Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð frímerkið til?

Helgi Valur Wedholm, Jakob Stefán Ívarsson, Þorri Þrastarson og Ívar Daði Þorvaldsson

Frímerki segir til um að greitt hafi verið fyrir póstsendingu áður en að hún er send. Venja er að á frímerki komi fram útgáfuland frímerkisins og verðgildi þess. Enn fremur eru frímerki myndskreytt, til dæmis með þekktum einstaklingum eða náttúrumyndum.

Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að gefa til kynna að greitt hafi verið fyrir póstsendingu en það var ekki fyrr en árið 1840, nánar tiltekið 6. maí, sem fyrsta frímerkið tók gildi. Það var gefið út í Bretlandi og fékk nafnið Penny Black. Það kostaði eitt penní, var svart að lit og á því var mynd af Viktoríu drottningu.

Fyrsta frímerkið fékk nafnið Penny Black.

Eins og á við um flestar uppfinningar hafa margir gert tilkall til frímerkisins. Þegar kennarinn og uppfinningamaðurinn Sir Rowland Hill (1795-1879) lagði til að póstþjónusta Breta yrði tekin til endurskoðunar var hugmyndin um að greiða fyrir póstsendingu fyrir fram ekki ný af nálinni. Engu að síður var það Hill sem lagði til árið 1837 að það sem seinna var þekkt sem frímerki yrði notað til að auðkenna að burðargjald hafi verið greitt.

Áður en að frímerkið kom til sögunnar í Bretlandi greiddi viðtakandi póstsendingar kostnaðinn en ekki sendandinn. Þannig gat póstþjónustan ekki vitað fyrir fram að greitt yrði fyrir sendinguna og tók þar af leiðandi vissa áhættu. Auk þess þýddi þetta að sendendur áttu til að hugsa lítið út í fjölda, þyngd og stærð þeirra pakka sem senda átti.

Tveggja skildinga frímerki sem gefið var út á Íslandi árið 1873.

Póstsendingar í Bretlandi áttu eftir að fimmfaldast áratuginn eftir að frímerkið var kynnt til sögunnar. Eftir tilkomu frímerksins varð póstþjónusta mun skilvirkara enda var greiðsla ávallt innt af hendi fyrir fram. Önnur lönd fylgdu fljótlega í kjölfarið og hófu fljótlega notkun frímerkja. Fyrstu íslensku frímerkin voru gefin út árið 1873. Gefin voru út frímerki með fimm verðgildum: 2, 3, 4, 8 og 16 skildingar. Nefndust þau skildingafrímerki. Þess má einnig geta að menn hófu fljótlega að safna frímerkjum og var fyrsta frímerkjaverslunin opnuð í Brussel í Belgíu árið 1852, einungis 12 árum eftir að Penny Black var gefið út.

Írinn Henry Archer (1799-1863) fékk einkaleyfi á vél til að rifgata frímerki árið 1848 og fyrstu rifgötuðu frímerkin voru tekin í notkun 1850. Þá þurfti ekki lengur að nota skæri eða hníf til að ná einu frímerki af heilli örk.

Um uppruna orðsins frímerki má lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni: Hvaðan kemur orðið frímerki? Þar segir að frímerki sé tökuorð úr dönsku, frimærke.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.6.2017

Spyrjandi

Gauti Páll Jónsson

Tilvísun

Helgi Valur Wedholm, Jakob Stefán Ívarsson, Þorri Þrastarson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig varð frímerkið til?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2017, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59503.

Helgi Valur Wedholm, Jakob Stefán Ívarsson, Þorri Þrastarson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2017, 14. júní). Hvernig varð frímerkið til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59503

Helgi Valur Wedholm, Jakob Stefán Ívarsson, Þorri Þrastarson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig varð frímerkið til?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2017. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59503>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð frímerkið til?
Frímerki segir til um að greitt hafi verið fyrir póstsendingu áður en að hún er send. Venja er að á frímerki komi fram útgáfuland frímerkisins og verðgildi þess. Enn fremur eru frímerki myndskreytt, til dæmis með þekktum einstaklingum eða náttúrumyndum.

Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að gefa til kynna að greitt hafi verið fyrir póstsendingu en það var ekki fyrr en árið 1840, nánar tiltekið 6. maí, sem fyrsta frímerkið tók gildi. Það var gefið út í Bretlandi og fékk nafnið Penny Black. Það kostaði eitt penní, var svart að lit og á því var mynd af Viktoríu drottningu.

Fyrsta frímerkið fékk nafnið Penny Black.

Eins og á við um flestar uppfinningar hafa margir gert tilkall til frímerkisins. Þegar kennarinn og uppfinningamaðurinn Sir Rowland Hill (1795-1879) lagði til að póstþjónusta Breta yrði tekin til endurskoðunar var hugmyndin um að greiða fyrir póstsendingu fyrir fram ekki ný af nálinni. Engu að síður var það Hill sem lagði til árið 1837 að það sem seinna var þekkt sem frímerki yrði notað til að auðkenna að burðargjald hafi verið greitt.

Áður en að frímerkið kom til sögunnar í Bretlandi greiddi viðtakandi póstsendingar kostnaðinn en ekki sendandinn. Þannig gat póstþjónustan ekki vitað fyrir fram að greitt yrði fyrir sendinguna og tók þar af leiðandi vissa áhættu. Auk þess þýddi þetta að sendendur áttu til að hugsa lítið út í fjölda, þyngd og stærð þeirra pakka sem senda átti.

Tveggja skildinga frímerki sem gefið var út á Íslandi árið 1873.

Póstsendingar í Bretlandi áttu eftir að fimmfaldast áratuginn eftir að frímerkið var kynnt til sögunnar. Eftir tilkomu frímerksins varð póstþjónusta mun skilvirkara enda var greiðsla ávallt innt af hendi fyrir fram. Önnur lönd fylgdu fljótlega í kjölfarið og hófu fljótlega notkun frímerkja. Fyrstu íslensku frímerkin voru gefin út árið 1873. Gefin voru út frímerki með fimm verðgildum: 2, 3, 4, 8 og 16 skildingar. Nefndust þau skildingafrímerki. Þess má einnig geta að menn hófu fljótlega að safna frímerkjum og var fyrsta frímerkjaverslunin opnuð í Brussel í Belgíu árið 1852, einungis 12 árum eftir að Penny Black var gefið út.

Írinn Henry Archer (1799-1863) fékk einkaleyfi á vél til að rifgata frímerki árið 1848 og fyrstu rifgötuðu frímerkin voru tekin í notkun 1850. Þá þurfti ekki lengur að nota skæri eða hníf til að ná einu frímerki af heilli örk.

Um uppruna orðsins frímerki má lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni: Hvaðan kemur orðið frímerki? Þar segir að frímerki sé tökuorð úr dönsku, frimærke.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...