Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Eftir því sem vitað er tengist orðasambandið að prumpa í stampinn Norðurlandi, einkum Akureyri. Það er í raun merkingarlítið. Allir þekkja sögnina að prumpa ‘leysa vind’ og nafnorðið stamp um kringlóttan bala. Sunnlendingar gerðu og gera ef til vill enn gys að norðlensku málfari, einkum rödduðum framburði. Á Tímarit.is er dæmi um sambandið í tímaritinu Monitor í apríl 2011. Nokkrir aðfluttir nemendur voru spurðir um lífið í Háskólanum á Akureyri. Ein spurningin var: „Hvort er betra að prumpa í stampinn eða drekka kók í bauk?“

Stampur er kringlóttur bali.

Ég hygg að ég hafi fyrst heyrt „prumpa í stampinn“ fyrir um sex áratugum en væntanlega er það eldra. Þá var vanalega sagt „stúlkan bað piltinn að prumpa í stampinn“, l-in og m-in voru höfð rödduð. Það var ekki kórrétt því að l-in í piltur og stúlka áttu ekki bæði að vera rödduð, aðeins í stúlka, en mikið var hlegið. Yngra er að drekka kók úr bauk sem Reykvíkingum, og sjálfsagt öðrum líka, þótti og þykir ef til vill enn, mjög fyndið.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.4.2021

Spyrjandi

Einar Gauti Helgason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2021, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81167.

Guðrún Kvaran. (2021, 30. apríl). Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81167

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2021. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81167>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?
Eftir því sem vitað er tengist orðasambandið að prumpa í stampinn Norðurlandi, einkum Akureyri. Það er í raun merkingarlítið. Allir þekkja sögnina að prumpa ‘leysa vind’ og nafnorðið stamp um kringlóttan bala. Sunnlendingar gerðu og gera ef til vill enn gys að norðlensku málfari, einkum rödduðum framburði. Á Tímarit.is er dæmi um sambandið í tímaritinu Monitor í apríl 2011. Nokkrir aðfluttir nemendur voru spurðir um lífið í Háskólanum á Akureyri. Ein spurningin var: „Hvort er betra að prumpa í stampinn eða drekka kók í bauk?“

Stampur er kringlóttur bali.

Ég hygg að ég hafi fyrst heyrt „prumpa í stampinn“ fyrir um sex áratugum en væntanlega er það eldra. Þá var vanalega sagt „stúlkan bað piltinn að prumpa í stampinn“, l-in og m-in voru höfð rödduð. Það var ekki kórrétt því að l-in í piltur og stúlka áttu ekki bæði að vera rödduð, aðeins í stúlka, en mikið var hlegið. Yngra er að drekka kók úr bauk sem Reykvíkingum, og sjálfsagt öðrum líka, þótti og þykir ef til vill enn, mjög fyndið.

Heimild og mynd:...