacy and Safety of Ivermectin for Treatment and prophylaxis of COVID-19 Pandemic. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  19. Chowdhury, A. T. o.fl. (2020, 14. júlí). A Randomized Trial of Ivermectin-Doxycycline and Hydroxychloroquine-Azithromycin therapy on COVID19 patients. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  20. Hashim, H. A. o.fl. (2020, 27. október). Controlled randomized clinical trial on using Ivermectin with Doxycycline for treating COVID-19 patients in Baghdad, Iraq. medRxiv. (Sótt 14.1.2021).
  21. Niaee, M. S. o.fl. (2020, 24. nóvember). Ivermectin as an adjunct treatment for hospitalized adult COVID-19 patients: A randomized multi-center clinical trial. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  22. Spoorthi, V. & Sasank, S. (2020). Utility of Ivermectin and Doxycycline combination for the treatment of SARSCoV-2. International Archives of Integrated Medicine, 7(10), 177-182. (Sótt 14.1.2021).
  23. Ahmed, S. o.fl. (2020, 2. desember). A five-day course of ivermectin for the treatment of COVID-19 may reduce the duration of illness. Intermational Journal of Infectious Diseases. (Sótt 14.1.2021).
  24. ClinicalTrials.gov. (2020, 27. ágúst). Prophylactic Ivermectin in COVID-19 Contacts. (Sótt 14.1.2021).
  25. ClinicalTrials.gov. (2020, 9. október). Clinical Trial of Ivermectin Plus Doxycycline for the Treatment of Confirmed Covid-19 Infection. (Sótt 14.1.2021).
  26. Podder, C. S. o.fl. (2020). Outcome of ivermectin treated mild to moderate COVID-19 cases: a single-centre, open-label, randomised controlled study. IMC Journal of Medical Science, 14(2). (Sótt 14.1.2021).
  27. Chaccour, C. o.fl. (2020, 7. desember). The effect of early treatment with ivermectin on viral load, symptoms and humoral response in patients with mild COVID-19: a pilot, double-blind, placebo-controlled, randomized clinical trial. Research Square. (Sótt 14.1.2021).
  28. Schär, F. o.fl. (2020). Strongyloides stercoralis: Global Distribution and Risk Factors. PLoS Neglected Tropical Diseases, 7(7): e2288. (Sótt 14.1.2021).
  29. Centers for Disease Control and Prevention. Resources for Health Professionals. (Sótt 14.1.2021).
...