Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hver fann upp límmiðann og af hverju?

Baldur S. Blöndal

Límmiðar af því tagi sem flestir þekkja komu til sögunnar árið 1935 þegar bandaríski uppfinningamaðurinn R. Stanton Avery (1907-1997) skeytti saman mótor úr þvottavél, nokkrum vélarhlutum úr saumavél, útskurðarsög og öðru sem til þurfti.

Afraksturinn var ný tegund af vél sem gat framleitt límmiða sem voru „sjálflímandi“. Þá þurfti hvorki að sleikja né dýfa í vatn eða lím áður en þeir voru festir við flöt. Límið var á miðunum og til þess að festa miðana á eitthvað þurfti einungis að fjarlægja varnarlagið af líminu. Fyrir þetta afrek hlaut Stanton viðurnefnið „Stan the sticker man“, sem mætti útleggja sem „Límmiða-Stjáni“.

Stuðaralímmiðar eru afar vinsælir í Bandaríkjunum. Þar eru þeir oft notaðir til að koma margvíslegum skoðunum eiganda bifreiðarinnar á framfæri.

Saga límmiða sem slíkra á sér þó töluvert lengri sögu. Frímerki eru nokkurs konar límmiðar en þau þarf að sleikja eða dýfa í vatn áður en þau eru fest á umslög. Frímerki komu fram á sjónarsviðið 1840 en um sögu þeirra má lesa í svari við spurningunni Hvernig varð frímerkið til? Þá hafa límmiðar lengi verið notaðir til auglýsinga og til þess að auðkenna eina vöru frá annarri, eins og þekkist á vínflöskum og annars konar drykkjum.

Ekki er hægt að segja til um af hverju R. Stanton taldi þörf á að finna upp vél til að búa til límmiða. Hann tryggði sér einkaleyfi fyrir límmiðunum eftir uppfinninguna og stofnaði fyrirtækið Kum Kleen Products. Fyrirtækið er í dag hluti af Avery Dennison Corporation en það seldi límmiða og annars konar merkjavarning fyrir 7,2 milljarða Bandaríkjadala á árinu 2018.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

26.2.2021

Spyrjandi

Ísak Helgi Jensson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hver fann upp límmiðann og af hverju?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2021. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81168.

Baldur S. Blöndal. (2021, 26. febrúar). Hver fann upp límmiðann og af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81168

Baldur S. Blöndal. „Hver fann upp límmiðann og af hverju?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2021. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81168>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp límmiðann og af hverju?
Límmiðar af því tagi sem flestir þekkja komu til sögunnar árið 1935 þegar bandaríski uppfinningamaðurinn R. Stanton Avery (1907-1997) skeytti saman mótor úr þvottavél, nokkrum vélarhlutum úr saumavél, útskurðarsög og öðru sem til þurfti.

Afraksturinn var ný tegund af vél sem gat framleitt límmiða sem voru „sjálflímandi“. Þá þurfti hvorki að sleikja né dýfa í vatn eða lím áður en þeir voru festir við flöt. Límið var á miðunum og til þess að festa miðana á eitthvað þurfti einungis að fjarlægja varnarlagið af líminu. Fyrir þetta afrek hlaut Stanton viðurnefnið „Stan the sticker man“, sem mætti útleggja sem „Límmiða-Stjáni“.

Stuðaralímmiðar eru afar vinsælir í Bandaríkjunum. Þar eru þeir oft notaðir til að koma margvíslegum skoðunum eiganda bifreiðarinnar á framfæri.

Saga límmiða sem slíkra á sér þó töluvert lengri sögu. Frímerki eru nokkurs konar límmiðar en þau þarf að sleikja eða dýfa í vatn áður en þau eru fest á umslög. Frímerki komu fram á sjónarsviðið 1840 en um sögu þeirra má lesa í svari við spurningunni Hvernig varð frímerkið til? Þá hafa límmiðar lengi verið notaðir til auglýsinga og til þess að auðkenna eina vöru frá annarri, eins og þekkist á vínflöskum og annars konar drykkjum.

Ekki er hægt að segja til um af hverju R. Stanton taldi þörf á að finna upp vél til að búa til límmiða. Hann tryggði sér einkaleyfi fyrir límmiðunum eftir uppfinninguna og stofnaði fyrirtækið Kum Kleen Products. Fyrirtækið er í dag hluti af Avery Dennison Corporation en það seldi límmiða og annars konar merkjavarning fyrir 7,2 milljarða Bandaríkjadala á árinu 2018.

Heimildir og mynd:...