Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?

JMH

Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim.

Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti eins og þessar silkitoppur.

Á vef Fuglaverndar er ágætis umfjöllun um fóðrun garðfugla. Þar segir meðal annars um ávexti og ber:
Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti. Epli, perur, melónur, banana, vínber, rúsínur og margar fleiri tegundir er hægt að gefa fuglum, um að gera að prófa sig áfram. Mælt er með að leggja þurrkaða ávexti í bleyti vor og sumar.

Ekki er mælt með að gefa lárperur (avókadó), þar sem rannsóknir hafa sýnt það sem dánarorsök búrfugla.

Það er óhætt fyrir flest dýr að éta rúsínur en hundar eru undantekning. Rúsínur og vínber haft óæskileg áhrif á líkamsstarfsemi þeirra, meðal annars getur virkni nýrna skaðast á rúsínuáti, og því ætti alls ekki að fóðra hunda á slíku góðgæti.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.4.2021

Spyrjandi

Magnús Ólafs Hansson

Tilvísun

JMH. „Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2021. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81279.

JMH. (2021, 13. apríl). Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81279

JMH. „Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2021. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?
Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim.

Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti eins og þessar silkitoppur.

Á vef Fuglaverndar er ágætis umfjöllun um fóðrun garðfugla. Þar segir meðal annars um ávexti og ber:
Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti. Epli, perur, melónur, banana, vínber, rúsínur og margar fleiri tegundir er hægt að gefa fuglum, um að gera að prófa sig áfram. Mælt er með að leggja þurrkaða ávexti í bleyti vor og sumar.

Ekki er mælt með að gefa lárperur (avókadó), þar sem rannsóknir hafa sýnt það sem dánarorsök búrfugla.

Það er óhætt fyrir flest dýr að éta rúsínur en hundar eru undantekning. Rúsínur og vínber haft óæskileg áhrif á líkamsstarfsemi þeirra, meðal annars getur virkni nýrna skaðast á rúsínuáti, og því ætti alls ekki að fóðra hunda á slíku góðgæti.

Mynd:...