Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ppm og hvernig er það notað í vísindum?

Emelía Eiríksdóttir

Flestir kannast við hugtakið prósenta (e. percentage) og vita að það er hundraðshluti. Þrjú prósent eru því þrír hundraðshlutar og ritast 3%.

Þegar prósenta er reiknuð tökum við hlutfall af hlutanum og heildinni og margföldum með 100. Ef við værum með 200 bolta þar sem 40 þeirra væru bláir en afgangurinn rauðir myndum við reikna prósentu bláu boltanna eftirfarandi:

% bláir boltar = ${Hluti \over Heild}$ * 100% = ${40 \over 200}$ * 100% = 20%

Hugtakið ppm er skammstöfun fyrir parts per million sem útleggst á íslensku sem milljónustuhlutar (1 af 1.000.000). Þrjú ppm eru því þrír milljónustu hlutar og ritast 3 ppm. Hugtakið ppm er lítið notað í daglegu tali en er talvert notað í vísindum, til dæmis þegar talað er um snefilefni í vatni eða jarðvegi.

Hugtakið ppm er talvert notað í vísindum, til dæmis þegar talað er um styrk gróðurhúsaloftegunda í andrúmslofti.

Þegar reikna á ppm er notuð sama aðferð og við prósentureikning, nema að í stað þess að margfalda með 100 er margfaldað með milljón. Ef við værum með 3 milljónir bolta þar sem 15 þeirra eru bláir en afgangurinn rauðir myndum við reikna ppm bláu boltanna á eftirfarandi hátt:

ppm bláir boltar=${Hluti \over Heild}$ * 1.000.000ppm=${15 \over 3.000.000}$ * 1.000.000ppm=5ppm

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.9.2022

Spyrjandi

Lilja Guðmundsdóttir, Glóey Þóra Eyjólfsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er ppm og hvernig er það notað í vísindum?“ Vísindavefurinn, 13. september 2022, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81070.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 13. september). Hvað er ppm og hvernig er það notað í vísindum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81070

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er ppm og hvernig er það notað í vísindum?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2022. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81070>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ppm og hvernig er það notað í vísindum?
Flestir kannast við hugtakið prósenta (e. percentage) og vita að það er hundraðshluti. Þrjú prósent eru því þrír hundraðshlutar og ritast 3%.

Þegar prósenta er reiknuð tökum við hlutfall af hlutanum og heildinni og margföldum með 100. Ef við værum með 200 bolta þar sem 40 þeirra væru bláir en afgangurinn rauðir myndum við reikna prósentu bláu boltanna eftirfarandi:

% bláir boltar = ${Hluti \over Heild}$ * 100% = ${40 \over 200}$ * 100% = 20%

Hugtakið ppm er skammstöfun fyrir parts per million sem útleggst á íslensku sem milljónustuhlutar (1 af 1.000.000). Þrjú ppm eru því þrír milljónustu hlutar og ritast 3 ppm. Hugtakið ppm er lítið notað í daglegu tali en er talvert notað í vísindum, til dæmis þegar talað er um snefilefni í vatni eða jarðvegi.

Hugtakið ppm er talvert notað í vísindum, til dæmis þegar talað er um styrk gróðurhúsaloftegunda í andrúmslofti.

Þegar reikna á ppm er notuð sama aðferð og við prósentureikning, nema að í stað þess að margfalda með 100 er margfaldað með milljón. Ef við værum með 3 milljónir bolta þar sem 15 þeirra eru bláir en afgangurinn rauðir myndum við reikna ppm bláu boltanna á eftirfarandi hátt:

ppm bláir boltar=${Hluti \over Heild}$ * 1.000.000ppm=${15 \over 3.000.000}$ * 1.000.000ppm=5ppm

Mynd:

...