Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hver fann upp fyrstu prentvélina?

Bergur Orri Magnússon, Matthildur Steinbergsdóttir og EDS

Þjóðverjinn Johannes Gutenberg (um 1400–1468, ýmist Johannes eða Johann í heimildum) er venjulega talinn upphafsmaður prentlistarinnar, það er að segja þeirrar aðferðar að prenta með lausaletri og í pressu. Reyndar var búið að prenta í margar aldir áður en hann Gutenberg kom til sögunnar, til dæmis í Kína og Kóreu, en aðferðin var seinvirk og kostnaðarsöm. Bókstafirnir voru skornir út þannig að þeir stóðu á upphleyptum grunni, heilar síður í einu, og það var ekki hægt að taka þá í sundur.

Johannes Gutenberg (um 1400-1468).

Það sem Gutenberg tókst að gera var að þróa aðferð til að steypa lausa prentstafi, marga á stuttum tíma og af mikilli nákvæmni. Þá þróaði hann hentuga málmblöndu til þess að gera stafina úr. Prentstöfunum var svo raðað saman í orð, í stað þess að að skera út heilu síðurnar, og það sem meira var, það var hægt að nota hvern staf aftur og aftur. Gutenberg endurbætti pressu til þess að þrýsta litnum, sem á stafina var borinn, á pappírinn, og hafði þar vínpressu til hliðsjónar. Með þessu móti kom prentvélin til sögunnar. Þá endurbætti hann prentsvertuna þannig að hún loddi betur við letrið.

Þegar allt þetta kom saman var Gutenberg kominn með aðferð til þess að prenta á miklu hagkvæmari hátt en áður og í miklu meira magni. Þetta var því algjör bylting í útgáfu bóka sem áður voru handskrifaðar og mjög dýrar.

Trérista frá 1568. Prentarinn til vinstri fjarlægir síðu frá prentpressunni en sá til hægri ber blek á stafi.

Margt er á huldu um Johannes Gutenberg og ævi hans. Helstu heimildir eru úr skjölum vegna nokkurra málaferla sem hann átti þátt í. Þó er vitað að hann fæddist í þýsku borginni Mainz í kringum aldamótin 1400 og ólst þar upp. Hann er sagður hafa verið gullsmiður og járnsmiður. Hann bjó um tíma í Strassborg þar sem hann vann að uppfinningum sínum en var kominn aftur til Mainz eftir 1444 þar sem hann stofnaði prentsmiðju.

Það allra þekktasta sem Gutenberg prentaði var biblía sem kom út árið 1455. Hún var líklega prentuð í 160-180 eintökum og hafa rúmlega 40 eintök, misheilleg, varðveist fram á þennan dag. Um það leyti sem biblían var að koma út tapaði Gutenberg prentsmiðjunni í kjölfar málaferla. Eitthvað prentaði hann líklega áfram en talið er að upp úr 1460 hafi hann verið hættur að prenta, hugsanlega vegna blindu. Hann lést árið 1468.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015 með aðstoð frá starfsmanni Vísindavefsins.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Bergur Orri Magnússon, Matthildur Steinbergsdóttir og EDS. „Hver fann upp fyrstu prentvélina?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2015. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70274.

Bergur Orri Magnússon, Matthildur Steinbergsdóttir og EDS. (2015, 18. júní). Hver fann upp fyrstu prentvélina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70274

Bergur Orri Magnússon, Matthildur Steinbergsdóttir og EDS. „Hver fann upp fyrstu prentvélina?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2015. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp fyrstu prentvélina?
Þjóðverjinn Johannes Gutenberg (um 1400–1468, ýmist Johannes eða Johann í heimildum) er venjulega talinn upphafsmaður prentlistarinnar, það er að segja þeirrar aðferðar að prenta með lausaletri og í pressu. Reyndar var búið að prenta í margar aldir áður en hann Gutenberg kom til sögunnar, til dæmis í Kína og Kóreu, en aðferðin var seinvirk og kostnaðarsöm. Bókstafirnir voru skornir út þannig að þeir stóðu á upphleyptum grunni, heilar síður í einu, og það var ekki hægt að taka þá í sundur.

Johannes Gutenberg (um 1400-1468).

Það sem Gutenberg tókst að gera var að þróa aðferð til að steypa lausa prentstafi, marga á stuttum tíma og af mikilli nákvæmni. Þá þróaði hann hentuga málmblöndu til þess að gera stafina úr. Prentstöfunum var svo raðað saman í orð, í stað þess að að skera út heilu síðurnar, og það sem meira var, það var hægt að nota hvern staf aftur og aftur. Gutenberg endurbætti pressu til þess að þrýsta litnum, sem á stafina var borinn, á pappírinn, og hafði þar vínpressu til hliðsjónar. Með þessu móti kom prentvélin til sögunnar. Þá endurbætti hann prentsvertuna þannig að hún loddi betur við letrið.

Þegar allt þetta kom saman var Gutenberg kominn með aðferð til þess að prenta á miklu hagkvæmari hátt en áður og í miklu meira magni. Þetta var því algjör bylting í útgáfu bóka sem áður voru handskrifaðar og mjög dýrar.

Trérista frá 1568. Prentarinn til vinstri fjarlægir síðu frá prentpressunni en sá til hægri ber blek á stafi.

Margt er á huldu um Johannes Gutenberg og ævi hans. Helstu heimildir eru úr skjölum vegna nokkurra málaferla sem hann átti þátt í. Þó er vitað að hann fæddist í þýsku borginni Mainz í kringum aldamótin 1400 og ólst þar upp. Hann er sagður hafa verið gullsmiður og járnsmiður. Hann bjó um tíma í Strassborg þar sem hann vann að uppfinningum sínum en var kominn aftur til Mainz eftir 1444 þar sem hann stofnaði prentsmiðju.

Það allra þekktasta sem Gutenberg prentaði var biblía sem kom út árið 1455. Hún var líklega prentuð í 160-180 eintökum og hafa rúmlega 40 eintök, misheilleg, varðveist fram á þennan dag. Um það leyti sem biblían var að koma út tapaði Gutenberg prentsmiðjunni í kjölfar málaferla. Eitthvað prentaði hann líklega áfram en talið er að upp úr 1460 hafi hann verið hættur að prenta, hugsanlega vegna blindu. Hann lést árið 1468.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015 með aðstoð frá starfsmanni Vísindavefsins....